Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Samstarfsflokkarnir stoppuðu áherslumál Pírata

Pírat­ar vildu tekju­tengja gjöld til að koma til móts við tekju­lága Reyk­vík­inga en náðu ekki fram því mark­miði sínu vegna and­stöðu sam­starfs­flokk­anna í meiri­hlut­an­um. Stund­in hef­ur und­an­far­ið spurt flokka borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans út í efnd­ir á síð­ustu kosn­ingalof­orð­um þeirra.

Samstarfsflokkarnir stoppuðu áherslumál Pírata
Lýðræði og gagnsæi Dóra Björt og Halldór Auðar segja að opnun bókhalds Reykjavíkurborgar hafi verið mikilvægt aðhaldstæki, bæði hvað varðar efnahag og lýðræði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Píratar lögðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014 áherslu á að koma betur til móts við tekjulágt fólk, meðal annars með því að tekjutengja ýmis gjöld sem leggjast á íbúa Reykjavíkurborgar. Þannig var sérstaklega tiltekið að endurskoða ætti gjaldtöku í skólum og frístundum til að koma betur til móts við tekjulágt fólk. Þessar áherslur náðu ekki fram að ganga vegna andstöðu samstarfsflokkanna í meirihluta borgarstjórnar, að því er borgarfulltrúi Pírata segir.

Píratar settu einnig fram ítarleg markmið um að einfalda stjórnkerfi borgarinnar, auka aðkomu borgaranna að ákvarðanatöku og bæta aðgengi þeirra að borgarkerfinu. Sömuleiðis vildu Píratar að bókhald borgarinnar yrði opnað almenningi. Segja má að í stórum dráttum hafi Pírötum tekist að ná fram þessum áhersluatriðum á yfirstandandi kjörtímabili.

Kosið verður til borgarstjórnar á morgun. Píratar hafa setið í meirihluta síðustu fjögur ár ásamt Samfylkingu, Bjartri framtíð og Vinstri grænum. Halldór Auðar Svansson sækist ekki eftir áframhaldandi setu í borgarstjórn fyrir Pírata en …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár