Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill upplýsingar um viðbrögð við hundaárásum

Þing­mað­ur Pírata spyr heil­brigð­is­ráð­herra um fjölda lækn­is­heim­sókna vegna áverka eft­ir hund.

Vill upplýsingar um viðbrögð við hundaárásum
Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd: Shutterstock

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hve margir hafa leitað til læknis undanfarin fimm ár vegna áverka eftir hund. 

Í fyrirspurn Björns Levís er spurt hvaða verkferlar gilda þegar einstaklingur leitar til læknis með áverka eftir hund, hvaða upplýsinga er aflað um málsatvik og hvort áverkarnir séu flokkaðir eftir alvarleika. 

Nýlega var greint frá því að barn hefði verið flutt á sjúkrahús eftir árás hunds af tegund­inni Alaska Malamu­te. Alls voru 80 spor saumuð í and­lit barnsins, en talið er að hjálmur hafi bjargað lífi þess.

Fyrirspurnir Björns Levís hafa vakið talsverða athygli, en hann átti lykilþátt í að kreista fram upplýsingar um akstursgreiðslur og sporslur þingmanna fyrr á árinu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fleiri Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt Björn á þeim grundvelli að það sé kostnaðarsamt og tímafrekt fyrir  framkvæmdavaldið að taka saman þær upplýsingar sem hann óskar eftir. 

Hér má sjá yfirlit yfir þær fyrirspurnir sem Björn hefur lagt fram. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár