Píratar lögðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014 áherslu á að koma betur til móts við tekjulágt fólk, meðal annars með því að tekjutengja ýmis gjöld sem leggjast á íbúa Reykjavíkurborgar. Þannig var sérstaklega tiltekið að endurskoða ætti gjaldtöku í skólum og frístundum til að koma betur til móts við tekjulágt fólk. Þessar áherslur náðu ekki fram að ganga vegna andstöðu samstarfsflokkanna í meirihluta borgarstjórnar, að því er borgarfulltrúi Pírata segir.
Píratar settu einnig fram ítarleg markmið um að einfalda stjórnkerfi borgarinnar, auka aðkomu borgaranna að ákvarðanatöku og bæta aðgengi þeirra að borgarkerfinu. Sömuleiðis vildu Píratar að bókhald borgarinnar yrði opnað almenningi. Segja má að í stórum dráttum hafi Pírötum tekist að ná fram þessum áhersluatriðum á yfirstandandi kjörtímabili.
Kosið verður til borgarstjórnar á morgun. Píratar hafa setið í meirihluta síðustu fjögur ár ásamt Samfylkingu, Bjartri framtíð og Vinstri grænum. Halldór Auðar Svansson sækist ekki eftir áframhaldandi setu í borgarstjórn fyrir Pírata en …
Athugasemdir