Fjármálaáætlun eins og „plástur yfir gröft“

Formað­ur Ör­ykja­banda­lags­ins seg­ir fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar muni auka á fé­lags­leg vanda­mál. Af­nema  þurfi krónu á móti krónu skerð­ing­ar taf­ar­laust.

Fjármálaáætlun eins og „plástur yfir gröft“
Kjör öryrkja ekki bætt Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ekki taka á vandamálum sem öryrkjar glíma við. Mynd: Öryrkjabandalag Íslands

Engar ráðstafanir eru boðaðar í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að bæta kjör öryrkja heldur eru aukin framlög eingöngu miðuð við fjölgun fólks á örorku. Formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) segir áætlunina ekki innihalda lausnir heldur muni hún viðhalda félagslegum vandamálum, og auka á þau. „Það er ekki verið að græða sár, sem við þurfum svo mjög á að halda, heldur er þetta eins og að setja plástur yfir gröft,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.

Þetta kemur fram í viðtali sem birt er við Þuríði Hörpu á síðu Öryrkjabandalagsins. Þuríður gagnrýnir að ekki standi til að hækka persónuafslátt þegar kemur að skattkerfisbreytingum heldur að lækka eigi tekjuskattsprósentu. Þeim sem minnst hafi myndi frekar gagnast hækkun persónuafsláttar.

Þuríður Harpa segir enn fremur að afnám krónu á móti krónu skerðinga í örorkubótakerfinu, sem boðað er að verði farið í á tímabilinu 2019-2023, þoli enga bið. Afnema verði skerðingarnar nú þegar því með þeim sé verið að halda öryrkjum föstum í fátæktargilldru, „með kerfisbundnu ofbeldi. Því verður að ljúka strax. Það sjá það allir að það gengur ekki að einum þjóðfélagshópi sé beinlínis refsað fyrir sjálfsbjargarviðleitni,“ segir Þuríður Harpa. Ekki sé eftir neinu að bíða, hægt sé að afnema skerðingarnar strax í dag.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár