Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hanna Birna ein af 100 áhrifamestu í jafnréttismálum

Fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, er önn­ur tveggja ís­lenskra kvenna á lista Apolitical yf­ir 100 áhrifa­mestu í jafn­rétt­is­mál­um ár­ið 2018. Hún sagði af sér ráð­herra­dómi og hætti í stjórn­mál­um eft­ir að hafa ver­ið stað­in að því að segja Al­þingi margsinn­is ósatt um mál er varð­aði brot gegn ein­stæðri móð­ur frá Níg­er­íu.

Hanna Birna ein af 100 áhrifamestu í jafnréttismálum
Hanna Birna Kristjánsdóttir Hanna Birna hætti í stjórnmálum árið 2016. Mynd: Pressphotos

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, er önnur tveggja íslenskra kvenna á lista Apolitical yfir 100 áhrifamestu einstaklinga í jafnréttismálum fyrir árið 2018. Hún sagði af sér ráðherradómi og hætti í stjórnmálum eftir að hafa verið staðin að því að segja Alþingi margsinnis ósatt um mál er varðaði brot gegn einstæðri móður frá Nígeríu.

Listinn var kynntur í dag, en hin íslenska konan á honum er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Apolitical er alþjóðlegur stefnumótunarvettvangur, en á listanum eru þeir einstaklingar sem þykja hafa skarað fram úr þegar kemur að jafnréttismálum hvort sem er með rannsóknum, stefnumótun, baráttu fyrir málefnum sem tengjast jafnrétti eða öðru. Meðal þeirra eru Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Malala Yousafzai Nóbelsverðlaunahafi, Emmanuel Macro, forseti Frakklands og Melinda Gates.

Hanna Birna var kosin sem aðalmaður í stjórn Jafnréttissjóðs Íslands á Alþingi í júní 2017 sem fulltrúi sjálfstæðismanna í sjóðnum. Þá er hún formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders.

Sagði af sér í kjölfar lekamálsins

Hanna Birna Kristjánsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og gegndi embætti innanríkisráðherra árin 2013 til 2014. Hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að fram hafði farið lögreglurannsókn á ráðuneyti hennar og pólitískur aðstoðarmaður dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á þagnarskyldu sem bitnaði á tveimur hælisleitendum frá Nígeríu. Þá hafði ráðherra margsinnis verið staðin að því að segja fjölmiðlum og Alþingi ósatt um málavöxtu. Í ársbyrjun 2015 komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að Hanna Birna hefði brotið lög og misbeitt valdi sínu með því að hafa ítrekuð afskipti af lögreglurannsókninni sem beindist að hennar nánustu aðstoðarmönnum og beita lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu þrýstingi. Hún hætti á Alþingi sumarið 2016.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár