Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Utanríkisráðuneytið ekki haft samband við yfirvöld í Rojava og Írak vegna Hauks

Hvorki að­stand­end­ur Hauks Hilm­ars­son­ar né ut­an­rík­is­mála­nefnd Al­þing­is hafa feng­ið um­beð­in gögn um leitarað­gerð­ir ráðu­neyt­is­ins.

Utanríkisráðuneytið ekki haft samband við yfirvöld í Rojava og Írak vegna Hauks

Utanríkisráðuneytið kveðst enn ekki hafa fengið staðfest hvort Haukur Hilmarsson hafi yfir höfuð farið til Sýrlands né hvernig hann komst þangað. Rúmur mánuður er liðinn síðan fregnir bárust af því að Haukur hefði fallið í hernaðaraðgerðum Tyrkja gegn Kúrdum í norðurhluta Sýrlands. 

Haukur Hilmarsson

Ráðuneytið hefur ekki haft samband við yfirvöld í Rojava, sjálfstjórnarríki Kúrda, til að spyrjast fyrir um afdrif hans og heldur ekki haft samband við yfirvöld í Írak þrátt fyrir að fram hafi komið í fjölmiðlum að Haukur hafi komist til Sýrlands í gegnum Írak. 

„Utanríkisráðuneytið hefur ekki haft samband við yfirvöld í Rojava enda er upplýsingaöflun á þessu svæði eftir formlegum leiðum því sem næst ómöguleg samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins frá vinaþjóðum,“ segir meðal annars í svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Þar segir jafnframt: „Ekki hefur verið haft samband við stjórnvöld í Írak enda benda fyrirliggjandi upplýsingar ekki til að Haukur hafi farið þangað.“ Þetta kemur á óvart í ljósi þess að fram kom í yfirlýsingu  International Freedom Battalion, hóps sósíalista og anarkista sem Haukur barðist með, í mars að Haukur hefði verið sendur frá Sýrlandi til Íraks og snúið svo aftur til að berjast með hersveitinni. 

Upplýsingum haldið frá aðstandendum og Alþingi

Enn hafa hvorki aðstandendur Hauks Hilmarssonar né utanríkismálanefnd Alþingis fengið í hendur gögn um leitina að Hauki sem óskað var eftir frá utanríkisþjónustunni um miðjan mars.

Stundin hefur verið í sambandi við aðstandendur og vini Hauks sem hafa hringt hundruð símtala og leitað ótal leiða til að grafast fyrir um afdrif hans.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið sem mannshvarf, en þær upplýsingar sem embættið hefur fengið byggja nær alfarið á þeirri sjálfstæðu eftirgrennslan aðstandenda. 

Eva Hauksdóttir

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, bíður þess enn að fá afhent öll tiltæk gögn um þær aðgerðir sem utanríkisráðuneytið hefur gripið til í því skyni að finna Hauk. Hún upplýsti um það í Víglínunni á Stöð 2 í gær að ráðuneytið hygðist afhenda henni gögnin á mánudaginn. 

Utanríkismálanefnd Alþingis hefur heldur ekki fengið minnisblað um málið sem óskað var eftir að frumkvæði Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Í svari utanráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að minnisblaðið sé enn í vinnslu og verði líklega sent nefndinni í næstu viku.

Segir röksemdir ráðuneytisins til 
marks um sinnuleysi og vanrækslu

Snorri Páll Jónsson, vinur Hauks Hilmarssonar til margra ára, furðar sig á því að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft samband við yfirvöld í Rojava og Írak og segir að upplýsingaleyndin um leitaraðgerðir ráðuneytisins hafi bitnað á viðleitni aðstandenda til að finna Hauk. 

Snorri Páll Jónsson

„Það er virkilega slæmt að fjölskylda og aðrir aðstandendur hafi ekki enn fengið gögn um leitina að Hauki. Fyrir það fyrsta er ómögulegt að treysta því að verið sé að vinna að þessu máli af fullum þunga og heilindum ef aðstandendur fá ekki upplýsingar og gögn um það sem verið er að gera. Það þarf að ríkja fullt traust milli aðstandenda og yfirvalda í sérstöku máli eins og þessu, til þess einfaldlega að hinir fyrrnefndu geti upplifað ákveðna ró og fullvissu um að verið sé að sinna því,“ segir Snorri. 

„Við þetta bætist síðan viðhorfið sem vinir og aðstandendur hafa mætt frá utanríkisráðuneytinu, sem hefur alls ekki ýtt undir slíkt traust. Til að mynda vildi utanríkisráðherra ekki funda með aðstandendum fyrr en fjölskyldumeðlimir mættu í ráðuneytið, kröfðust þess að fá að ræða við hann og neituðu að hafa sig á brott fyrr en fengist hefði fundur næsta dag, en þann dag ræddi hann einmitt fyrst við utanríkisráðherra Tyrklands. Skömmu síðast bárust okkur upplýsingar frá okkar heimildamönnum – sem síðar fengust svo staðfestar – sem bentu til þess að ekki hefði verið haft samband við varnarmálaráðherra Tyrklands, en maður hefði jú haldið að það væri eitt það fyrsta sem ráðuneytið gerði. Allt þetta, annars vegar upplýsingaskorturinn og hins vegar viðhorfið og þær heimildir sem við nálgumst með okkar leiðum um störf ráðuneytisins, allt saman skapar þetta vantraust.“

„Þegar við fáum núna staðfestingu á því
að ráðuneytið hafi hvorki haft samband
við yfirvöld í Rojava né í Írak þá fallast
manni einfaldlega hendur“

Snorri bendir á að aðstandendur hafi sjálfir leitað ýmissa leiða til að grafast fyrir um afdrif Hauks. „Utanríkisráðuneytið er meðvitað um það og hefur fengið einhverjar upplýsingar frá okkur. Þau vita að þau hafa ákveðinn aðgang að okkur, en hafa ekki nýtt sér það. Reyndar hafa þau frá því að leitin hófst ekki spurt okkur svo mikið sem einnar spurningar að eigin frumkvæði um það sem við höfum komist að. En það sem meira er, það getur beinlínis hamlað okkar sjálfstæðu rannsókn að vita ekki hvað stjórnvöld hafa gert og í hverju þeirra leitaraðgerðir felast. Þegar við fáum núna staðfestingu á því frá fjölmiðlum að utanríkisráðuneytið hafi ekki talað við þau pólitísku yfirvöld sem borðleggjandi er að ræða við, hvorki haft samband við yfirvöld í Rojava né í Írak, þá fallast manni einfaldlega hendur. Þetta er eitthvað sem við hefðum þá auðvitað fyrir löngu reynt að gera sjálf eftir óhefðbundnum leiðum. Það liggur í augum uppi að hlutverk íslenskra stjórnvalda er að hafa samband við stjórnvöld annarra ríkja – eða sjálfstjórnarsvæða, líkt og í tilfelli Rojava – á meðan við reynum að finna Hauk eftir þeim leiðum sem okkur eru færar.“

Snorri telur skýringar utanríkis-ráðuneytisins á því að ekki var haft samband við yfirvöld í Írak og Rojava ekki halda vatni. „Þessi röksemdafærsla er einungis til marks um algjört sinnuleysi og vanrækslu. Þar að auki stangast hún á við þau svör ráðuneytisins að unnið hafi verið út frá vísbendingum frá fjölskyldu, af netinu og úr fjölmiðlum. Það er til að mynda alrangt að ekkert bendi til þess að Haukur hafi verið í Írak, enda kemur skýrt fram í yfirlýsingu International Freedom Batallion að hann hafi áður reynt að komast til Rojava í gegnum Írak. Hvað Rojava varðar er það auðvitað út í hött að þangað hafi ekki verið haft samband sökum þess eins að „vinaþjóðir“ Íslands hafi sagt nær ómögulegt að fá þaðan upplýsingar með formlegum leiðum. Það gefur augaleið að utanríkisráðuneytið mun ekki komast að því hvort hægt sé að afla þaðan upplýsinga drattist það ekki einu sinni til þess að reyna.“ 

Svör ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar:

1. Hafa aðstandendur Hauks Hilmarssonar fengið aðgang að gögnum um leit ráðuneytisins að honum?

„Þessi spurning varðar einkamálefni einstaklinga og því er utanríkisráðuneytinu ekki unnt að svara henni, sbr. 9. grein upplýsingalaga.“

2. Hefur utanríkismálanefnd Alþingis fengið umbeðin gögn um leitina að Hauki Hilmarssyni, svo sem minnisblöð eða annað?

„Utanríkismálanefnd Alþingis hefur verið upplýst um framvindu málsins og fóru fulltrúar utanríkisráðuneytisins á fund nefndarinnar 14. mars síðastliðinn. Utanríkismálanefnd verður áfram upplýst um stöðu mála, meðal annars á grundvelli minnisblaðs sem er í vinnslu og verðu væntanlega sent nefndinni í næstu viku.“

3. Hvenær hafði ráðuneytið fyrst samband við varnarmálaráðuneyti Tyrklands?

„Um leið og óstaðfestar fregnir bárust um að Haukur Hilmarsson hefði fallið í átökum í Afrin hóf utanríkisráðuneytið eftirgrennslan með fyrirspurnum til tyrkneskra stjórnvalda, fyrst í gegnum ræðismenn Íslands í Tyrklandi, svo með samtölum við sendiherra Tyrklands í Ósló og hermálafulltrúa Tyrklands hjá Atlantshafsbandalaginu. 13. mars var svo formlega farið fram á fund með varnarmálaráðherra Tyrklands. Símafundur utanríkisráðherra og tyrkneska varnarmálaráðherrans fór fram 19. mars. Áður hafði utanríkisráðherra rætt við utanríkisráðherra Tyrklands um mál Hauks og félags- og jafnréttisráðherra átt fund með fjölskyldumálaráðherra Tyrklands um sama mál. Frá upphafi hafa utanríkisráðuneytið, sendiskrifstofur og ræðismenn lagt allt kapp á að komast að afdrifum Hauks.“

4. Hafa íslensk yfirvöld fengið staðfest hvort og hvernig Haukur komst til Sýrlands?

„Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið staðfest hvort og þá hvernig Haukur Hilmarsson komst til Sýrlands. Hins vegar hafa fengist nokkuð áreiðanlegar vísbendingar um veru Hauks í Sýrlandi frá fjölskyldu hans, á netinu og í fjölmiðlum og því er unnið út frá því að hann hafi verið þar.“

5. Hefur ráðuneytið haft samband við a) Sýrlandsstjórn b) yfirvöld í Rojava og c) yfirvöld í Írak vegna leitarinnar að Hauki?

„Þann 7. mars, daginn eftir að óstaðfestar fréttir bárust um að Haukur hefði fallið í Afrin, var haft samband við sýrlensk stjórnvöld í gegnum ræðismann Íslands í Damaskus til að grennslast fyrir um afdrif hans. Svar barst 11. mars en því miður höfðu sýrlensk stjórnvöld engum gagnlegum upplýsingum að miðla um málið. Utanríkisráðuneytið hefur ekki haft samband við yfirvöld í Rojava enda er upplýsingaöflun á þessu svæði eftir formlegum leiðum því sem næst ómöguleg samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins frá vinaþjóðum. Auk þess fara Tyrkir með yfirráð yfir því svæði þar sem óttast er að Haukur hafi látið lífið en sem fyrr segir hefur ítrekað verið haft samband við tyrknesk stjórnvöld um málið. Ekki hefur verið haft samband við stjórnvöld í Írak enda benda fyrirliggjandi upplýsingar ekki til að Haukur hafi farið þangað. Hins vegar hefur sendiráð Íslands í Stokkhólmi verið í sambandi við samtök Kúrda í Stokkhólmi en félagar í þeim koma flestir frá Írak.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
4
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
6
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
9
Þekking

Risa­hell­ir fund­inn á tungl­inu: Verð­ur hann fyrsti ból­stað­ur okk­ar?

Það var til marks um stórt skref í þró­un­ar­sögu manns­ins þeg­ar fyrstu hóp­ar manna hættu að leita sér næt­urstað­ar á víða­vangi held­ur sett­ust að í hell­um. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þró­un­ar­ferli manns­ins að setj­ast að á öðr­um hnetti en okk­ar heimaplán­etu og þá ein­mitt í helli — á tungl­inu. Langt er síð­an vís­inda­menn átt­uðu...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
1
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
4
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár