Valur Páll Stefán Valsson greindist með æxli við heilaköngul og heiladingulsstilk árið 2004, þá 13 ára gamall. Við tók lyfjameðferð og staðbundin geislameðferð og tókst að fjarlægja meinin.
Hann greindist svo aftur átta árum síðar og þá á enn verri stað að eigin sögn, hjá hippocampus, eða drekanum, sem hefur tengsl við minnið, og aftur við heiladingulsstilk. Þá tók við mjög ströng og erfið meðferð, svokölluð háskammtalyfjameðferð, og þá var allur heilinn og mænan geisluð. Hann deilir hér með lesendum hvað hann hefur lært af þessari reynslu.
1. Að heilsan er ekki sjálfgefin og maður á að vera þakklátur fyrir góða heilsu
Þegar ég greindist í apríl árið 2004 var ég búinn að vera slappur í langan tíma, mér var alltaf kalt, ég þurfti að drekka mikið og kasta þvagi oft, hafði óvenjulítið úthald og þurfti að hætta í fótboltanum. Ég var lystarlaus og mér var oft flökurt, ég átti …
Athugasemdir