Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Spyr hvort þingmenn hafi verið áminntir fyrir leka

Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, spyr for­seta Al­þing­is um leka á trún­að­ar­gögn­um úr þing­nefnd­um. Flokks­bróð­ir hans, Ásmund­ur Frið­riks­son, vakti at­hygli á lek­um eft­ir að hafa gert „reply all“ við tölvu­póst.

Spyr hvort þingmenn hafi verið áminntir fyrir leka
Óli Björn Kárason Þingmaður spyr hvort þingmenn hafi verið áminntir fyrir leka á trúnaðarupplýsingum. Mynd: xd.is

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur óskað eftir svörum um leka á trúnaðarupplýsingum úr fastanefndum Alþingis. Fyrirspurnin kemur í kjölfar leka úr velferðarnefnd Alþingis þegar samflokksmaður hans, Ásmundur Friðriksson, sendi óvart tölvupóst á fleiri en nefndarmenn með „reply all“.

Óli Björn hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis um hvernig reglum forsætisnefndar um meðferð trúnaðarupplýsinga sé fylgt eftir og hvort forseti telji þörf á að endurskoða þær. Þá spyr hann hvort forsætisnefnd hafi fengið kvörtun, kæru eða ábendingu vegna „leka“ á trúnaðarupplýsingum sem þingnefndir eða þingmenn hafa fengið. Loks spyr Óli Björn hverjir hafi aðgang að trúnaðarupplýsingum sem fastanefndir fái afhentar, hvernig öryggi upplýsinganna sé tryggt og hvort einhverjir þingmenn hafi verið áminntir fyrir brot á þagnarskyldu eða meðferð trúnaðarupplýsinga.

Flokksbróðir gerði „reply all“

27. apríl síðastliðinn sendi Ásmundur óvart póst á velferðarnefnd, forseta Alþingis, ráðherra og þingflokk Pírata með því að ýta á „reply all“. Í póstinum stóð: „Sæl. Ég verð ekki á þessum fundi og ég les ekki Stundina, en er það fjölmiðill sem fólk tekur mark á aðrir en Píratar. Bkv Ási Friðriks.“

Málið snéri að umfjöllun Stundarinnar um þrýsting sem Bragi Guðbrandsson, frambjóðandi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, beitti barnavernd Hafnarfjarðar af samúð við fjölskyldu manns sem hafði skömmu áður verið tilkynntur til lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot.

Ásmundur virðist ekki hafa séð að fleiri en nefndarmenn hafi fengið póstinn. „Ég notaði póst sem formaðurinn sendi nefndinni og svaraði til baka,“ skrifaði Ásmundur á Facebook. „Það er skemmst frá því að segja að það leið örskammur tími frá því að ég sendi svarið á nefndina að tölvupósturinn frá mér til nefndarmanna birtist óbreyttur á vef Stundarinnar.“

Sagði formann velferðarnefndar rúinn trausti

Ásmundur sagði Halldóru Mogensen, formann nefndarinnar, vera rúna trausti. „Þarna kom i ljós sem margir hafa talið rökstuddan grun um að Píratar séu í beinu sambandi við Stundina og ganga erinda miðilsins á Alþingi og fyrir vini og vandamenn. Í þeirri orrahríð sem gengur yfir félagsmálaráðherra og Braga Guðbrandsson má vart á milli sjá hvor er fljótari með fréttirnar, þingmenn Pírata eða Stundin og samstarfið minnir á þá félaga Baldur og Konna sem töluðu einum rómi búktalarans.“

Ásmundur FriðrikssonÞingmaður gerði „reply all“ við póst á fjölda þingmanna.

Í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar og annarra fjölmiðla um póstinn ræddi Ásmundur um málið á Alþingi. „Það er alvarlegt mál að ég sendi tölvupóst sem var eftir örfáar klukkustundir kominn í fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á,“ sagði Ásmundur. „Það sýnir að einhver af þeim sem fengu þennan tölvupóst hefur lekið honum í viðkomandi fjölmiðil.“

Fyrirspurnin í heild sinni:

     1.      Hvernig er reglum forsætisnefndar um meðferð trúnaðarupplýsinga fylgt eftir? 
     2.      Hversu oft hafa fastanefndir þingsins frá og með 143. löggjafarþingi bókað í trúnaðarmálabók skv. 4. gr. reglna forsætisnefndar um meðferð trúnaðarupplýsinga? 
     3.      Hefur forsætisnefnd fengið kvörtun, kæru eða ábendingu vegna „leka“ á trúnaðarupplýsingum sem þingnefndir eða þingmenn hafa fengið? Ef svo er, hversu oft frá og með 143. löggjafarþingi? Hefur forsætisnefnd gripið til einhverra ráðstafana eða kannað réttmæti slíkra kvartana? 
     4.      Hverjir hafa aðgang að trúnaðarupplýsingum sem fastanefndir fá afhentar? Hvernig er sá aðgangur og hvernig er öryggi upplýsinganna tryggt? 
     5.      Hafa þingmenn frá og með 143. löggjafarþingi verið áminntir vegna brota á 52. gr. þingskapa um þagnarskyldu, eða vegna brota á reglum um meðferð trúnaðarupplýsinga? 
     6.      Telur forseti að ástæða sé til að endurskoða reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga? 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár