Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja starfshóp um borgaralaun

„Óháð því hver nið­ur­staða rann­sókn­ar­inn­ar verð­ur er mik­il­vægt að efla um­ræð­una um fram­færslu og fram­færslu­kerfi og að stuðla að því að nýj­ar hug­mynd­ir um þau verði rann­sak­að­ar ef í þeim kunna að fel­ast fram­far­ir,“ seg­ir í nefndaráliti minni­hlut­ans.

Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja starfshóp um borgaralaun

Fulltrúar Pírata, Miðflokksins, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd Alþingis leggja til að þingsályktunartillaga um stofnun starfshóps sem kortleggi möguleika á innleiðingu borgaralauna verði samþykkt óbreytt. Þetta kemur fram í nefndaráliti frá minnihluta nefndarinnar sem samþykkt var á miðvikudag og birtist á Alþingisvefnum í gær. 

Vill skoða borgaralaunHalldóra Mogensen, þingkona Pírata og formaður velferðarnefndar, er einn ötulasti talsmaður þess að hugmyndin um borgaralaun verði tekin til alvarlegrar skoðunar.

„Minni hlutinn áréttar að með þessari tillögu er ekki lagt til að þegar verði tekin upp skilyrðislaus grunnframfærsla, heldur að unnin verði fagleg greiningarvinna sem yrði innlegg í umræðu um möguleg næstu skref,“ segir í álitinu. „Við þessa vinnu yrði leitað víðtæks samráðs við innlenda og erlenda sérfræðinga, hagsmunaaðila og aðra aðila sem að málinu geta komið. Óháð því hver niðurstaða rannsóknarinnar verður er mikilvægt að efla umræðuna um framfærslu og framfærslukerfi og að stuðla að því að nýjar hugmyndir um þau verði rannsakaðar ef í þeim kunna að felast framfarir.“ 

Undir álitið skrifa Halldóra Mogensen, nefndarformaður og Pírati, Anna Kolbrún Árnadóttir úr Miðflokknum, Guðjón S. Brjánsson úr Samfylkingunni og Guðmundur Ingi Kristinsson úr Flokki fólksins, en þingmenn Pírata standa að þingsályktunartillögunni. 

Efasemdir um ágæti borgaralauna á hægrivængnum

Málið var tekið til umræðu á Alþingi þann 24. janúar síðastliðinn. Þar lýstu Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, efasemdum um að borgaralaun væru skynsamleg hugmynd. 

Þorsteinn Víglundssonþingmaður Viðreisnar

„Ég er mikill stuðningsmaður þess að við séum með öryggisnet í samfélaginu, að við grípum t.d. þá sem detta út af vinnumarkaði tímabundið í gegnum atvinnuleysistryggingakerfið. En auðvitað er sterkasti drifkrafturinn í okkur öllum einhvers konar sjálfsbjargarviðleitni,“ sagði Þorsteinn. „Við sáum þegar við fórum í gegnum efnahagshamfarir nýlega, ef má lýsa þeim þannig, þá varð alveg gríðarleg aukning í nýsköpun og þróun og sköpun nýrra starfa þar sem hæft fólk sem misst hafði vinnuna fór og skapaði sér eitthvað. Þess vegna velti ég fyrir mér: Óttast háttvirtur þingmaður ekki að skilyrðislaus grunnframfærsla sem þessi dragi úr þeim krafti nýsköpunar, sjálfsbjargarviðleitni, ef við viljum kalla það svo, að hún veiki slíka viðleitni hjá fólki?“

„Nóg að þurfa að hlusta á þetta allt saman í Menntaskólanum í Hamrahlíð á sínum tíma“

Brynjar Níelsson tók dýpra í árinni. „Mér finnst þetta fullkomlega fráleitt. Ég er ekki hrifinn af einhverjum samfélagslegum tilraunum eins og menn reyndu með sósíalismanum á síðustu öld. Ég held að þessi samfélagstilraun væri enn þá verri og skaðlegri,“ sagði hann. „Ég ætla ekki að taka þátt í annarri samfélagstilraun. Það var nóg að þurfa að hlusta á þetta allt saman í Menntaskólanum í Hamrahlíð á sínum tíma. Ég ætla ekki að taka fleiri tilraunir af þessu tagi og ég held að við eigum bara að velta því fyrir okkur að vera frekar hvetjandi, jákvæð og tryggja það með betri hætti en við gerum í dag, auðvitað með því að hafa betra og öflugra atvinnulíf og að sem flestir taki þátt í því, að við getum þá stutt þá almennilega sem eiga undir högg að sækja og þurfa á grunnframfærslu að halda. Við þurfum að standa okkur betur í því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár