Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármálaáætlun eins og „plástur yfir gröft“

Formað­ur Ör­ykja­banda­lags­ins seg­ir fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar muni auka á fé­lags­leg vanda­mál. Af­nema  þurfi krónu á móti krónu skerð­ing­ar taf­ar­laust.

Fjármálaáætlun eins og „plástur yfir gröft“
Kjör öryrkja ekki bætt Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ekki taka á vandamálum sem öryrkjar glíma við. Mynd: Öryrkjabandalag Íslands

Engar ráðstafanir eru boðaðar í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að bæta kjör öryrkja heldur eru aukin framlög eingöngu miðuð við fjölgun fólks á örorku. Formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) segir áætlunina ekki innihalda lausnir heldur muni hún viðhalda félagslegum vandamálum, og auka á þau. „Það er ekki verið að græða sár, sem við þurfum svo mjög á að halda, heldur er þetta eins og að setja plástur yfir gröft,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.

Þetta kemur fram í viðtali sem birt er við Þuríði Hörpu á síðu Öryrkjabandalagsins. Þuríður gagnrýnir að ekki standi til að hækka persónuafslátt þegar kemur að skattkerfisbreytingum heldur að lækka eigi tekjuskattsprósentu. Þeim sem minnst hafi myndi frekar gagnast hækkun persónuafsláttar.

Þuríður Harpa segir enn fremur að afnám krónu á móti krónu skerðinga í örorkubótakerfinu, sem boðað er að verði farið í á tímabilinu 2019-2023, þoli enga bið. Afnema verði skerðingarnar nú þegar því með þeim sé verið að halda öryrkjum föstum í fátæktargilldru, „með kerfisbundnu ofbeldi. Því verður að ljúka strax. Það sjá það allir að það gengur ekki að einum þjóðfélagshópi sé beinlínis refsað fyrir sjálfsbjargarviðleitni,“ segir Þuríður Harpa. Ekki sé eftir neinu að bíða, hægt sé að afnema skerðingarnar strax í dag.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu