Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telur Sjálfstæðisflokknum ekki vera alvara með ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrá

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var­ar við heild­ar­end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar, en álykt­ar að ákvæði um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu verði inn­leitt í nú­gild­andi stjórn­ar­skrá. Katrín Odds­dótt­ir, formað­ur Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins, seg­ir hins veg­ar að sag­an sýni að flokk­ur­inn virði ekki þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur.

Telur Sjálfstæðisflokknum ekki vera alvara með ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrá
Vilja ekki umbylta stjórnarskrá Sjálfstæðisflokkurinn geldur varhug við umfangsmiklum breytingum á stjórnarskrá. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um liðna helgi að fara skuli varlega í breytingar á stjórnarskrá, að heildarendurskoðun hennar gæti illa samræmst sjónarmiðum um réttaröryggi og fyrirsjáanleika og að sú leið sem valin hafi verið við endurskoðun á stjórnarskrá nú sé líklegust til að skapa sátt um þær breytingar sem mest séu aðkallandi. Líklegast er þar verið að vísa í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem sagt er að skipa eigi nefnd um málið, sem hefja muni störf í upphafi þings. Sú nefnd hefur hins vegar ekki enn verið skipuð. Formaður Stjórnarskrárfélagsins segir að ályktun Sjálfstæðisflokksins sýni að hann hafi engan raunverulegan áhuga á að breyta stjórnarskránni og að það væri viðeigandi fyrir hann að skipta um nafn, hann sé augljóslega ekki flokkur sem berst fyrir sjálfstæði Íslendinga.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkti á landsfundi flokksins ályktun þar sem fjallað er meðal annars um stjórnarskránna. Þar segir að hyggja þurfi vel „að breytingum á stjórnarskránni og ráðrúm þarf að gefast, bæði innan þings og utan, til að gaumgæfa tillögur að breytingum á henni. Með tímanum mótast inntak ákvæða hennar, sem skýrast svo í framkvæmd með túlkun dómstóla. Í þessu ljósi telur Sjálfstæðisflokkurinn að fara skuli varlega í breytingar á stjórnarskránni. Heildarendurskoðun sem umturnar öllum ákvæðum stjórnarskrárinnar samræmist illa sjónarmiðum um réttaröryggi og fyrirsjáanleika.“

Segir Sjálfstæðisflokkinn standa í vegi fyrir sjálfstæði

Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir augljóst að þessi ályktun sé bara fyrirsláttur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi engan áhuga á að breyta stjórnarskránni, hvað þá endurskoða hana í heild.

„Flokkurinn vill bara ekki að hér verði tekin upp ný stjórnarskrá“

„Þessi flokkur hefur verið við völd meira og minna síðustu áratugina þannig að ef það væri einhver raunverulegur áhuga á því að við Íslendingar eignuðumst okkar eigin stjórnarskrá þá væri Sjálfstæðsflokkurinn að sjálfsögðu búinn að hrinda því í framkvæmd. Það að tiltaka á hátíðisdögum einhver vinsæl orð eins, og þjóðaratkvæðagreiðslur, eða að svara grátbænum forseta lýðveldisins um að hann fengi eðlilega starfslýsingu, það er bara fyrirsláttur að mínu mati. Flokkurinn vill bara ekki að hér verði tekin upp ný stjórnarskrá, ef svo væri þá væri hún löngu komin. Ég myndi halda að það væri viðeigandi, í ljósi þessarar ályktunar og þeirrar vegferðar sem Sjálfstæðisflokkurinn er á í stjórnarskrármálum, að endurskoða nafn flokksins. Þetta er ekki flokkur sem berst fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, það er ekki rétt, og hann getur ekki lengur byggt nafn sitt á sjálfstæðisbaráttunni því hann stendur hreinlega í vegi fyrir lokahnykknum á því að við náum sjálfstæði, sem er okkar eigin stjórnarskrá. Kannski ætti hann bara að taka upp nafnið Afturhaldsflokkurinn eða eitthvað í þá átt.“

Hunsi niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna

Í ályktun Sjálfstæðisflokksins segir að í stjórnarskrá ætti að vera ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, „þannig að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök lagafrumvörp.“ Þetta þykir Katrínu kúnstugt í ljósi sögunnar.

„Flokkurinn hefur farið fremstur í því að hunsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór árið 2012, um nýja stjórnarskrá“

Katrín OddsdóttirFormaður Stjórnarskrárfélagsins segir kyndugt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji innleiða þjóðaratkvæðagreiðslur, flokkurinn hafi verið fremstur í flokki þeirra sem hafi hunsað slíkar niðurstöður.

„Það er nokkuð kyndugt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji innleiða þjóðaratkvæðagreiðslur í því ljósi að flokkurinn hefur farið fremstur í því að hunsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór árið 2012, um nýja stjórnarskrá. Í henni kom meðal annars fram að 83 prósent kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru nú þegar í einkaeigu yrðu þjóðareign. Á það er ekki minnst í ályktunum Sjálfstæðisflokksins og framhjá þessari mjög svo afgerandi niðurstöðu vill flokkurinn augljóslega líta. Hann hefur engan áhuga á að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna og ég veit ekki hvers vegna í ósköpunum flokkurinn er á þeirri blaðsíðu núna að innleiða þær í stjórnarskrá. Það verður þá bara ennþá vandræðalegra í framtíðinni þegar niðurstöður sem flokkurinn telur sér ekki boðlegar verða hunsaðar, enn á ný. Ég held í raun að hið mikilvæga lýðræðislega úrræði, þjóðaratkvæðagreiðslur, sé ónýtt á Íslandi þar til eitthvað gerist varðandi stjórnaskrármálið, eitthvað í átt við það sem ákveðið var í þeirri atkvæðagreiðslu,“ segir Katrín.

Núgildandi stjórnarskrá tifandi tímasprengja

Katrín gefur lítið fyrir fyrirvara og ótta um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar muni umturna öllu og því skuli fara varlega í breytingar. „Fólk sem hefur rýnt í textann í drögum að nýrri stjórnarskrá sér að núgildandi stjórnarskrá heldur sér að miklu leyti, um 80 prósentum. Það bætast hins vegar við ákvæði sem er nauðsynlegt að komi þarna inn, ákvæði um náttúruvernd, um þjóðaratkvæðagreiðslur, um framsal ríkisvalds og annað. Ég held að það sé hægt að segja að allir stjórnskipunarfræðingar hér á landi, og víðar, eru sammála um að við þurfum á slíkum viðbótum að halda. Það þarf til að mynda að setja inn í stjórnarskrána ákvæði um þingræðisreglur því núgildandi stjórnarskrá er bara tifandi tímasprengja. Það að segja að stjórnarskráin hafi til að mynda ekkert haft með hrunið að gera er bara tilraun til að afvegaleiða umræðuna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár