Ljósmyndarinn Alfredo Esparza opnar sýninguna Terra nullius – einskis manns land, í Ramskram galleríi, Njálsgötu 49, laugardaginn 14. apríl klukkan 17.00. Sýningin varir til 20. maí. Á síðasta ári var Alfredo gestur í Listhúsi, dvalarsetri listamanna á Ólafsfirði, og einnig í Fish factory, dvalarsetri listamanna á Stöðvarfirði. Aðspurður segist hann vera með Íslands-tengt verk í vinnslu, en myndirnar sem hann sýnir í Ramskram eru teknar í norðurhluta Mexíkó.
Ég bað hann um að segja mér aðeins frá myndunum.
Foreldrar mínir eru bændur og búa í Torréon, í Chiahuahua-héraði í Norður-Mexíkó. Pabbi hefur alla tíð unnið við að hirða um pekantré þannig að þegar ég var að alast upp fór ég alltaf með honum í þessi verk. Þegar ég var unglingur fór ég í uppreisn og hafnaði vitneskju föður míns og flutti til Mexíkóborgar, vildi frekar læra ljósmyndun.
Það var síðan ekki fyrr en upp úr 2012 sem ég fór …
Athugasemdir