Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja starfshóp um borgaralaun

„Óháð því hver nið­ur­staða rann­sókn­ar­inn­ar verð­ur er mik­il­vægt að efla um­ræð­una um fram­færslu og fram­færslu­kerfi og að stuðla að því að nýj­ar hug­mynd­ir um þau verði rann­sak­að­ar ef í þeim kunna að fel­ast fram­far­ir,“ seg­ir í nefndaráliti minni­hlut­ans.

Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja starfshóp um borgaralaun

Fulltrúar Pírata, Miðflokksins, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd Alþingis leggja til að þingsályktunartillaga um stofnun starfshóps sem kortleggi möguleika á innleiðingu borgaralauna verði samþykkt óbreytt. Þetta kemur fram í nefndaráliti frá minnihluta nefndarinnar sem samþykkt var á miðvikudag og birtist á Alþingisvefnum í gær. 

Vill skoða borgaralaunHalldóra Mogensen, þingkona Pírata og formaður velferðarnefndar, er einn ötulasti talsmaður þess að hugmyndin um borgaralaun verði tekin til alvarlegrar skoðunar.

„Minni hlutinn áréttar að með þessari tillögu er ekki lagt til að þegar verði tekin upp skilyrðislaus grunnframfærsla, heldur að unnin verði fagleg greiningarvinna sem yrði innlegg í umræðu um möguleg næstu skref,“ segir í álitinu. „Við þessa vinnu yrði leitað víðtæks samráðs við innlenda og erlenda sérfræðinga, hagsmunaaðila og aðra aðila sem að málinu geta komið. Óháð því hver niðurstaða rannsóknarinnar verður er mikilvægt að efla umræðuna um framfærslu og framfærslukerfi og að stuðla að því að nýjar hugmyndir um þau verði rannsakaðar ef í þeim kunna að felast framfarir.“ 

Undir álitið skrifa Halldóra Mogensen, nefndarformaður og Pírati, Anna Kolbrún Árnadóttir úr Miðflokknum, Guðjón S. Brjánsson úr Samfylkingunni og Guðmundur Ingi Kristinsson úr Flokki fólksins, en þingmenn Pírata standa að þingsályktunartillögunni. 

Efasemdir um ágæti borgaralauna á hægrivængnum

Málið var tekið til umræðu á Alþingi þann 24. janúar síðastliðinn. Þar lýstu Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, efasemdum um að borgaralaun væru skynsamleg hugmynd. 

Þorsteinn Víglundssonþingmaður Viðreisnar

„Ég er mikill stuðningsmaður þess að við séum með öryggisnet í samfélaginu, að við grípum t.d. þá sem detta út af vinnumarkaði tímabundið í gegnum atvinnuleysistryggingakerfið. En auðvitað er sterkasti drifkrafturinn í okkur öllum einhvers konar sjálfsbjargarviðleitni,“ sagði Þorsteinn. „Við sáum þegar við fórum í gegnum efnahagshamfarir nýlega, ef má lýsa þeim þannig, þá varð alveg gríðarleg aukning í nýsköpun og þróun og sköpun nýrra starfa þar sem hæft fólk sem misst hafði vinnuna fór og skapaði sér eitthvað. Þess vegna velti ég fyrir mér: Óttast háttvirtur þingmaður ekki að skilyrðislaus grunnframfærsla sem þessi dragi úr þeim krafti nýsköpunar, sjálfsbjargarviðleitni, ef við viljum kalla það svo, að hún veiki slíka viðleitni hjá fólki?“

„Nóg að þurfa að hlusta á þetta allt saman í Menntaskólanum í Hamrahlíð á sínum tíma“

Brynjar Níelsson tók dýpra í árinni. „Mér finnst þetta fullkomlega fráleitt. Ég er ekki hrifinn af einhverjum samfélagslegum tilraunum eins og menn reyndu með sósíalismanum á síðustu öld. Ég held að þessi samfélagstilraun væri enn þá verri og skaðlegri,“ sagði hann. „Ég ætla ekki að taka þátt í annarri samfélagstilraun. Það var nóg að þurfa að hlusta á þetta allt saman í Menntaskólanum í Hamrahlíð á sínum tíma. Ég ætla ekki að taka fleiri tilraunir af þessu tagi og ég held að við eigum bara að velta því fyrir okkur að vera frekar hvetjandi, jákvæð og tryggja það með betri hætti en við gerum í dag, auðvitað með því að hafa betra og öflugra atvinnulíf og að sem flestir taki þátt í því, að við getum þá stutt þá almennilega sem eiga undir högg að sækja og þurfa á grunnframfærslu að halda. Við þurfum að standa okkur betur í því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu