Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Efling krefst þess að greiddar verði afturvirkar launahækkanir

Sam­ið um um­rædd­ar hækk­an­ir í sept­em­ber á síð­asta ári. Starfs­fólk á Land­spít­ala þeg­ar feng­ið greitt.

Efling krefst þess að greiddar verði afturvirkar launahækkanir
Krefjast afturvirkra launahækkana Sólveig Anna Jónsdóttir, nýr formaður Eflingar, krefst þess fyrir hönd félagsmanna sinna að þeir fái þegar í stað greiddar afturvirkar launahækkanir sem samið var um í september á síðasta ári. Mynd: Pressphotos

Stéttarfélagið Efling krefst þess að félagsmenn sínir, sem starfi á hjúkrunarheimilum, fái þegar í stað greiddar afturvirkar hækkanir á launum sínum. Samið hafi verið um slíkar hækkanir í september á síðasta ári en þær hafi enn ekki komið til framkvæmda.

Í tilkynningu frá Eflingu er lýst áhyggjum af þeim töfum sem hafi orðið á framkvæmd launaþróunartryggingar af hálfu aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Samið hafi verið um afturvirkar launahækkanir 21. september á síðasta ári milli ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar. Undir þann samning falli meðal annars stofnanir sem starfi á grundvelli þjónustusamninga við Sjúkratryggingar Íslands.

Hins vegar hafi þessar launahækkanir ekki komið til framkvæmda hjá hjúkrunarheimilum og öðrum fyrirtækjum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Það sé brot á samkomulaginu sem gert var og séu í ofanálag ósanngjarnar gagnvart félagsmönnum Eflingar. Bent er á að starfsfólk á vegum ríkisins, þar með taldir starfsmenn Landspítalans, hafi fengið þessar greiðslur fyrir tveimur mánuðum.

„Efling kallar eftir því að vangoldnar afturvirkar hækkanir og önnur laun sem félagsmenn eiga skýlausan rétt á verði greidd þegar í stað og starfsfólk þeirra fyrirtækja sem um ræðir ekki látið bíða stundinni lengur,“ segir í fréttatilkynningu sem nýr formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, undirritar. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu