Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjölskylda Hauks segir getuleysi utanríkisþjónustunnar æpandi

Fjöl­skylda Hauks Hilm­ars­son­ar seg­ir að ís­lenska ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hafi enga til­raun gert til að setja sig í beint sam­band við tyrk­nesk yf­ir­völd. Far­ið sé með leit að líki Hauks eins og um óskilamun sé að ræða.

Fjölskylda Hauks segir getuleysi utanríkisþjónustunnar æpandi
Gagnrýna aðgerðarleysi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í Sýrlandi í febrúar, gagnrýna aðgerðarleysi íslenska utanríkisráðuneytisins varðandi upplýsingaöflun harðlega.

Utanríkisráðuneytið hefur enga tilraun gert til að setja sig í samband við ráðuneyti, lögreglu eða hernaðaryfirvöld í Tyrklandi vegna fregna af láti Hauks Hilmarssonar. Þess í stað hefur ráðuneytið sett sig í samband við sendiráð Íslands og ræðismenn um vítt og breitt og æskt þess að þau grennslist fyrir um afdrif Hauks. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá aðstandendum Hauks sem send var út nú fyrir skemmstu. „Getuleysið er æpandi og ekki að sjá að neinn beri ábyrgð á upplýsingaöflun um málið.“

Líkt og Stundin hefur greint frá er talið að Haukur Hilmarsson hafi fallið í skot- og sprengjuárás Tyrkja á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í febrúar síðasliðnum. Fall Hauks var staðfest af fulltrúum Kúrda á fundi sem þeir áttu með aðstandendum í Glasgow í fyrri viku. Enn hafa aðstandendur hans þó ekki fengið í hendur dánarvottorð og óvíst er hvar lík Hauks er niður komið.

Aðstandendur Hauks hafa sjálfir grafið upp upplýsingar um málið með því að setja sig í samband við kúrdískar og grískar hreyfingar sem Haukur tengdist. Þeir telja hins vegar ekki æskilegt að þau standi í samskiptum við Tyrknesk yfirvöld og fóru fram á það við Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins á fundi 8. mars síðastliðinn að ráðuneytið beitti sér í málinu, fái staðfestingu á að tyrknesk yfirvöld séu með lík Hauks og reyna að fá það sent heim til Íslands.

Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða.

Farið með leitina að líki Hauks eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, hafi samband við Borgarþjónustuna fyrir hádegi í gær, 12. mars, og fékk þá upplýsingar um að búið væri að hafa samband við ræðismenn og sendiráð Íslands víðs vegar. Engin svör hafi fengist með þeim leiðum. Ekki hefðu hins vegar verið gerðar tilraunir til að ná beinu sambandi við Tyrknesk yfirvöld.

„Það fékk mjög á fjölskyldu og vini Hauks, að sjá stjórnvöld fara með leitina að líki hans eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða, sérstaklega í ljósi þess að þá höfðu komið fram sögur sem gáfu vonarglætu um að Haukur kynni að vera á lífi. Þær upplýsingar reyndust rangar en það gátu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins ekki vitað.“

Ráðherra hefur enn ekki fundað með aðstandendum

Eva HauksdóttirMóðir Hauks Hilmarssonar krafðist þess í gær að fá fund með utanríkisráðherra, án árangurs. Ráðherra mun þó funda með fjölskyldu Hauks í dag.

Eva móðir Hauks reyndi að ná tali af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra rétt fyrir hádegi í gær en hann svaraði þá ekki síma. Um miðjan dag sendi hún því ráðherra tölvupóst þar sem hún krafðist þess að hann beitti sér í málinu og hefði samband við sig. Engin svör fengust hins vegar frá ráðherranum.

Síðdegis í gær fundaði fjölskylda Hauks síðan aftur með ráðuneytinu og lögreglu. Stjórnvöld höfðu þá haft fjóra daga til þess að spyrja Tyrki hvort þeir séu með líkið eða geti gefið aðrar upplýsingar um afdrif Hauks en ekki gert neina alvöru tilraun til þess.“ Á fundinum mun hafa komið fram að fyrirspurn utanríkisráðuneytsins um afdrif Hauks til sendiráðs Tyrklands í Osló hafi ekki fylgt neinar myndir eða lýsingar sem gagnast gætu til að bera kennsl á líkið. Þá væru ekki uppi áform um að hafa beint samband við Tyrknesk yfirvöld og ekki gæti ráðuneytið útvegað aðstandendum Hauks símanúmer eða netföng ráðamanna í Tyrklandi svo þau gætu haldið áfram að leita upplýsinga með þeim hætti.

Sem fyrr segir hefur utanríkisráðherra ekki enn séð ástæðu til að hitta aðstendendur Hauks, og neitaði raunar að mæta á fundinn sem haldinn var í gær. Hann mun hins vegar eiga fund með þeim klukkan þrjú í dag. „Markmið fundarins í dag er það að gera Utanríkisráðherra grein fyrir því að þegar ríki sem er í hernaðarsamstarfi við Ísland drepur íslenskan ríkisborgara, þá geti Utanríkisráðherra ekki hegðað sér eins og hernaðaryfirvöld þess ríkis hafi skotið flækingshund. Við krefjumst þess að Utanríkisráðherra sjái tafarlaust til þess að haft verði beint samband við yfirvöld í Tyrklandi og Nató og upplýsinga aflað um það hvort Haukur er lífs eða liðinn. Enn fremur að ef Tyrkir eru með líkamsleifar Hauks, sjái Utanríkisráðherra til þess að þær verði sendar til Íslands.“

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
6
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Ari Trausti Guðmundsson
9
Aðsent

Ari Trausti Guðmundsson

Nám­ur í sjó?

Ari Trausti Guð­munds­son, jarð­vís­inda­mað­ur og fyrr­um þing­mað­ur Vinstri grænna, skrif­ar um námu­rekst­ur á hafs­botni og áhrif­un­um sem slík­ur iðn­að­ur gæti haft á vist­kerf­in til lengri og skemmri tíma. Áhugi stjórn­valda og stór­fyr­ir­tækja á slíkri auð­linda­nýt­ingu hef­ur auk­ist á und­an­förn­um ár­um en Ari var­ar við því að slík starf­semi kunni að vera ósjálf­bær.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár