Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármálaáætlun eins og „plástur yfir gröft“

Formað­ur Ör­ykja­banda­lags­ins seg­ir fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar muni auka á fé­lags­leg vanda­mál. Af­nema  þurfi krónu á móti krónu skerð­ing­ar taf­ar­laust.

Fjármálaáætlun eins og „plástur yfir gröft“
Kjör öryrkja ekki bætt Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ekki taka á vandamálum sem öryrkjar glíma við. Mynd: Öryrkjabandalag Íslands

Engar ráðstafanir eru boðaðar í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að bæta kjör öryrkja heldur eru aukin framlög eingöngu miðuð við fjölgun fólks á örorku. Formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) segir áætlunina ekki innihalda lausnir heldur muni hún viðhalda félagslegum vandamálum, og auka á þau. „Það er ekki verið að græða sár, sem við þurfum svo mjög á að halda, heldur er þetta eins og að setja plástur yfir gröft,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.

Þetta kemur fram í viðtali sem birt er við Þuríði Hörpu á síðu Öryrkjabandalagsins. Þuríður gagnrýnir að ekki standi til að hækka persónuafslátt þegar kemur að skattkerfisbreytingum heldur að lækka eigi tekjuskattsprósentu. Þeim sem minnst hafi myndi frekar gagnast hækkun persónuafsláttar.

Þuríður Harpa segir enn fremur að afnám krónu á móti krónu skerðinga í örorkubótakerfinu, sem boðað er að verði farið í á tímabilinu 2019-2023, þoli enga bið. Afnema verði skerðingarnar nú þegar því með þeim sé verið að halda öryrkjum föstum í fátæktargilldru, „með kerfisbundnu ofbeldi. Því verður að ljúka strax. Það sjá það allir að það gengur ekki að einum þjóðfélagshópi sé beinlínis refsað fyrir sjálfsbjargarviðleitni,“ segir Þuríður Harpa. Ekki sé eftir neinu að bíða, hægt sé að afnema skerðingarnar strax í dag.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár