Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ásmundur segir alvarlegt að tölvupóstur hafi lekið í Stundina, „fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á“

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, seg­ir trún­að milli þing­manna hafa ver­ið rof­inn þeg­ar tölvu­póst­ur sem hann sendi óvart á fjölda þing­manna hafi ver­ið til um­fjöll­un­ar í Stund­inni. Þá seg­ist hann ekki hafa mikl­ar mæt­ur á Stund­inni.

 Ásmundur segir alvarlegt að tölvupóstur hafi lekið í Stundina, „fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á“
Ásmundur Friðriksson Þingmaður segist ekki hafa miklar mætur á Stundinni. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður velferðarnefndar Alþingis, segir það vera alvarlegt mál að tölvupóstur sem hann sendi óvart á fjölda þingmanna hafi lekið í Stundina. Hann sagðist ekki hafa miklar mætur á Stundinnií ræðu sinni á Alþingi í dag.

Málið snýr að umfjöllun Stundarinnar um þrýsting sem Bragi Guðbrandsson, frambjóðandi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, beitti barnavernd Hafnarfjarðar af samúð við fjölskyldu manns sem hafði skömmu áður verið tilkynntur til lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot auk þess sem tilvísunarbréf hafði verið sent Barnahúsi.

Ásmundur sendi óvart póst á velferðarnefnd, forseta Alþingis, ráðherra og þingflokk Pírata með því að ýta á „reply all“, samkvæmt Mbl.is. Upphaflegi pósturinn var frá Halldóru Mogensen, formanni velferðarnefndar og þingmanni Pírata, þar sem tilkynnt var um fund velferðarnefndar Alþingis síðastliðinn mánudagi þar sem fjallað var um málið. Svar Ásmundar var „Sæl. Ég verð ekki á þessum fundi og ég les ekki Stundina, en er það fjölmiðill sem fólk tekur mark á aðrir en Píratar. Bkv Ási Friðriks.“

Segir upplýsingar úr þinginu leka í Stundina

„Undanfarna daga hefur trúnaður verið til umræðu hér í þinginu,“ sagði Ásmundur undir liðnum „störf þingsins“ á Alþingi í dag. „Trúnaður þingmanna, milli þingmanna. Trúnaður í störfum okkar. Það er mikilvægt að í starfi þingmannsins sé trúnaður haldinn og þær reglur sem gilda, hvernig farið er með tölvupósta og annað slíkt á milli okkar hér í þingsal, milli okkar í þingnefndum. Það er alvarlegt mál að ég sendi tölvupóst sem var eftir örfáar klukkustundir kominn í fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á. Það sýnir að einhver af þeim sem fengu þennan tölvupóst hefur lekið honum í viðkomandi fjölmiðil.“

„Það er alvarlegt mál að ég sendi tölvupóst sem var eftir örfáar klukkustundir kominn í fjölmiðil sem ég hef ekki miklar mætur á“

Þá sagði Ásmundur þingmenn hafa mismunandi skoðanir á hlutunum, en verða að treysta því að það sem þeir segi og sendi sín á milli rati ekki beint í fjölmiðla. „Það er með ólíkindum að við skulum ekki geta treyst því að skilaboð okkar á milli fari eingöngu í þann farveg sem þau eiga að fara,“ sagði Ásmundur. „Ég hef áður orðið var við að upplýsingar úr þinginu fari í þennan fjölmiðil. Við munum eftir leka í eftirlitsnefndinni hér fyrir nokkrum misserum. Ég held að virðing þingsins verði að aukast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár