Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fangelsismálastjóri segir útgáfu ársskýrslna vera „peningasóun“

Töl­fræði um starf­semi stofn­un­ar­inn­ar síð­ustu fjög­ur ár ekki birt á heima­síðu fyrr en eft­ir fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Tæpt hálft ár tók að færa gögn inn á nýja heima­síðu. Hef­ur vald­ið vand­ræð­um á Al­þingi.

Fangelsismálastjóri segir útgáfu ársskýrslna vera „peningasóun“
Gefa ekki út ársskýrslur Fangelsismálastofnun telur útgáfu hefðbundinni ársskýrslna vera „peningasóun“. Þess í stað er valin tölfræði birt á heimasíðu stofnunarinnar.

Fangelsismálastofnun hefur ekki birt hefðbundna ársskýrslu um árabil heldur eingöngu tölfræði um fullnustu refsinga, samsetningu þess hóps sem afplánað hefur í fangelsum og aðrar tölfræðiupplýsingar af slíkum toga. Í ofanálag var ekki að finna slíkar tölfræðiupplýsingar á heimasíðu stofnunarinnar um árin 2014 til 2016 fyrr en um þær voru færðar þar inn um liðna helgi, eftir að Stundin grennslaðist fyrir um það hjá stofnuninni hverju það sætti að upplýsingarnar væru ekki birtar. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að stofnunin hafi hætt að gefa út ársskýrslur þar sem það hafi bara verið „peningasóun“.

Tölfræði ekki birt, að sögn vegna anna

Þar til um liðna helgi var aðeins að finna tölfræði til ársins 2013 inni á heimasíðu Fangelsismálastofnunar. Eftir að Stundin hafði samband í liðinni viku og óskaði eftir svörum um hverju það sætti voru upplýsingar fyrir árin 2014 til 2016 færðar inn. Samkvæmt upplýsingum frá Hafdísi Guðmundsdóttur, skrifstofustjóra Fangelsismálastofnunar, hafði staðið til að uppfæra upplýsingarnar um talsvert skeið en það ekki tekist vegna anna. Ástæðan fyrir vöntun á þessum gögnum hafi verið sú að ný heimasíða hafi verið tekin í notkun hjá stofnuninni og ekki hafi gefist tími til að færa inn nýjar tölur síðan hún hafi verið sett í loftið, ekki fyrr en nú. Umrædd heimasíða var tekin í notkun 23. október 2017.

„Við hættum að gefa út ársskýrslur á sínum tíma vegna þess að þetta var bara peningasóun“

Vöntun á gögnum veldur vandræðum

Stundin hefur heimildir fyrir því að vöntun á þessum tölfræðigögnum inni á heimasíðu Fangelsismálastofnunar hafi valdið því að við samningu lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna er snúa að fangelsismálum, hafi þingmenn stuðst við úrelta tölfræði. Áður en slík þingmál voru lögð fram hafi umræddir þingmenn þó áttað sig á að það væri ótækt og hafi framlagningu frumvarpsins því verið frestað á meðan þess var freistað að nálgast nýjar tölur frá Fangelsismálastofnun.

Síðasta ársskýrsla stofnunarinnar á hefðbundnu sniði sem birt er á heimasíðu hennar er fyrir árið 2003. Í henni er að finna tölfræði sambærilega þeirri sem birt hefur verið seinni ár, og nefnd ársskýrsla, en þó ítarlegri. Auk þess er þar einnig að finna almenna umfjöllun um fangelsin í landinu, umfjöllun um Fangavarðaskóla Íslands, um sálfræðiþjónustu í fangelsum, um fjárhag og starfsemi fangelsiskerfisins og jafnframt umfjöllun um rannsóknir á félagslegri stöðu fanga. Slíkar upplýsingar er ekki að finna í nýrri ársskýrslun, en þess ber þó að geta að hægt er að nálgast ýmsar almennar upplýsignar inni á heimasíðu Fangelsismálastofnunar.

Gögn tiltæk beri fólk sig eftir þeim

Páll WinkelFangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir að tölfræðiupplýsingar um starfsemi Fangelsismálastofnunar hafi ekki verið birtar á heimasíðu stofnunarinnar hafi þær verið aðgengilegar öllum sem hringdu og báðu um þær.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, sagði í síðustu viku, þegar Stundin hafði samband við hann, að þrátt fyrir vöntun á hefðbundnum ársskýrslum inni á heimasíðu stofnunarinnar séu allar upplýsingar tiltækar innan stofnunarinnar, ef fólk bara beri sig eftir þeim. „Við hættum að gefa út ársskýrslur á sínum tíma vegna þess að þetta var bara peningasóun, við vorum að prenta þetta í hundruðum eintaka og svo framvegis. Tölfræðiupplýsingar eru allar tiltækar og eru birtar hjá okkur, við birtum þær bara ekki í því formi að vera sérstök ársskýrsla. Þessi tölfræði er öll fyrirliggjandi þó hún hafi ekki verið birt og þeir sem óska eftir henni geta fengið hana ef haft er samband við okkur.“ Hvað varðar það að inni á heimasíðunni væru ekki upplýsingar fyrir síðustu fjögur ár vísaði Páll á Hafdísi Guðmundsdóttur skrifstofustjóra.

„Það er svona málum blandið hvað er ársskýrsla“ 

Nýtti páskafríið til að uppfæra tölur

Stundin hafði þá samband við Hafdísi sem svaraði því til að það væri á lokastigum að uppfæra tölurnar inn á heimasíðu stofnunarinnar. Hún hefði nýtt páskafríið sitt til að vinna þá vinnu. Vöntun á tölfræði stafaði af því að ekki hefði gefist tími til að færa inn á nýja heimasíðu, frá því hún var sett í loftið í október síðastliðnum. „Þetta hefur tekið lengri tíma í vinnslu en var venjan. Tölurnar hafa verið kannski 98 prósent réttar en ekki tekist að klára þetta fullkomlega. Tölurnar voru birtar í súluritum á gömlu síðunni, það var ekki farið alveg í að gera þessar miklu töflur sem nú eru birtar. Á gömlu síðunni voru uppfærðar tölur í súlum um það sem fólk spurði mest um. Eftir að þessi nýja síða fór í loftið þá vantaði þetta. Það hefur hins vegar aldrei staðið á tölfræði ef einhver hringir í okkur. Þeir sem hafa við okkur samband myndu geta fengið gögn fyrir þessi ár, 2014, 2105, 2016 og jafnvel hluta af gögnum fyrir árið 2017.“

Telja sig ekki skyldug til að birta ársskýrslur

Spurð hvort eðlilegt sé að opinber stofnun birti ekki ársskýrslur á hefðbundnu formi segir Hafdís að Fangelsismálastofnun sé ekki skyldug til þess. „Það er svona málum blandið hvað er ársskýrsla, sumir segja að það sé bara um fjármálin.“ Þegar blaðamaður benti á að þar væru um ársreikninga að ræða sem ljóst væri að allir þyrftu að skila en ekki ársskýrslur, endurtók Hafdís að stofnunin teldi sér ekki skylt að skila hefðbundinni ársskýrslu.

Samkvæmt upplýsingum sem Stundin aflaði úr forsætisráðuneytinu er ekki að finna í lögum almenna skyldu stofnanna til að standa skil á ársskýrslum. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu segir: „Hins vegar er víðast hvar að finna slíka skyldu í lögum um hlutaðeigandi stofnanir, s.s. í lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, lögum um Samgöngustofu, lögum um útlendinga (Útlendingastofnun), lögum um Vegagerðina, lögum um Seðlabanka Íslands o.fl. Þá er yfirleitt kveðið á um það í viðkomandi lögum að birta beri skýrsluna. Auk þessa er almennt talið að ráðherrar geti, í ljósi yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks síns, óskað eftir upplýsingum um starfsemina frá þeim stofnunum sem undir þá heyra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár