Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja starfshóp um borgaralaun

„Óháð því hver nið­ur­staða rann­sókn­ar­inn­ar verð­ur er mik­il­vægt að efla um­ræð­una um fram­færslu og fram­færslu­kerfi og að stuðla að því að nýj­ar hug­mynd­ir um þau verði rann­sak­að­ar ef í þeim kunna að fel­ast fram­far­ir,“ seg­ir í nefndaráliti minni­hlut­ans.

Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja starfshóp um borgaralaun

Fulltrúar Pírata, Miðflokksins, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd Alþingis leggja til að þingsályktunartillaga um stofnun starfshóps sem kortleggi möguleika á innleiðingu borgaralauna verði samþykkt óbreytt. Þetta kemur fram í nefndaráliti frá minnihluta nefndarinnar sem samþykkt var á miðvikudag og birtist á Alþingisvefnum í gær. 

Vill skoða borgaralaunHalldóra Mogensen, þingkona Pírata og formaður velferðarnefndar, er einn ötulasti talsmaður þess að hugmyndin um borgaralaun verði tekin til alvarlegrar skoðunar.

„Minni hlutinn áréttar að með þessari tillögu er ekki lagt til að þegar verði tekin upp skilyrðislaus grunnframfærsla, heldur að unnin verði fagleg greiningarvinna sem yrði innlegg í umræðu um möguleg næstu skref,“ segir í álitinu. „Við þessa vinnu yrði leitað víðtæks samráðs við innlenda og erlenda sérfræðinga, hagsmunaaðila og aðra aðila sem að málinu geta komið. Óháð því hver niðurstaða rannsóknarinnar verður er mikilvægt að efla umræðuna um framfærslu og framfærslukerfi og að stuðla að því að nýjar hugmyndir um þau verði rannsakaðar ef í þeim kunna að felast framfarir.“ 

Undir álitið skrifa Halldóra Mogensen, nefndarformaður og Pírati, Anna Kolbrún Árnadóttir úr Miðflokknum, Guðjón S. Brjánsson úr Samfylkingunni og Guðmundur Ingi Kristinsson úr Flokki fólksins, en þingmenn Pírata standa að þingsályktunartillögunni. 

Efasemdir um ágæti borgaralauna á hægrivængnum

Málið var tekið til umræðu á Alþingi þann 24. janúar síðastliðinn. Þar lýstu Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, efasemdum um að borgaralaun væru skynsamleg hugmynd. 

Þorsteinn Víglundssonþingmaður Viðreisnar

„Ég er mikill stuðningsmaður þess að við séum með öryggisnet í samfélaginu, að við grípum t.d. þá sem detta út af vinnumarkaði tímabundið í gegnum atvinnuleysistryggingakerfið. En auðvitað er sterkasti drifkrafturinn í okkur öllum einhvers konar sjálfsbjargarviðleitni,“ sagði Þorsteinn. „Við sáum þegar við fórum í gegnum efnahagshamfarir nýlega, ef má lýsa þeim þannig, þá varð alveg gríðarleg aukning í nýsköpun og þróun og sköpun nýrra starfa þar sem hæft fólk sem misst hafði vinnuna fór og skapaði sér eitthvað. Þess vegna velti ég fyrir mér: Óttast háttvirtur þingmaður ekki að skilyrðislaus grunnframfærsla sem þessi dragi úr þeim krafti nýsköpunar, sjálfsbjargarviðleitni, ef við viljum kalla það svo, að hún veiki slíka viðleitni hjá fólki?“

„Nóg að þurfa að hlusta á þetta allt saman í Menntaskólanum í Hamrahlíð á sínum tíma“

Brynjar Níelsson tók dýpra í árinni. „Mér finnst þetta fullkomlega fráleitt. Ég er ekki hrifinn af einhverjum samfélagslegum tilraunum eins og menn reyndu með sósíalismanum á síðustu öld. Ég held að þessi samfélagstilraun væri enn þá verri og skaðlegri,“ sagði hann. „Ég ætla ekki að taka þátt í annarri samfélagstilraun. Það var nóg að þurfa að hlusta á þetta allt saman í Menntaskólanum í Hamrahlíð á sínum tíma. Ég ætla ekki að taka fleiri tilraunir af þessu tagi og ég held að við eigum bara að velta því fyrir okkur að vera frekar hvetjandi, jákvæð og tryggja það með betri hætti en við gerum í dag, auðvitað með því að hafa betra og öflugra atvinnulíf og að sem flestir taki þátt í því, að við getum þá stutt þá almennilega sem eiga undir högg að sækja og þurfa á grunnframfærslu að halda. Við þurfum að standa okkur betur í því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár