Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Athugasemdakerfi uppfull af hatursorðræðu vegna frétta af morðmáli

Fram­kvæmda­stýra Mann­rétt­inda­skrif­stofu seg­ir fulla ástæðu til að loka at­huga­semda­kerf­um þeg­ar flutt­ar eru frétt­ir af jað­ar­sett­um hóp­um. Verði ekki sporn­að gegn hat­ursorð­ræðu gæti það or­sak­að sam­fé­lags­rof.

Athugasemdakerfi uppfull af hatursorðræðu vegna frétta af morðmáli
Morðmál vekur upp rasisma Fréttaflutningur af aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða hefur orðið til þess að fjölmargir hafa tjáð sig á athugasemdakerfum fjölmiðla með rasískum hætti og lýst andúð á íslamstrú. Mynd: Af Facebook-síðu lögreglunnar

Fjölmiðlar ættu að loka fyrir athugasemdakerfi við ákveðnar fréttir þar sem umfjöllunarefnið er tengd hópum sem eru jaðarsettir í samfélaginu. Þetta segir framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands í samtali við Stundina.

Tilefni umælanna eru athugasemdir sem birtar hafa verið við fréttir netmiðla um aðalmeðferð í svokölluðu Hagamelsmáli sem nú stendur yfir. Sakborningurinn í málinu er frá Jemen og hafa fjölmargar athugasemdir einkennst af andúð á íslam og kynþáttafordómum.

Í málinu er Khaled Cairo, 39 ára gamall maður frá Jemen, ákærður fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna, 44 ára gamalli konu frá Lettlandi, að bana á heimili hennar að Hagamel í Reykjavík að kvöldi 21. september á síðasta ári. Aðalmeðferð í málinu hófst í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og hafa verið fluttar fréttir þaðan á netmiðlum, margar hverjar með óhuggulegum lýsingum.

Andúð á íslam áberandi

Í athugasemdakerfum fjölmiðla hafa birst gróf ummæli, bæði við fréttir af aðalmeðferðinni en einnig við aðrar og eldri fréttir af málinu. Þannig segir í einni athugasemd á Vísi: „Madurinn er fra yemen.ofgamuslimar eru thar I meirihluta.hann getur ekki falid sig a bak vid gedraskanir nema hann se ad vidurkenna islam.sem gedveiki“. Í annarri athugasemd segir: „Hann kemur úr íslömskum menningarheimi þar sem konur eru eign. Þær skulu vera heima, fela sig og hvað þá að að dirfast að senda öðrum mönnum skilaboð, dauðadaumur eða sýruárás til að "heiðurinn haldi sér " . Menningin sem vinstrillingar vilja flytja inn, þvi miður.“ [Málfarsvillur eru þeirra sem athugasemdirnar skrifa].

 „Vernd tjáningarfrelsins var ekki hugsuð til þess að einstaklingar gætu úthúðað öðrum einstaklingum á grundvelli húðlitar þeirra, trúarbragða eða uppruna“

Loka eða vakta athugsemdakerfi

Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, telur eðlilegt að fjömiðlar loki fyrir athugasemdr þegar ákveðnar fréttir eru birtar. „Þegar um er að ræða umfjallanir og fréttaflutning af hópum sem eru jaðarsettir í samfélaginu þá tel ég það þurfi að skoða gaumgæfilega. Ef það er ekki gert þá er í mínum huga alveg ljóst að fjölmiðlar verða að vakta athugasemdakerfin og fjarlægja hverja þá athugasemd sem á einhvern hátt er ósæmileg eða ærumeiðandi, að ég tali ekki um ef þær innibera hatursorðræðu.“

Tjáningarfrelsið ekki ótakmarkað

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur hvatt fjölmiðla til að setja sér siðareglur, bæði varðandi fréttaflutning en einnig hvað varðar athugasemdakerfi. Margrét segir það í sínum huga eiga að vera hluta af siðareglum fjölmiðla að loka á athugasemdakerfi þegar fjallað er um mál sem gætu vakið fordóma eða hatursorðræðu í garð ákveðinna hópa.

„Þá gæti einhver nefnt að slíkt væri til þess fallið að hefta tjáningarfrelsi en í því samhengi verðum við að muna að tjáningarfrelsið er ekki ótakmarkað. Réttur eins endar bara þar sem réttur næsta byrjar. Hatursorðræða er vaxandi vandamál í heiminum og ef ekkert er gert til að sporna gegn henni getum við hreinlega setið uppi með samfélagsrof, líkt og gerðist í Þýskalandi nasismans eða í fyrrum Júgóslavíu. Það þarf því að vega og meta þessa hluti,“ segir hún. 

„Í grunninn er tjáningarfrelsið auðvitað einn af hornsteinum samfélagsins en við megum ekki gleyma að hugsunin með því að vernda tjáningarfrelsið var ekki síst til að tryggja að einstaklingar byggju ekki við ofríki stjórnvalda, hefðu réttinn til að mótmæla og svo framvegis. Vernd tjáningarfrelsins var ekki hugsuð til þess að einstaklingar gætu úthúðað öðrum einstaklingum á grundvelli húðlitar þeirra, trúarbragða eða uppruna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár