Barnaverndarstofa neitar að afhenda barnaverndarnefndum gögnin sem Stundin og RÚV fengu

Per­sónu­vernd hef­ur tek­ið gagna­af­hend­ing­una til frum­kvæðis­at­hug­un­ar og barna­vernd­ar­nefnd­ir höfðu sam­band við lög­reglu vegna máls­ins.

Barnaverndarstofa neitar að afhenda barnaverndarnefndum gögnin sem Stundin og RÚV fengu

Barnaverndastofa neitar að afhenda barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu þau gögn sem Stundin og RÚV fengu aðgang að á grundvelli túlkunar stofnunarinnar á upplýsingalögum í síðustu viku.  

Um er að ræða hundruð blaðsíðna af skjölum, meðal annars um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra með nöfnum og ýmsum persónugreinanlegum atriðum afmáðum. 

Í gagnapakkanum er til að mynda að finna fundargerð af fundi Barnaverndarstofu um mál tveggja stúlkna sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum.

Mörg málanna sem fjallað er um tengjast hins vegar ekki beint kvörtunum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu til velferðarráðuneytisins. 

Persónuvernd hefur tekið gagnaafhendinguna til frumkvæðisathugunar auk þess sem Fréttablaðið greindi frá því að málið væri til skoðunar hjá ákærusviði lögreglu. Afhendingin kom barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu í opna skjöldu og hafa þær verið í sambandi við lögreglu vegna málsins. 

Nefndirnar óskuðu eftir því þann 5. maí að fá aðgang að nákvæmlega sömu skjölum og RÚV og Stundin fengu, þ.e. með sömu persónugreinanlegu atriðunum afmáðum.

Stundin fékk upplýsingarnar tveimur dögum eftir að hafa beðið um þær en barnaverndarnefndirnar hafa beðið svara í tæpa viku. Í dag var þeim tilkynnt að gögnin yrðu ekki afhent fyrr en farið hefði verið yfir málið með Persónuvernd. 

Persónuvernd sendi Stundinni og RÚV bréf á dögunum þar sem biðlað er til fjölmiðlanna að fara varlega með gögnin. „Þau ákvæði laga nr. 77/2000 sem veita Persónuvernd valdheimildir, gilda ekki þegar vinnsla fer eingöngu fram í þágu fréttaflutnings. Persónuvernd telur hins vegar að í ljósi þess almenna hlutverks hennar að standa vörð um vernd persónuupplýsinga geti reynst nauðsynlegt að hún minni á þær kröfur sem þá gilda,“ segir í bréfinu. Bent er á að huga verði að því einstaklingar séu ekki auðkennanlegir á grundvelli breytna sem samanlagðar gefa til kynna hver á í hlut hverju sinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár