Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill upplýsingar um viðbrögð við hundaárásum

Þing­mað­ur Pírata spyr heil­brigð­is­ráð­herra um fjölda lækn­is­heim­sókna vegna áverka eft­ir hund.

Vill upplýsingar um viðbrögð við hundaárásum
Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd: Shutterstock

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hve margir hafa leitað til læknis undanfarin fimm ár vegna áverka eftir hund. 

Í fyrirspurn Björns Levís er spurt hvaða verkferlar gilda þegar einstaklingur leitar til læknis með áverka eftir hund, hvaða upplýsinga er aflað um málsatvik og hvort áverkarnir séu flokkaðir eftir alvarleika. 

Nýlega var greint frá því að barn hefði verið flutt á sjúkrahús eftir árás hunds af tegund­inni Alaska Malamu­te. Alls voru 80 spor saumuð í and­lit barnsins, en talið er að hjálmur hafi bjargað lífi þess.

Fyrirspurnir Björns Levís hafa vakið talsverða athygli, en hann átti lykilþátt í að kreista fram upplýsingar um akstursgreiðslur og sporslur þingmanna fyrr á árinu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fleiri Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt Björn á þeim grundvelli að það sé kostnaðarsamt og tímafrekt fyrir  framkvæmdavaldið að taka saman þær upplýsingar sem hann óskar eftir. 

Hér má sjá yfirlit yfir þær fyrirspurnir sem Björn hefur lagt fram. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár