Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óli Björn vill taka Landspítalann út af fjárlögum

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill „fram­leiðslu­tengja“ fjár­fram­lög til Land­spít­ala og auka einka­rekst­ur í heil­brigð­is­þjón­ustu. Væri í hróp­legu ósam­ræmi við áhersl­ur Vinstri grænna.

Óli Björn vill taka Landspítalann út af fjárlögum
Vill Landspítala út af fjárlögum Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þeirrar skoðunar að „framleiðslutengja“ ætti fjárframlög til Landspítala og auka skuli einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Slíkra áætlanna sér hvergi stað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og er í andstöðu við stefnu Vinstri grænna. Mynd: xd.is

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að Landspítalinn verði tekinn út af fjárlögum og að fjármögnun klínískrar þjónustu hans verði „framleiðslutengd“. Jafnframt verði einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nýttur í mun meira mæli. Hvergi er minnst á aukinn einkarekstur heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Þá leggur Vinstrihreyfingin – grænt framboð áherslu á að heilbrigðisþjónusta sé starfrækt á opinberum grunni og hafnar markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu.

Óli Björn lýsir þessum skoðunum sínum í grein í Morgunblaðinu í dag.  Óli Björn rekur þar umrót í heilbrigðismálum síðasta áratug, þar sem sjö einstaklingar úr fjórum stjórnmálaflokkum hafi setið á stóli heilbrigðisráðherra frá árinu 2007. Því hafi, eðlilega, reynst erfitt að móta heildstæða langtímastefnu í málaflokknum. Umræða um heilbrigðismál markist fremur af því hversu miklum fjármunum sé varið til þeirra en þeim árangri sem náist í þjónustunni. „Mælikvarðinn er ömurlegur og setur vængi undir þá trú að hægt sé að leysa flest vandamál heimsins með peningum. Aukin útgjöld til heilbrigðismála er ekki markmið í sjálfu sér. Tilgangur sameiginlegs heilbrigðiskerfis er ekki að verja sem mestum fjármunum í reksturinn heldur að auka lífsgæði almennings með góðri og öflugri heilbrigðisþjónustu.“

„Hverfa frá þeirri hugmyndafræði að vera með Landspítala Íslands á föstum fjárlögum sem meginreglu. Fremur á að semja við Landspítalann á grundvelli ferilverka, hinnar klínísku þjónustu. Ég hef leyft mér að kalla þetta verkefnatengda fjármögnun.“

Vill verkefnatengda fjármögnun á Landspítala

Óli Björn nefnir að í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands sé bent á að brýnt sé að Sjúkratryggingar haldi áfram að þróa samning við Landspítalann um framleiðslutengda fjármögnun klínískrar þjónustu. Hann segist þá telja að taka verði upp skýrari stefnumótun, og fjármögnun, á Landspítala. „Hverfa frá þeirri hugmyndafræði að vera með Landspítala Íslands á föstum fjárlögum sem meginreglu. Fremur á að semja við Landspítalann á grundvelli ferilverka, hinnar klínísku þjónustu. Ég hef leyft mér að kalla þetta verkefnatengda fjármögnun – að fé skuli fylgja sjúklingi og þeirri þjónustu sem þarf að veita honum.“

Þá geti stefna í heilbrigðismálum til framtíðar ekki mótast af andúð á einkarekstri, skrifar Óli Björn, og engin skynsemi sé í öðru en að nýta kosti einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu.

Vinstri græn vilja standa vörð um opinbert heilbrigðiskerfi

Sem fyrr segir er hvergi minnst á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar. Flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Vinstri græn, hafa árum saman lýst sig andvíg frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þannig segir í kosningaáherslum flokksins fyrir síðustu þingkosningar: „Félagslegur rekstur heilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima í velferðarþjónustunni. Arðgreiðslur úr heilbrigðisþjónustu eru óásættanlegar, grunnþjónusta og rekstur sjúkrahúsa er ekki gróðavegur.“ Í stefnu flokksins segir enn fremur: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur áherslu á öfluga heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem er fjármögnuð með skattfé og starfrækt á opinberum grunni. Með opinberum rekstri fæst yfirsýn yfir kerfið og hægt er að hámarka nýtingu fjármagns og tryggja aðgang án aðgreiningar, með áherslu á jafnræði og gæði. Vinstri græn hafna markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar.“

Yrði grundvallarbreyting á íslensku heilbrigðiskerfi

Katrín JakobsdóttirNúverandi forsætisráðherra lýsti mikilli andstöðu sinni við aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu þegar hún sat í stjórnarandstöðu á síðasta ári.

Katrín Jakobsdóttir spurði þáverandi heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, í fyrirspurnartíma á Alþingi 2. febrúar 2017 ítarlega út í hugsanlega samninga Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðilann Klíníkina vegna sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu. Sagði Katrín að veitti heilbrigðisráðherra slíkri starfsemi starfsleyfi gæti það haft óafturkræf áhrif á íslenkst heilbrigðiskerfi og væri grundvallarbreyting á íslenskri heilbrigðisþjónustu. „Ég vil spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra hvort við getum ekki treyst því að hann muni standa vörð um hið opinbera heilbrigðiskerfi. Að sjálfsögðu vildi ég helst heyra hann taka afdráttarlausa afstöðu gegn þessum áformum um einkarekið sjúkrahús.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár