Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Athugasemdakerfi uppfull af hatursorðræðu vegna frétta af morðmáli

Fram­kvæmda­stýra Mann­rétt­inda­skrif­stofu seg­ir fulla ástæðu til að loka at­huga­semda­kerf­um þeg­ar flutt­ar eru frétt­ir af jað­ar­sett­um hóp­um. Verði ekki sporn­að gegn hat­ursorð­ræðu gæti það or­sak­að sam­fé­lags­rof.

Athugasemdakerfi uppfull af hatursorðræðu vegna frétta af morðmáli
Morðmál vekur upp rasisma Fréttaflutningur af aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða hefur orðið til þess að fjölmargir hafa tjáð sig á athugasemdakerfum fjölmiðla með rasískum hætti og lýst andúð á íslamstrú. Mynd: Af Facebook-síðu lögreglunnar

Fjölmiðlar ættu að loka fyrir athugasemdakerfi við ákveðnar fréttir þar sem umfjöllunarefnið er tengd hópum sem eru jaðarsettir í samfélaginu. Þetta segir framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands í samtali við Stundina.

Tilefni umælanna eru athugasemdir sem birtar hafa verið við fréttir netmiðla um aðalmeðferð í svokölluðu Hagamelsmáli sem nú stendur yfir. Sakborningurinn í málinu er frá Jemen og hafa fjölmargar athugasemdir einkennst af andúð á íslam og kynþáttafordómum.

Í málinu er Khaled Cairo, 39 ára gamall maður frá Jemen, ákærður fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna, 44 ára gamalli konu frá Lettlandi, að bana á heimili hennar að Hagamel í Reykjavík að kvöldi 21. september á síðasta ári. Aðalmeðferð í málinu hófst í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og hafa verið fluttar fréttir þaðan á netmiðlum, margar hverjar með óhuggulegum lýsingum.

Andúð á íslam áberandi

Í athugasemdakerfum fjölmiðla hafa birst gróf ummæli, bæði við fréttir af aðalmeðferðinni en einnig við aðrar og eldri fréttir af málinu. Þannig segir í einni athugasemd á Vísi: „Madurinn er fra yemen.ofgamuslimar eru thar I meirihluta.hann getur ekki falid sig a bak vid gedraskanir nema hann se ad vidurkenna islam.sem gedveiki“. Í annarri athugasemd segir: „Hann kemur úr íslömskum menningarheimi þar sem konur eru eign. Þær skulu vera heima, fela sig og hvað þá að að dirfast að senda öðrum mönnum skilaboð, dauðadaumur eða sýruárás til að "heiðurinn haldi sér " . Menningin sem vinstrillingar vilja flytja inn, þvi miður.“ [Málfarsvillur eru þeirra sem athugasemdirnar skrifa].

 „Vernd tjáningarfrelsins var ekki hugsuð til þess að einstaklingar gætu úthúðað öðrum einstaklingum á grundvelli húðlitar þeirra, trúarbragða eða uppruna“

Loka eða vakta athugsemdakerfi

Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, telur eðlilegt að fjömiðlar loki fyrir athugasemdr þegar ákveðnar fréttir eru birtar. „Þegar um er að ræða umfjallanir og fréttaflutning af hópum sem eru jaðarsettir í samfélaginu þá tel ég það þurfi að skoða gaumgæfilega. Ef það er ekki gert þá er í mínum huga alveg ljóst að fjölmiðlar verða að vakta athugasemdakerfin og fjarlægja hverja þá athugasemd sem á einhvern hátt er ósæmileg eða ærumeiðandi, að ég tali ekki um ef þær innibera hatursorðræðu.“

Tjáningarfrelsið ekki ótakmarkað

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur hvatt fjölmiðla til að setja sér siðareglur, bæði varðandi fréttaflutning en einnig hvað varðar athugasemdakerfi. Margrét segir það í sínum huga eiga að vera hluta af siðareglum fjölmiðla að loka á athugasemdakerfi þegar fjallað er um mál sem gætu vakið fordóma eða hatursorðræðu í garð ákveðinna hópa.

„Þá gæti einhver nefnt að slíkt væri til þess fallið að hefta tjáningarfrelsi en í því samhengi verðum við að muna að tjáningarfrelsið er ekki ótakmarkað. Réttur eins endar bara þar sem réttur næsta byrjar. Hatursorðræða er vaxandi vandamál í heiminum og ef ekkert er gert til að sporna gegn henni getum við hreinlega setið uppi með samfélagsrof, líkt og gerðist í Þýskalandi nasismans eða í fyrrum Júgóslavíu. Það þarf því að vega og meta þessa hluti,“ segir hún. 

„Í grunninn er tjáningarfrelsið auðvitað einn af hornsteinum samfélagsins en við megum ekki gleyma að hugsunin með því að vernda tjáningarfrelsið var ekki síst til að tryggja að einstaklingar byggju ekki við ofríki stjórnvalda, hefðu réttinn til að mótmæla og svo framvegis. Vernd tjáningarfrelsins var ekki hugsuð til þess að einstaklingar gætu úthúðað öðrum einstaklingum á grundvelli húðlitar þeirra, trúarbragða eða uppruna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár