Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Spyr hvort þingmenn hafi verið áminntir fyrir leka

Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, spyr for­seta Al­þing­is um leka á trún­að­ar­gögn­um úr þing­nefnd­um. Flokks­bróð­ir hans, Ásmund­ur Frið­riks­son, vakti at­hygli á lek­um eft­ir að hafa gert „reply all“ við tölvu­póst.

Spyr hvort þingmenn hafi verið áminntir fyrir leka
Óli Björn Kárason Þingmaður spyr hvort þingmenn hafi verið áminntir fyrir leka á trúnaðarupplýsingum. Mynd: xd.is

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur óskað eftir svörum um leka á trúnaðarupplýsingum úr fastanefndum Alþingis. Fyrirspurnin kemur í kjölfar leka úr velferðarnefnd Alþingis þegar samflokksmaður hans, Ásmundur Friðriksson, sendi óvart tölvupóst á fleiri en nefndarmenn með „reply all“.

Óli Björn hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis um hvernig reglum forsætisnefndar um meðferð trúnaðarupplýsinga sé fylgt eftir og hvort forseti telji þörf á að endurskoða þær. Þá spyr hann hvort forsætisnefnd hafi fengið kvörtun, kæru eða ábendingu vegna „leka“ á trúnaðarupplýsingum sem þingnefndir eða þingmenn hafa fengið. Loks spyr Óli Björn hverjir hafi aðgang að trúnaðarupplýsingum sem fastanefndir fái afhentar, hvernig öryggi upplýsinganna sé tryggt og hvort einhverjir þingmenn hafi verið áminntir fyrir brot á þagnarskyldu eða meðferð trúnaðarupplýsinga.

Flokksbróðir gerði „reply all“

27. apríl síðastliðinn sendi Ásmundur óvart póst á velferðarnefnd, forseta Alþingis, ráðherra og þingflokk Pírata með því að ýta á „reply all“. Í póstinum stóð: „Sæl. Ég verð ekki á þessum fundi og ég les ekki Stundina, en er það fjölmiðill sem fólk tekur mark á aðrir en Píratar. Bkv Ási Friðriks.“

Málið snéri að umfjöllun Stundarinnar um þrýsting sem Bragi Guðbrandsson, frambjóðandi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, beitti barnavernd Hafnarfjarðar af samúð við fjölskyldu manns sem hafði skömmu áður verið tilkynntur til lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot.

Ásmundur virðist ekki hafa séð að fleiri en nefndarmenn hafi fengið póstinn. „Ég notaði póst sem formaðurinn sendi nefndinni og svaraði til baka,“ skrifaði Ásmundur á Facebook. „Það er skemmst frá því að segja að það leið örskammur tími frá því að ég sendi svarið á nefndina að tölvupósturinn frá mér til nefndarmanna birtist óbreyttur á vef Stundarinnar.“

Sagði formann velferðarnefndar rúinn trausti

Ásmundur sagði Halldóru Mogensen, formann nefndarinnar, vera rúna trausti. „Þarna kom i ljós sem margir hafa talið rökstuddan grun um að Píratar séu í beinu sambandi við Stundina og ganga erinda miðilsins á Alþingi og fyrir vini og vandamenn. Í þeirri orrahríð sem gengur yfir félagsmálaráðherra og Braga Guðbrandsson má vart á milli sjá hvor er fljótari með fréttirnar, þingmenn Pírata eða Stundin og samstarfið minnir á þá félaga Baldur og Konna sem töluðu einum rómi búktalarans.“

Ásmundur FriðrikssonÞingmaður gerði „reply all“ við póst á fjölda þingmanna.

Í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar og annarra fjölmiðla um póstinn ræddi Ásmundur um málið á Alþingi. „Það er alvarlegt mál að ég sendi tölvupóst sem var eftir örfáar klukkustundir kominn í fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á,“ sagði Ásmundur. „Það sýnir að einhver af þeim sem fengu þennan tölvupóst hefur lekið honum í viðkomandi fjölmiðil.“

Fyrirspurnin í heild sinni:

     1.      Hvernig er reglum forsætisnefndar um meðferð trúnaðarupplýsinga fylgt eftir? 
     2.      Hversu oft hafa fastanefndir þingsins frá og með 143. löggjafarþingi bókað í trúnaðarmálabók skv. 4. gr. reglna forsætisnefndar um meðferð trúnaðarupplýsinga? 
     3.      Hefur forsætisnefnd fengið kvörtun, kæru eða ábendingu vegna „leka“ á trúnaðarupplýsingum sem þingnefndir eða þingmenn hafa fengið? Ef svo er, hversu oft frá og með 143. löggjafarþingi? Hefur forsætisnefnd gripið til einhverra ráðstafana eða kannað réttmæti slíkra kvartana? 
     4.      Hverjir hafa aðgang að trúnaðarupplýsingum sem fastanefndir fá afhentar? Hvernig er sá aðgangur og hvernig er öryggi upplýsinganna tryggt? 
     5.      Hafa þingmenn frá og með 143. löggjafarþingi verið áminntir vegna brota á 52. gr. þingskapa um þagnarskyldu, eða vegna brota á reglum um meðferð trúnaðarupplýsinga? 
     6.      Telur forseti að ástæða sé til að endurskoða reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga? 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár