Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óli Björn vill taka Landspítalann út af fjárlögum

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill „fram­leiðslu­tengja“ fjár­fram­lög til Land­spít­ala og auka einka­rekst­ur í heil­brigð­is­þjón­ustu. Væri í hróp­legu ósam­ræmi við áhersl­ur Vinstri grænna.

Óli Björn vill taka Landspítalann út af fjárlögum
Vill Landspítala út af fjárlögum Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þeirrar skoðunar að „framleiðslutengja“ ætti fjárframlög til Landspítala og auka skuli einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Slíkra áætlanna sér hvergi stað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og er í andstöðu við stefnu Vinstri grænna. Mynd: xd.is

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að Landspítalinn verði tekinn út af fjárlögum og að fjármögnun klínískrar þjónustu hans verði „framleiðslutengd“. Jafnframt verði einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nýttur í mun meira mæli. Hvergi er minnst á aukinn einkarekstur heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Þá leggur Vinstrihreyfingin – grænt framboð áherslu á að heilbrigðisþjónusta sé starfrækt á opinberum grunni og hafnar markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu.

Óli Björn lýsir þessum skoðunum sínum í grein í Morgunblaðinu í dag.  Óli Björn rekur þar umrót í heilbrigðismálum síðasta áratug, þar sem sjö einstaklingar úr fjórum stjórnmálaflokkum hafi setið á stóli heilbrigðisráðherra frá árinu 2007. Því hafi, eðlilega, reynst erfitt að móta heildstæða langtímastefnu í málaflokknum. Umræða um heilbrigðismál markist fremur af því hversu miklum fjármunum sé varið til þeirra en þeim árangri sem náist í þjónustunni. „Mælikvarðinn er ömurlegur og setur vængi undir þá trú að hægt sé að leysa flest vandamál heimsins með peningum. Aukin útgjöld til heilbrigðismála er ekki markmið í sjálfu sér. Tilgangur sameiginlegs heilbrigðiskerfis er ekki að verja sem mestum fjármunum í reksturinn heldur að auka lífsgæði almennings með góðri og öflugri heilbrigðisþjónustu.“

„Hverfa frá þeirri hugmyndafræði að vera með Landspítala Íslands á föstum fjárlögum sem meginreglu. Fremur á að semja við Landspítalann á grundvelli ferilverka, hinnar klínísku þjónustu. Ég hef leyft mér að kalla þetta verkefnatengda fjármögnun.“

Vill verkefnatengda fjármögnun á Landspítala

Óli Björn nefnir að í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands sé bent á að brýnt sé að Sjúkratryggingar haldi áfram að þróa samning við Landspítalann um framleiðslutengda fjármögnun klínískrar þjónustu. Hann segist þá telja að taka verði upp skýrari stefnumótun, og fjármögnun, á Landspítala. „Hverfa frá þeirri hugmyndafræði að vera með Landspítala Íslands á föstum fjárlögum sem meginreglu. Fremur á að semja við Landspítalann á grundvelli ferilverka, hinnar klínísku þjónustu. Ég hef leyft mér að kalla þetta verkefnatengda fjármögnun – að fé skuli fylgja sjúklingi og þeirri þjónustu sem þarf að veita honum.“

Þá geti stefna í heilbrigðismálum til framtíðar ekki mótast af andúð á einkarekstri, skrifar Óli Björn, og engin skynsemi sé í öðru en að nýta kosti einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu.

Vinstri græn vilja standa vörð um opinbert heilbrigðiskerfi

Sem fyrr segir er hvergi minnst á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar. Flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Vinstri græn, hafa árum saman lýst sig andvíg frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þannig segir í kosningaáherslum flokksins fyrir síðustu þingkosningar: „Félagslegur rekstur heilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima í velferðarþjónustunni. Arðgreiðslur úr heilbrigðisþjónustu eru óásættanlegar, grunnþjónusta og rekstur sjúkrahúsa er ekki gróðavegur.“ Í stefnu flokksins segir enn fremur: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur áherslu á öfluga heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem er fjármögnuð með skattfé og starfrækt á opinberum grunni. Með opinberum rekstri fæst yfirsýn yfir kerfið og hægt er að hámarka nýtingu fjármagns og tryggja aðgang án aðgreiningar, með áherslu á jafnræði og gæði. Vinstri græn hafna markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar.“

Yrði grundvallarbreyting á íslensku heilbrigðiskerfi

Katrín JakobsdóttirNúverandi forsætisráðherra lýsti mikilli andstöðu sinni við aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu þegar hún sat í stjórnarandstöðu á síðasta ári.

Katrín Jakobsdóttir spurði þáverandi heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, í fyrirspurnartíma á Alþingi 2. febrúar 2017 ítarlega út í hugsanlega samninga Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðilann Klíníkina vegna sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu. Sagði Katrín að veitti heilbrigðisráðherra slíkri starfsemi starfsleyfi gæti það haft óafturkræf áhrif á íslenkst heilbrigðiskerfi og væri grundvallarbreyting á íslenskri heilbrigðisþjónustu. „Ég vil spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra hvort við getum ekki treyst því að hann muni standa vörð um hið opinbera heilbrigðiskerfi. Að sjálfsögðu vildi ég helst heyra hann taka afdráttarlausa afstöðu gegn þessum áformum um einkarekið sjúkrahús.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár