Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Írar ræða um að sniðganga Eurovision í Ísrael

Sig­ur­veg­ari keppn­inn­ar 1994 seg­ir að flytja eigi keppn­ina frá Ísra­el. Ef ekki eigi Ír­ar að sitja heima. Borg­ar­stjóri Dyflin­ar á sama máli. Að minnsta kosti 60 látn­ir í árás­um Ísra­els­hers og þús­und­ir særð­ir.

Írar ræða um að sniðganga Eurovision í Ísrael
Rætt um að sniðganga Eurovision í Ísrael Umræða er farin af stað í Írlandi, rétt eins og á Íslandi, um að sniðganga eigi Eurovision söngvakeppnina í Ísrael að ári vegna mannréttindabrota Ísraelsstjórnar á Palestínumönnum.

Umræða um að sniðganga Eurovision söngvakeppnina sem haldin verður í Ísrael á næsta ári er hafin í Írlandi. Meðal þeirra sem hafa kallað eftir að að Írar sniðgangi keppnina er söngvarinn Charlie McGettigan, sem vann keppnina árið 1994 þegar hann flutti lagið Rock ‘n‘ Roll Kids. Meðal annarra sem hafa kallað eftir því að keppnin verði sniðgengin er borgarstjóri Dyflinar, höfuðborgar Írlands.

Þúsundir hvetja til sniðgöngu Íslands

Áköf umræða hófst á Íslandi, eftir sigur Ísraels í söngvakeppninni síðastliðið laugardagskvöld, um að sniðganga ætti keppnina að ári vegna mannréttindabrota Ísraelsstjórnar á Palestínumönnum. Framferði ísrelska hersins á Gaza-ströndinni síðustu daga, þar sem tugir almennra Palestínumanna hafa verið drepnir í mótmælaaðgerðum gegn hernámi Ísraela, hefur hellt enn frekari olíu á eldinn. Ríflega 17 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þar sem hvatt er til þess að Ísland sniðgangi keppnina að ári. Meðal þeirra sem hafa lýst sig fylgjandi því eru Páll Óskar Hjálmtýsson, sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 1997, og Daði Freyr Pétursson, sem lenti í öðru sæti í undankeppninni hér á Íslandi á síðasta ári.

Stjórnmálamenn vilja að Írar sniðgangi keppnina í Ísrael

Borgarstjóri Dyflinar, Micheal Mac Donncha, lýsti því strax á sunnudag, daginn eftir úrslit keppninnar, að hann væri þeirrar skoðunar að Írland ætti að sniðganga keppnina í Ísrael að ári. Donncha lýsti því yfir í írskum fjölmiðlum að Írar ættu að sýna samstöðu með Palestínumönnum og neita þátttöku. „Það þarf að varpa ljósi á hin hræðilegu hryðjuverk sem framin eru gegn palestínsku þjóðinni. Það þarf að ná fram samstöðu rétt eins og náðist fram varðandi íbúa Suður-Afríku undir aðskilnaðarstefnunni,“ sagði Donncha. Tveir írskir þingmenn á Evrópuþinginu hafa sömuleiðis lýst því yfir að sniðganga beri keppnina í Ísrael á næsta ári.

Sigurvegarinn frá 1994 vill að Írar sitji heima

Söngvarinn Charlie McGettigan lýsti þeirri skoðun að skipuleggjendur Eurovision ættu að hafna því að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári og færa hana annað. „Evrópa hefur þarna tök á að senda frá sér yfirlýsingu og segja, „Heyrið þið, við samþykkjum ekki að það sé í lagi að fagna á meðan fólk deyr. Það er eins og Neró gerði í Róm, hann spilaði á fiðluna á meðan borgin brann. Það ætti að leggja áherslu á það við keppnishaldara að sniðganga Ísrael og halda keppnina í einhverju öðru landi. Ef það gerist ekki eigum við að sitja heima.“  Írland er sigursælasti þátttakandi í Eurovision söngvakeppninni en Írar hafa unnið hana í sjögang, síðast 1996.

Að minnsta kosti 60 Palestínumenn voru drepnir af leyniskyttum ísraelska hersins í mótmælum á Gazaströndinni á mánudag. Þúsundir eru sárir. Mótmælin eru bæði vegna tilfærslu og opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem en einnig vegna þess að 70 ár eru frá því að Ísraelsríki var stofnað, samhliða því að yfir 700 þúsund Palestínumenn voru hraktir frá heimilum sínum í þjóðernishreinsunum Ísraelsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár