Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Írar ræða um að sniðganga Eurovision í Ísrael

Sig­ur­veg­ari keppn­inn­ar 1994 seg­ir að flytja eigi keppn­ina frá Ísra­el. Ef ekki eigi Ír­ar að sitja heima. Borg­ar­stjóri Dyflin­ar á sama máli. Að minnsta kosti 60 látn­ir í árás­um Ísra­els­hers og þús­und­ir særð­ir.

Írar ræða um að sniðganga Eurovision í Ísrael
Rætt um að sniðganga Eurovision í Ísrael Umræða er farin af stað í Írlandi, rétt eins og á Íslandi, um að sniðganga eigi Eurovision söngvakeppnina í Ísrael að ári vegna mannréttindabrota Ísraelsstjórnar á Palestínumönnum.

Umræða um að sniðganga Eurovision söngvakeppnina sem haldin verður í Ísrael á næsta ári er hafin í Írlandi. Meðal þeirra sem hafa kallað eftir að að Írar sniðgangi keppnina er söngvarinn Charlie McGettigan, sem vann keppnina árið 1994 þegar hann flutti lagið Rock ‘n‘ Roll Kids. Meðal annarra sem hafa kallað eftir því að keppnin verði sniðgengin er borgarstjóri Dyflinar, höfuðborgar Írlands.

Þúsundir hvetja til sniðgöngu Íslands

Áköf umræða hófst á Íslandi, eftir sigur Ísraels í söngvakeppninni síðastliðið laugardagskvöld, um að sniðganga ætti keppnina að ári vegna mannréttindabrota Ísraelsstjórnar á Palestínumönnum. Framferði ísrelska hersins á Gaza-ströndinni síðustu daga, þar sem tugir almennra Palestínumanna hafa verið drepnir í mótmælaaðgerðum gegn hernámi Ísraela, hefur hellt enn frekari olíu á eldinn. Ríflega 17 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þar sem hvatt er til þess að Ísland sniðgangi keppnina að ári. Meðal þeirra sem hafa lýst sig fylgjandi því eru Páll Óskar Hjálmtýsson, sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 1997, og Daði Freyr Pétursson, sem lenti í öðru sæti í undankeppninni hér á Íslandi á síðasta ári.

Stjórnmálamenn vilja að Írar sniðgangi keppnina í Ísrael

Borgarstjóri Dyflinar, Micheal Mac Donncha, lýsti því strax á sunnudag, daginn eftir úrslit keppninnar, að hann væri þeirrar skoðunar að Írland ætti að sniðganga keppnina í Ísrael að ári. Donncha lýsti því yfir í írskum fjölmiðlum að Írar ættu að sýna samstöðu með Palestínumönnum og neita þátttöku. „Það þarf að varpa ljósi á hin hræðilegu hryðjuverk sem framin eru gegn palestínsku þjóðinni. Það þarf að ná fram samstöðu rétt eins og náðist fram varðandi íbúa Suður-Afríku undir aðskilnaðarstefnunni,“ sagði Donncha. Tveir írskir þingmenn á Evrópuþinginu hafa sömuleiðis lýst því yfir að sniðganga beri keppnina í Ísrael á næsta ári.

Sigurvegarinn frá 1994 vill að Írar sitji heima

Söngvarinn Charlie McGettigan lýsti þeirri skoðun að skipuleggjendur Eurovision ættu að hafna því að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári og færa hana annað. „Evrópa hefur þarna tök á að senda frá sér yfirlýsingu og segja, „Heyrið þið, við samþykkjum ekki að það sé í lagi að fagna á meðan fólk deyr. Það er eins og Neró gerði í Róm, hann spilaði á fiðluna á meðan borgin brann. Það ætti að leggja áherslu á það við keppnishaldara að sniðganga Ísrael og halda keppnina í einhverju öðru landi. Ef það gerist ekki eigum við að sitja heima.“  Írland er sigursælasti þátttakandi í Eurovision söngvakeppninni en Írar hafa unnið hana í sjögang, síðast 1996.

Að minnsta kosti 60 Palestínumenn voru drepnir af leyniskyttum ísraelska hersins í mótmælum á Gazaströndinni á mánudag. Þúsundir eru sárir. Mótmælin eru bæði vegna tilfærslu og opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem en einnig vegna þess að 70 ár eru frá því að Ísraelsríki var stofnað, samhliða því að yfir 700 þúsund Palestínumenn voru hraktir frá heimilum sínum í þjóðernishreinsunum Ísraelsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár