Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þotueldsneyti mikið dýrara á landsbyggðinni en í Keflavík

Stend­ur upp­bygg­ingu milli­landa­flugs á lands­byggð­ar­flug­velli fyr­ir þrif­um. 7,7 pró­sent­um dýr­ara á Ak­ur­eyri og 15 pró­sent­um dýr­ara á Eg­ils­stöð­um.

Þotueldsneyti mikið dýrara á landsbyggðinni en í Keflavík
Dýrara á landsbyggðinni Mun dýrara er að kaupa þotueldsneyti á Akureyri og Egilstöðum heldur en í Keflavík. Mynd: Isavia

Eldsneyti á flugvélar í millilandaflugi er 15,2 prósentum dýrara á Egilstöðum, og 7,7 prósentum dýrara á Akureyri, en í Keflavík. Á sama tíma er venjulegt eldsneytisverð, á bifreiðar og vinnuvélar og til innanlandsflugs, því sem næst hið sama um allt land. Ástæða þess er sú að starfræktur er flutningsjöfnunarsjóður olíuvara, sem nýttur er til að jafna verð á eldsneyti til notkunar innanlands. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, segir að þessi staða standi uppbyggingu millalandsflugs til Akureyrar og Egilsstaða fyrir þrifum og hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis lækka skuli eldsneytisverð í  millilandaflugi.

Þingsályktunartillaga Önnu Kolbrúnar, sem jafnframt er flutt af öllum þingmönnum Miðflokksins, gerir ráð fyrir að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirbúi í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra lagafrumvarp þar sem gerðar verði ráðstafanir til að lækka eldsneytisverð til millilandaflugs. Með slíkri lækkun styrktist staða ferðaþjónustu á landsbyggðinni og ýtt yrði undir dreifingu ferðamanna um landið, að mati flutningsmanna.

„Það er 350 þúsund krónum dýrara að tanka á Egilstöðum heldur en í Keflavík“

Samkvæmt ársgömlum upplýsingum frá Isavia, sem Markaðsstofa Norðurlands aflaði, er 7,7 prósenta verðmunur á þotueldsneyti á milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrarflugvallar. Þá er 15,2 prósentum dýrara að kaupa eldsneytið á Egilsstöðum heldur en í Keflavík.

Skekkir samkeppnisstöðu

Anna Kolbrún ÁrnadóttirÞingmenn Miðflokksins vilja að eldsneytisverð í millilandaflugi verði jafnað.

Anna Kolbrún segir í samtali við Stundina að þetta þýði auðvitað að samkeppnisstaða landsbyggðarflugvallanna sé skökk í samanburði við Keflavíkurflugvöll. „Ef við ímyndum okkur venjulega farþegaþotu, sem tekur þetta í kringum 200 farþega, þá kostar það 175 þúsund krónum meira að taka eldsneyti á Akureyri heldur en í Keflavík. Við erum síðan að tala um að það er 350 þúsund krónum dýrara að tanka á Egilstöðum heldur en í Keflavík.

Í þessu samhengi ætti fólk að velta fyrir sér af hverju flugvélar bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, sem eru að fljúga til Akureyrar í tilraun til að markaðssetja sig á þeim áfangastað, af hverju þær hafa valið oftar en einu sinni að snúa vélum til Keflavíkur frekar en til Egilsstaða þegar ekki hefur verið hægt að lenda á Akureyri. Raunar er það svo samkvæmt mínum upplýsingum að sannarlega er eitt tilfelli þar sem alveg er ljóst að vél frá þeim gat ekki lent á Akureyri vegna aðstæðna þar en mér er líka sagt að það sé í einhverjum tilfellum málum blandið að ekki hafi verið hægt að lenda fyrir norðan þegar ákveðið var að lenda í Keflavík.“

Sex sinnum lent í Keflavík í fimmtán ferðum

Hjalti Páll Þórarinsson hjá Markaðsstofu Norðurlands segir í samtali við Stundina að af 15 ferðum Super Break til Akureyrar hafi endað með því að í sex skipti hafi verið lent í Keflavík. „Það er í raun miklu hærra hlutfall heldur en við heimamenn teljum að hafi þurft að vera. Það gerðist að minnsta kosti tvisvar að það var ákveðið kvöldið áður að flogið yrði til Keflavíkur, vegna slæmrar veðurspár að sögn. Sérstaklega þótti okkur það gremjulegt í annað skiptið því um hádegi daginn sem vélin átti að lenda var vindur fjórir hnútar og sólskin. Við erum ekki alveg sammála því að ekki hafi verið hægt að lenda þá. Super Break samdi við pólskt flugfélag sem heitir Enterer og það er í raun ekki við ferðaskrifstofuna að sakast, það er flugfélagið sem hefur síðasta orðið í þessum efnum. Ég ætla ekkert að segja um ástæðurnar fyrir þessu en svona var þetta.“

Anna Kolbrún bendir jafnframt á að Flugþróunarsjóður, sem settur var á laggirnar í október 2015, eigi samkvæmt samþykktum bara að starfa til ársins 2019. Þó er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun 2019-2023 að sjóðurinn muni starfa lengur en svo, en í eitthvað smærra sniði. Raunar er það svo að hagsmunaaðilar hafa lýst því að sá sjóður hafi alls ekki náð að sinna sínu hlutverki eins og til var ætlast, en markmiðið með honum var að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða svo koma mætti á reglulegu millilandaflugi til Akureyrar og Egilsstaða. Hins vegar hafi komið í ljós að stuðningur sjóðsins samræmist ekki reglum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, og því hafi ekki verið hægt að úthluta úr honum fjármunum eins og vonast var til. Því sé enn mikilvægara en ella að styrkja stöðu flugvallanna á landsbyggðinni, meðal annars með jöfnun eldsneytisverðs.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár