Fjármálaáætlun eins og „plástur yfir gröft“

Formað­ur Ör­ykja­banda­lags­ins seg­ir fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar muni auka á fé­lags­leg vanda­mál. Af­nema  þurfi krónu á móti krónu skerð­ing­ar taf­ar­laust.

Fjármálaáætlun eins og „plástur yfir gröft“
Kjör öryrkja ekki bætt Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ekki taka á vandamálum sem öryrkjar glíma við. Mynd: Öryrkjabandalag Íslands

Engar ráðstafanir eru boðaðar í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að bæta kjör öryrkja heldur eru aukin framlög eingöngu miðuð við fjölgun fólks á örorku. Formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) segir áætlunina ekki innihalda lausnir heldur muni hún viðhalda félagslegum vandamálum, og auka á þau. „Það er ekki verið að græða sár, sem við þurfum svo mjög á að halda, heldur er þetta eins og að setja plástur yfir gröft,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.

Þetta kemur fram í viðtali sem birt er við Þuríði Hörpu á síðu Öryrkjabandalagsins. Þuríður gagnrýnir að ekki standi til að hækka persónuafslátt þegar kemur að skattkerfisbreytingum heldur að lækka eigi tekjuskattsprósentu. Þeim sem minnst hafi myndi frekar gagnast hækkun persónuafsláttar.

Þuríður Harpa segir enn fremur að afnám krónu á móti krónu skerðinga í örorkubótakerfinu, sem boðað er að verði farið í á tímabilinu 2019-2023, þoli enga bið. Afnema verði skerðingarnar nú þegar því með þeim sé verið að halda öryrkjum föstum í fátæktargilldru, „með kerfisbundnu ofbeldi. Því verður að ljúka strax. Það sjá það allir að það gengur ekki að einum þjóðfélagshópi sé beinlínis refsað fyrir sjálfsbjargarviðleitni,“ segir Þuríður Harpa. Ekki sé eftir neinu að bíða, hægt sé að afnema skerðingarnar strax í dag.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár