Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Spyr hvort þingmenn hafi verið áminntir fyrir leka

Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, spyr for­seta Al­þing­is um leka á trún­að­ar­gögn­um úr þing­nefnd­um. Flokks­bróð­ir hans, Ásmund­ur Frið­riks­son, vakti at­hygli á lek­um eft­ir að hafa gert „reply all“ við tölvu­póst.

Spyr hvort þingmenn hafi verið áminntir fyrir leka
Óli Björn Kárason Þingmaður spyr hvort þingmenn hafi verið áminntir fyrir leka á trúnaðarupplýsingum. Mynd: xd.is

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur óskað eftir svörum um leka á trúnaðarupplýsingum úr fastanefndum Alþingis. Fyrirspurnin kemur í kjölfar leka úr velferðarnefnd Alþingis þegar samflokksmaður hans, Ásmundur Friðriksson, sendi óvart tölvupóst á fleiri en nefndarmenn með „reply all“.

Óli Björn hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis um hvernig reglum forsætisnefndar um meðferð trúnaðarupplýsinga sé fylgt eftir og hvort forseti telji þörf á að endurskoða þær. Þá spyr hann hvort forsætisnefnd hafi fengið kvörtun, kæru eða ábendingu vegna „leka“ á trúnaðarupplýsingum sem þingnefndir eða þingmenn hafa fengið. Loks spyr Óli Björn hverjir hafi aðgang að trúnaðarupplýsingum sem fastanefndir fái afhentar, hvernig öryggi upplýsinganna sé tryggt og hvort einhverjir þingmenn hafi verið áminntir fyrir brot á þagnarskyldu eða meðferð trúnaðarupplýsinga.

Flokksbróðir gerði „reply all“

27. apríl síðastliðinn sendi Ásmundur óvart póst á velferðarnefnd, forseta Alþingis, ráðherra og þingflokk Pírata með því að ýta á „reply all“. Í póstinum stóð: „Sæl. Ég verð ekki á þessum fundi og ég les ekki Stundina, en er það fjölmiðill sem fólk tekur mark á aðrir en Píratar. Bkv Ási Friðriks.“

Málið snéri að umfjöllun Stundarinnar um þrýsting sem Bragi Guðbrandsson, frambjóðandi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, beitti barnavernd Hafnarfjarðar af samúð við fjölskyldu manns sem hafði skömmu áður verið tilkynntur til lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot.

Ásmundur virðist ekki hafa séð að fleiri en nefndarmenn hafi fengið póstinn. „Ég notaði póst sem formaðurinn sendi nefndinni og svaraði til baka,“ skrifaði Ásmundur á Facebook. „Það er skemmst frá því að segja að það leið örskammur tími frá því að ég sendi svarið á nefndina að tölvupósturinn frá mér til nefndarmanna birtist óbreyttur á vef Stundarinnar.“

Sagði formann velferðarnefndar rúinn trausti

Ásmundur sagði Halldóru Mogensen, formann nefndarinnar, vera rúna trausti. „Þarna kom i ljós sem margir hafa talið rökstuddan grun um að Píratar séu í beinu sambandi við Stundina og ganga erinda miðilsins á Alþingi og fyrir vini og vandamenn. Í þeirri orrahríð sem gengur yfir félagsmálaráðherra og Braga Guðbrandsson má vart á milli sjá hvor er fljótari með fréttirnar, þingmenn Pírata eða Stundin og samstarfið minnir á þá félaga Baldur og Konna sem töluðu einum rómi búktalarans.“

Ásmundur FriðrikssonÞingmaður gerði „reply all“ við póst á fjölda þingmanna.

Í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar og annarra fjölmiðla um póstinn ræddi Ásmundur um málið á Alþingi. „Það er alvarlegt mál að ég sendi tölvupóst sem var eftir örfáar klukkustundir kominn í fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á,“ sagði Ásmundur. „Það sýnir að einhver af þeim sem fengu þennan tölvupóst hefur lekið honum í viðkomandi fjölmiðil.“

Fyrirspurnin í heild sinni:

     1.      Hvernig er reglum forsætisnefndar um meðferð trúnaðarupplýsinga fylgt eftir? 
     2.      Hversu oft hafa fastanefndir þingsins frá og með 143. löggjafarþingi bókað í trúnaðarmálabók skv. 4. gr. reglna forsætisnefndar um meðferð trúnaðarupplýsinga? 
     3.      Hefur forsætisnefnd fengið kvörtun, kæru eða ábendingu vegna „leka“ á trúnaðarupplýsingum sem þingnefndir eða þingmenn hafa fengið? Ef svo er, hversu oft frá og með 143. löggjafarþingi? Hefur forsætisnefnd gripið til einhverra ráðstafana eða kannað réttmæti slíkra kvartana? 
     4.      Hverjir hafa aðgang að trúnaðarupplýsingum sem fastanefndir fá afhentar? Hvernig er sá aðgangur og hvernig er öryggi upplýsinganna tryggt? 
     5.      Hafa þingmenn frá og með 143. löggjafarþingi verið áminntir vegna brota á 52. gr. þingskapa um þagnarskyldu, eða vegna brota á reglum um meðferð trúnaðarupplýsinga? 
     6.      Telur forseti að ástæða sé til að endurskoða reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga? 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár