Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill upplýsingar um viðbrögð við hundaárásum

Þing­mað­ur Pírata spyr heil­brigð­is­ráð­herra um fjölda lækn­is­heim­sókna vegna áverka eft­ir hund.

Vill upplýsingar um viðbrögð við hundaárásum
Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd: Shutterstock

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hve margir hafa leitað til læknis undanfarin fimm ár vegna áverka eftir hund. 

Í fyrirspurn Björns Levís er spurt hvaða verkferlar gilda þegar einstaklingur leitar til læknis með áverka eftir hund, hvaða upplýsinga er aflað um málsatvik og hvort áverkarnir séu flokkaðir eftir alvarleika. 

Nýlega var greint frá því að barn hefði verið flutt á sjúkrahús eftir árás hunds af tegund­inni Alaska Malamu­te. Alls voru 80 spor saumuð í and­lit barnsins, en talið er að hjálmur hafi bjargað lífi þess.

Fyrirspurnir Björns Levís hafa vakið talsverða athygli, en hann átti lykilþátt í að kreista fram upplýsingar um akstursgreiðslur og sporslur þingmanna fyrr á árinu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fleiri Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt Björn á þeim grundvelli að það sé kostnaðarsamt og tímafrekt fyrir  framkvæmdavaldið að taka saman þær upplýsingar sem hann óskar eftir. 

Hér má sjá yfirlit yfir þær fyrirspurnir sem Björn hefur lagt fram. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár