„Þegar Magnús hringdi í mig einn daginn frá Finnlandi og spurði hvort við ættum ekki að gera eina stuttmynd saman þá stökk ég bara með út í ævintýrið og stakk upp á að gera úr því mynd í fullri lengd, án þess að pæla hvort það væri skynsamlegt, hvort ég hefði tíma eða fjármagn til þess. Tók áhættu sem maður þorir frekar þegar maður er yngri. En ég þakka Magnúsi fyrir að taka af skarið. Og afraksturinn af ævintýrinu var síðan ADAM.“
Þannig lýsir leikstjórinn og handritshöfundurinn María Sólrún aðdraganda þess að hún og sonur hennar tóku ákvörðun um að gera í sameiningu kvikmynd í fullri lengd. Sú ákvörðun varð upphafið að nokkuð löngu, persónulegu og lærdómsríku ferli fyrir þau bæði. Þau framleiddu myndina saman, ásamt Jim Stark. Að verkefninu komu nokkrir af nánustu aðstandendum þeirra mæðgina, auk þess að þeirra eigið nærumhverfi í Neukölln í Berlín er sögusviðið. Dóttir …
Athugasemdir