Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telja það styrkja verslun á landsbyggðinni að gefa áfengissölu frjálsa

Sam­rekst­ur dag­vöru­versl­ana og áfeng­isút­sölu gæti skot­ið stoð­um und­ir rekst­ur að mati fram­kvæmda­stjóra Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu.

Telja það styrkja verslun á landsbyggðinni að gefa áfengissölu frjálsa
Gæti styrkt verslun Yrði áfengissala gerð frjáls gæti það styrkt verslunarrekstur á landsbyggðinni að mati fyrsta flutningsmanns frumvarps um afnám á einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Mynd: Shutterstock

Yrði einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis afnumið má ætla að það gæti skotið stoðum undir rekstur verslana á landsbyggðinni. Þetta er skoðun bæði fyrsta flutningsmanns frumvarps þar að lútandi, sem og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins rekur nú 37 vínbúðir á landsbyggðinni en engu að síður er sú þjónusta ekki til staðar á fjölda þéttbýlisstaða. Víða er um langan veg að fara í næstu áfengisútsölu.

Svo dæmi séu tekin er enga vínbúð að finna á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Eskifirði eða á Borgarfirði eystri á Austurlandi. Á Norðurlandi eystra eru ekki vínbúðir á Raufarhöfn, í Reykjahlíð við Mývatn, á Grenivík, á Ólafsfirði og hvorki í Grímsey né Hrísey. Á Norðurlandi vestra eru vínbúðir á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga en til dæmis ekki á Skagaströnd, í Varmahlíð eða á Hofsósi. Íbúar á Ströndum þurfa að fara á Hólmavík til að komast í vínbúð en enga slíka er að finna á Drangsnesi eða í Norðurfirði. Á norðanverðum Vestfjörðum er ein vínbúð, á Ísafirði. Hyggist Þingeyringar kaupa sér vín þurfa þeir að keyra að minnsta kosti 50 kílómetra og yfir fjallveg. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hvorki vínbúð á Tálknafirði eða á Bíldudal. Auk þessa þéttbýlisstaða sem hér að framan eru taldir upp eru mun fleiri þar sem ekki er áfengisverslun rekin.

Fæstir þessara þéttbýlisstaða eru mjög fjölmennir og er sú staðreynd væntanlega ástæða þess að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur ekki opnað þar útibú sín. Hins vegar eru víðast hvar reknar matvöruverslanir á umræddum stöðum og eru þess dæmi að sá rekstur hafi verið erfiður, einmitt sökum fámennis.

„Það er deginum ljósara að afnám einkaleyfis ríkisins myndi styrkja verslun í dreifðari byggðum landsins“

Væri til góða fyrir neytendur

Þorsteinn VíglundssonÓtækt er að það sé á hendi einokunaraðila að ákvarða hvar selja megi áfengi, segir Þorsteinn.

Í frumvarpi sem Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður að er lagt til að einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis verði afnumið og einkaaðilum verði heimiluð slík sala. Frumvarpið gerir ráð fyrir að almennt verði heimilt að selja áfengi í smásölu í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur, þó ekki í stórmörkuðum og matvöruverslunum. Hins vegar er tiltekið í frumvarpinu að ráðherra geti í reglugerð kveðið á um að í tilteknum sveitarfélögum verði heimilt að veita undanþágu frá meginreglunni um sérverslanir, enda sé talið óhagkvæmt sökum fámennis að reka sérverslanir eingöngu með áfengi. Þetta ákvæði telur Þorsteinn að geti styrkt verslun á landsbyggðinni.

„Samrekstur venjulegra dagvöruverslanna og áfengissölu gæti hæglega skotið stoðum undir verslunarrekstur á þessum fámennari stöðum. Stóra málið er að þetta sé ekki eingöngu ákvörðun einnar einokunarverslunar á hendi ríkisvaldsins, hvar selja megi áfengi. Þetta gæti opnað möguleika á að opnuð yrði áfengisútsala í smærri byggðarlögum þar sem vínbúðirnar hafa ekki treyst sér til að opna og að sama skapi hjálpað til við að halda úti verslun með dagvöru á þessum stöðum. Það væri til góða fyrir neytendur,“ segir Þorsteinn í samtali við Stundina.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er á sama máli og Þorsteinn. „Það er deginum ljósara að afnám einkaleyfis ríkisins myndi styrkja verslun í dreifðari byggðum landsins. Við höfum bent á þetta ítrekað við umfjöllun um fyrri frumvörp svipaðs efnis. Ég er ekki í nokkrum minnsta vafa um að afnám á einkaleyfi ríkisins hefði góð áhrif í þessum efnum,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
3
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár