Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur segir alvarlegt að tölvupóstur hafi lekið í Stundina, „fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á“

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, seg­ir trún­að milli þing­manna hafa ver­ið rof­inn þeg­ar tölvu­póst­ur sem hann sendi óvart á fjölda þing­manna hafi ver­ið til um­fjöll­un­ar í Stund­inni. Þá seg­ist hann ekki hafa mikl­ar mæt­ur á Stund­inni.

 Ásmundur segir alvarlegt að tölvupóstur hafi lekið í Stundina, „fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á“
Ásmundur Friðriksson Þingmaður segist ekki hafa miklar mætur á Stundinni. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður velferðarnefndar Alþingis, segir það vera alvarlegt mál að tölvupóstur sem hann sendi óvart á fjölda þingmanna hafi lekið í Stundina. Hann sagðist ekki hafa miklar mætur á Stundinnií ræðu sinni á Alþingi í dag.

Málið snýr að umfjöllun Stundarinnar um þrýsting sem Bragi Guðbrandsson, frambjóðandi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, beitti barnavernd Hafnarfjarðar af samúð við fjölskyldu manns sem hafði skömmu áður verið tilkynntur til lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot auk þess sem tilvísunarbréf hafði verið sent Barnahúsi.

Ásmundur sendi óvart póst á velferðarnefnd, forseta Alþingis, ráðherra og þingflokk Pírata með því að ýta á „reply all“, samkvæmt Mbl.is. Upphaflegi pósturinn var frá Halldóru Mogensen, formanni velferðarnefndar og þingmanni Pírata, þar sem tilkynnt var um fund velferðarnefndar Alþingis síðastliðinn mánudagi þar sem fjallað var um málið. Svar Ásmundar var „Sæl. Ég verð ekki á þessum fundi og ég les ekki Stundina, en er það fjölmiðill sem fólk tekur mark á aðrir en Píratar. Bkv Ási Friðriks.“

Segir upplýsingar úr þinginu leka í Stundina

„Undanfarna daga hefur trúnaður verið til umræðu hér í þinginu,“ sagði Ásmundur undir liðnum „störf þingsins“ á Alþingi í dag. „Trúnaður þingmanna, milli þingmanna. Trúnaður í störfum okkar. Það er mikilvægt að í starfi þingmannsins sé trúnaður haldinn og þær reglur sem gilda, hvernig farið er með tölvupósta og annað slíkt á milli okkar hér í þingsal, milli okkar í þingnefndum. Það er alvarlegt mál að ég sendi tölvupóst sem var eftir örfáar klukkustundir kominn í fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á. Það sýnir að einhver af þeim sem fengu þennan tölvupóst hefur lekið honum í viðkomandi fjölmiðil.“

„Það er alvarlegt mál að ég sendi tölvupóst sem var eftir örfáar klukkustundir kominn í fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á“

Þá sagði Ásmundur þingmenn hafa mismunandi skoðanir á hlutunum, en verða að treysta því að það sem þeir segi og sendi sín á milli rati ekki beint í fjölmiðla. „Það er með ólíkindum að við skulum ekki geta treyst því að skilaboð okkar á milli fari eingöngu í þann farveg sem þau eiga að fara,“ sagði Ásmundur. „Ég hef áður orðið var við að upplýsingar úr þinginu fari í þennan fjölmiðil. Við munum eftir leka í eftirlitsnefndinni hér fyrir nokkrum misserum. Ég held að virðing þingsins verði að aukast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár