Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Treystir því að skattar lækki á næstunni

Óli Björn Kára­son, formað­ur efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, seg­ist hafa stutt hækk­un fjár­magn­s­tekju­skatts í trausti þess að nú verði ráð­ist í skatta­lækk­an­ir.

Treystir því að skattar lækki á næstunni

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær að hann hefði greitt atkvæði með skattahækkunum fyrir áramót, svo sem hækkun fjármagnstekjuskatts, í trausti þess að framundan væri tímabil þar sem skattar yrðu lækkaðir og tekjuskattskerfinu jafnvel umbylt.

„Ég tók þátt í því bæði sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar og sem stjórnarþingmaður að greiða atkvæði um skattkerfisbreytingar fyrir síðustu áramót. Það var mér erfitt,“ sagði hann. „Það var erfitt að hækka t.d. fjármagnstekjuskatt þó að ég gæti haft rök fyrir því, en það gerði ég og greiddi því atkvæði og studdi í því trausti að við værum að fara inn í tímabil þar sem við myndum ná fram lækkun á neðra þrepi tekjuskattsins, hugsanlega umbylta tekjuskattskerfinu, ég tala nú ekki um að lækka hressilega tryggingagjaldið. Það eru loforð sem voru gefin og það eru loforð sem ég tek hátíðlega og voru forsenda þess að ég tók þátt í að greiða atkvæði með hækkun skatta fyrir áramót.“

Fjármagnstekjuskattur var hækkaður um tvö prósentustig nú um áramótin og er gert er ráð fyrir að hækkunin skili ríkissjóði rúmlega 2,5 milljarða tekjum. Ef miðað er við hlutdeild tekjuhæstu 10 prósenta framteljenda í fjármagnstekjuskattstofninum undanfarin ár má ætla að hópurinn þurfi að standa undir að minnsta kosti 1,5 milljörðum af hækkuninni. 

Í stjórnarsáttmála boðar ríkisstjórnin að neðra þrep tekjuskatts verði lækkað og að slík lækkun verði eitt af útspilum hins opinbera í kjarasamningum. Í kosningabaráttu sinni lofaði Sjálfstæðisflokkurinn að lækka neðra þrep tekjuskattskerfisins úr 36,94 prósentum í 35 prósent. Þeir stjórnarþingmenn sem Stundin hefur rætt við gera ráð fyrir að farin verði millileið og tekjuskatturinn lækkaður um eitt prósentustig, niður í 35,94 prósent, en slíkt mun kosta ríkissjóð um 14 milljarða á ári samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þarna er um að ræða skattalækkun sem skilar fólki sem er með meira en 835 þúsund króna heildarlaun á mánuði þrisvar sinnum meiri skattalækkun en fólki á lágmarkslaunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár