Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óli Björn vill taka Landspítalann út af fjárlögum

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill „fram­leiðslu­tengja“ fjár­fram­lög til Land­spít­ala og auka einka­rekst­ur í heil­brigð­is­þjón­ustu. Væri í hróp­legu ósam­ræmi við áhersl­ur Vinstri grænna.

Óli Björn vill taka Landspítalann út af fjárlögum
Vill Landspítala út af fjárlögum Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þeirrar skoðunar að „framleiðslutengja“ ætti fjárframlög til Landspítala og auka skuli einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Slíkra áætlanna sér hvergi stað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og er í andstöðu við stefnu Vinstri grænna. Mynd: xd.is

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að Landspítalinn verði tekinn út af fjárlögum og að fjármögnun klínískrar þjónustu hans verði „framleiðslutengd“. Jafnframt verði einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nýttur í mun meira mæli. Hvergi er minnst á aukinn einkarekstur heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Þá leggur Vinstrihreyfingin – grænt framboð áherslu á að heilbrigðisþjónusta sé starfrækt á opinberum grunni og hafnar markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu.

Óli Björn lýsir þessum skoðunum sínum í grein í Morgunblaðinu í dag.  Óli Björn rekur þar umrót í heilbrigðismálum síðasta áratug, þar sem sjö einstaklingar úr fjórum stjórnmálaflokkum hafi setið á stóli heilbrigðisráðherra frá árinu 2007. Því hafi, eðlilega, reynst erfitt að móta heildstæða langtímastefnu í málaflokknum. Umræða um heilbrigðismál markist fremur af því hversu miklum fjármunum sé varið til þeirra en þeim árangri sem náist í þjónustunni. „Mælikvarðinn er ömurlegur og setur vængi undir þá trú að hægt sé að leysa flest vandamál heimsins með peningum. Aukin útgjöld til heilbrigðismála er ekki markmið í sjálfu sér. Tilgangur sameiginlegs heilbrigðiskerfis er ekki að verja sem mestum fjármunum í reksturinn heldur að auka lífsgæði almennings með góðri og öflugri heilbrigðisþjónustu.“

„Hverfa frá þeirri hugmyndafræði að vera með Landspítala Íslands á föstum fjárlögum sem meginreglu. Fremur á að semja við Landspítalann á grundvelli ferilverka, hinnar klínísku þjónustu. Ég hef leyft mér að kalla þetta verkefnatengda fjármögnun.“

Vill verkefnatengda fjármögnun á Landspítala

Óli Björn nefnir að í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands sé bent á að brýnt sé að Sjúkratryggingar haldi áfram að þróa samning við Landspítalann um framleiðslutengda fjármögnun klínískrar þjónustu. Hann segist þá telja að taka verði upp skýrari stefnumótun, og fjármögnun, á Landspítala. „Hverfa frá þeirri hugmyndafræði að vera með Landspítala Íslands á föstum fjárlögum sem meginreglu. Fremur á að semja við Landspítalann á grundvelli ferilverka, hinnar klínísku þjónustu. Ég hef leyft mér að kalla þetta verkefnatengda fjármögnun – að fé skuli fylgja sjúklingi og þeirri þjónustu sem þarf að veita honum.“

Þá geti stefna í heilbrigðismálum til framtíðar ekki mótast af andúð á einkarekstri, skrifar Óli Björn, og engin skynsemi sé í öðru en að nýta kosti einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu.

Vinstri græn vilja standa vörð um opinbert heilbrigðiskerfi

Sem fyrr segir er hvergi minnst á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar. Flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Vinstri græn, hafa árum saman lýst sig andvíg frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þannig segir í kosningaáherslum flokksins fyrir síðustu þingkosningar: „Félagslegur rekstur heilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima í velferðarþjónustunni. Arðgreiðslur úr heilbrigðisþjónustu eru óásættanlegar, grunnþjónusta og rekstur sjúkrahúsa er ekki gróðavegur.“ Í stefnu flokksins segir enn fremur: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur áherslu á öfluga heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem er fjármögnuð með skattfé og starfrækt á opinberum grunni. Með opinberum rekstri fæst yfirsýn yfir kerfið og hægt er að hámarka nýtingu fjármagns og tryggja aðgang án aðgreiningar, með áherslu á jafnræði og gæði. Vinstri græn hafna markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar.“

Yrði grundvallarbreyting á íslensku heilbrigðiskerfi

Katrín JakobsdóttirNúverandi forsætisráðherra lýsti mikilli andstöðu sinni við aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu þegar hún sat í stjórnarandstöðu á síðasta ári.

Katrín Jakobsdóttir spurði þáverandi heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, í fyrirspurnartíma á Alþingi 2. febrúar 2017 ítarlega út í hugsanlega samninga Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðilann Klíníkina vegna sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu. Sagði Katrín að veitti heilbrigðisráðherra slíkri starfsemi starfsleyfi gæti það haft óafturkræf áhrif á íslenkst heilbrigðiskerfi og væri grundvallarbreyting á íslenskri heilbrigðisþjónustu. „Ég vil spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra hvort við getum ekki treyst því að hann muni standa vörð um hið opinbera heilbrigðiskerfi. Að sjálfsögðu vildi ég helst heyra hann taka afdráttarlausa afstöðu gegn þessum áformum um einkarekið sjúkrahús.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár