Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þotueldsneyti mikið dýrara á landsbyggðinni en í Keflavík

Stend­ur upp­bygg­ingu milli­landa­flugs á lands­byggð­ar­flug­velli fyr­ir þrif­um. 7,7 pró­sent­um dýr­ara á Ak­ur­eyri og 15 pró­sent­um dýr­ara á Eg­ils­stöð­um.

Þotueldsneyti mikið dýrara á landsbyggðinni en í Keflavík
Dýrara á landsbyggðinni Mun dýrara er að kaupa þotueldsneyti á Akureyri og Egilstöðum heldur en í Keflavík. Mynd: Isavia

Eldsneyti á flugvélar í millilandaflugi er 15,2 prósentum dýrara á Egilstöðum, og 7,7 prósentum dýrara á Akureyri, en í Keflavík. Á sama tíma er venjulegt eldsneytisverð, á bifreiðar og vinnuvélar og til innanlandsflugs, því sem næst hið sama um allt land. Ástæða þess er sú að starfræktur er flutningsjöfnunarsjóður olíuvara, sem nýttur er til að jafna verð á eldsneyti til notkunar innanlands. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, segir að þessi staða standi uppbyggingu millalandsflugs til Akureyrar og Egilsstaða fyrir þrifum og hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis lækka skuli eldsneytisverð í  millilandaflugi.

Þingsályktunartillaga Önnu Kolbrúnar, sem jafnframt er flutt af öllum þingmönnum Miðflokksins, gerir ráð fyrir að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirbúi í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra lagafrumvarp þar sem gerðar verði ráðstafanir til að lækka eldsneytisverð til millilandaflugs. Með slíkri lækkun styrktist staða ferðaþjónustu á landsbyggðinni og ýtt yrði undir dreifingu ferðamanna um landið, að mati flutningsmanna.

„Það er 350 þúsund krónum dýrara að tanka á Egilstöðum heldur en í Keflavík“

Samkvæmt ársgömlum upplýsingum frá Isavia, sem Markaðsstofa Norðurlands aflaði, er 7,7 prósenta verðmunur á þotueldsneyti á milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrarflugvallar. Þá er 15,2 prósentum dýrara að kaupa eldsneytið á Egilsstöðum heldur en í Keflavík.

Skekkir samkeppnisstöðu

Anna Kolbrún ÁrnadóttirÞingmenn Miðflokksins vilja að eldsneytisverð í millilandaflugi verði jafnað.

Anna Kolbrún segir í samtali við Stundina að þetta þýði auðvitað að samkeppnisstaða landsbyggðarflugvallanna sé skökk í samanburði við Keflavíkurflugvöll. „Ef við ímyndum okkur venjulega farþegaþotu, sem tekur þetta í kringum 200 farþega, þá kostar það 175 þúsund krónum meira að taka eldsneyti á Akureyri heldur en í Keflavík. Við erum síðan að tala um að það er 350 þúsund krónum dýrara að tanka á Egilstöðum heldur en í Keflavík.

Í þessu samhengi ætti fólk að velta fyrir sér af hverju flugvélar bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, sem eru að fljúga til Akureyrar í tilraun til að markaðssetja sig á þeim áfangastað, af hverju þær hafa valið oftar en einu sinni að snúa vélum til Keflavíkur frekar en til Egilsstaða þegar ekki hefur verið hægt að lenda á Akureyri. Raunar er það svo samkvæmt mínum upplýsingum að sannarlega er eitt tilfelli þar sem alveg er ljóst að vél frá þeim gat ekki lent á Akureyri vegna aðstæðna þar en mér er líka sagt að það sé í einhverjum tilfellum málum blandið að ekki hafi verið hægt að lenda fyrir norðan þegar ákveðið var að lenda í Keflavík.“

Sex sinnum lent í Keflavík í fimmtán ferðum

Hjalti Páll Þórarinsson hjá Markaðsstofu Norðurlands segir í samtali við Stundina að af 15 ferðum Super Break til Akureyrar hafi endað með því að í sex skipti hafi verið lent í Keflavík. „Það er í raun miklu hærra hlutfall heldur en við heimamenn teljum að hafi þurft að vera. Það gerðist að minnsta kosti tvisvar að það var ákveðið kvöldið áður að flogið yrði til Keflavíkur, vegna slæmrar veðurspár að sögn. Sérstaklega þótti okkur það gremjulegt í annað skiptið því um hádegi daginn sem vélin átti að lenda var vindur fjórir hnútar og sólskin. Við erum ekki alveg sammála því að ekki hafi verið hægt að lenda þá. Super Break samdi við pólskt flugfélag sem heitir Enterer og það er í raun ekki við ferðaskrifstofuna að sakast, það er flugfélagið sem hefur síðasta orðið í þessum efnum. Ég ætla ekkert að segja um ástæðurnar fyrir þessu en svona var þetta.“

Anna Kolbrún bendir jafnframt á að Flugþróunarsjóður, sem settur var á laggirnar í október 2015, eigi samkvæmt samþykktum bara að starfa til ársins 2019. Þó er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun 2019-2023 að sjóðurinn muni starfa lengur en svo, en í eitthvað smærra sniði. Raunar er það svo að hagsmunaaðilar hafa lýst því að sá sjóður hafi alls ekki náð að sinna sínu hlutverki eins og til var ætlast, en markmiðið með honum var að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða svo koma mætti á reglulegu millilandaflugi til Akureyrar og Egilsstaða. Hins vegar hafi komið í ljós að stuðningur sjóðsins samræmist ekki reglum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, og því hafi ekki verið hægt að úthluta úr honum fjármunum eins og vonast var til. Því sé enn mikilvægara en ella að styrkja stöðu flugvallanna á landsbyggðinni, meðal annars með jöfnun eldsneytisverðs.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár