Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Athugasemdakerfi uppfull af hatursorðræðu vegna frétta af morðmáli

Fram­kvæmda­stýra Mann­rétt­inda­skrif­stofu seg­ir fulla ástæðu til að loka at­huga­semda­kerf­um þeg­ar flutt­ar eru frétt­ir af jað­ar­sett­um hóp­um. Verði ekki sporn­að gegn hat­ursorð­ræðu gæti það or­sak­að sam­fé­lags­rof.

Athugasemdakerfi uppfull af hatursorðræðu vegna frétta af morðmáli
Morðmál vekur upp rasisma Fréttaflutningur af aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða hefur orðið til þess að fjölmargir hafa tjáð sig á athugasemdakerfum fjölmiðla með rasískum hætti og lýst andúð á íslamstrú. Mynd: Af Facebook-síðu lögreglunnar

Fjölmiðlar ættu að loka fyrir athugasemdakerfi við ákveðnar fréttir þar sem umfjöllunarefnið er tengd hópum sem eru jaðarsettir í samfélaginu. Þetta segir framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands í samtali við Stundina.

Tilefni umælanna eru athugasemdir sem birtar hafa verið við fréttir netmiðla um aðalmeðferð í svokölluðu Hagamelsmáli sem nú stendur yfir. Sakborningurinn í málinu er frá Jemen og hafa fjölmargar athugasemdir einkennst af andúð á íslam og kynþáttafordómum.

Í málinu er Khaled Cairo, 39 ára gamall maður frá Jemen, ákærður fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna, 44 ára gamalli konu frá Lettlandi, að bana á heimili hennar að Hagamel í Reykjavík að kvöldi 21. september á síðasta ári. Aðalmeðferð í málinu hófst í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og hafa verið fluttar fréttir þaðan á netmiðlum, margar hverjar með óhuggulegum lýsingum.

Andúð á íslam áberandi

Í athugasemdakerfum fjölmiðla hafa birst gróf ummæli, bæði við fréttir af aðalmeðferðinni en einnig við aðrar og eldri fréttir af málinu. Þannig segir í einni athugasemd á Vísi: „Madurinn er fra yemen.ofgamuslimar eru thar I meirihluta.hann getur ekki falid sig a bak vid gedraskanir nema hann se ad vidurkenna islam.sem gedveiki“. Í annarri athugasemd segir: „Hann kemur úr íslömskum menningarheimi þar sem konur eru eign. Þær skulu vera heima, fela sig og hvað þá að að dirfast að senda öðrum mönnum skilaboð, dauðadaumur eða sýruárás til að "heiðurinn haldi sér " . Menningin sem vinstrillingar vilja flytja inn, þvi miður.“ [Málfarsvillur eru þeirra sem athugasemdirnar skrifa].

 „Vernd tjáningarfrelsins var ekki hugsuð til þess að einstaklingar gætu úthúðað öðrum einstaklingum á grundvelli húðlitar þeirra, trúarbragða eða uppruna“

Loka eða vakta athugsemdakerfi

Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, telur eðlilegt að fjömiðlar loki fyrir athugasemdr þegar ákveðnar fréttir eru birtar. „Þegar um er að ræða umfjallanir og fréttaflutning af hópum sem eru jaðarsettir í samfélaginu þá tel ég það þurfi að skoða gaumgæfilega. Ef það er ekki gert þá er í mínum huga alveg ljóst að fjölmiðlar verða að vakta athugasemdakerfin og fjarlægja hverja þá athugasemd sem á einhvern hátt er ósæmileg eða ærumeiðandi, að ég tali ekki um ef þær innibera hatursorðræðu.“

Tjáningarfrelsið ekki ótakmarkað

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur hvatt fjölmiðla til að setja sér siðareglur, bæði varðandi fréttaflutning en einnig hvað varðar athugasemdakerfi. Margrét segir það í sínum huga eiga að vera hluta af siðareglum fjölmiðla að loka á athugasemdakerfi þegar fjallað er um mál sem gætu vakið fordóma eða hatursorðræðu í garð ákveðinna hópa.

„Þá gæti einhver nefnt að slíkt væri til þess fallið að hefta tjáningarfrelsi en í því samhengi verðum við að muna að tjáningarfrelsið er ekki ótakmarkað. Réttur eins endar bara þar sem réttur næsta byrjar. Hatursorðræða er vaxandi vandamál í heiminum og ef ekkert er gert til að sporna gegn henni getum við hreinlega setið uppi með samfélagsrof, líkt og gerðist í Þýskalandi nasismans eða í fyrrum Júgóslavíu. Það þarf því að vega og meta þessa hluti,“ segir hún. 

„Í grunninn er tjáningarfrelsið auðvitað einn af hornsteinum samfélagsins en við megum ekki gleyma að hugsunin með því að vernda tjáningarfrelsið var ekki síst til að tryggja að einstaklingar byggju ekki við ofríki stjórnvalda, hefðu réttinn til að mótmæla og svo framvegis. Vernd tjáningarfrelsins var ekki hugsuð til þess að einstaklingar gætu úthúðað öðrum einstaklingum á grundvelli húðlitar þeirra, trúarbragða eða uppruna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár