Alls 113 fyrirtæki, eignarhaldsfélög og sjóðir hvers konar eru skráðir til heimilis í húsnæðinu sem hýsir höfuðstöðvar sjóðstýringarfyrirtækisins GAMMA í Garðastræti 37 í miðbæ Reykjavíkur. Rekstur GAMMA hefur blásið út í góðærinu á síðustu árum og farið frá því að vera fjögurra manna smáfyrirtæki í risa á fjármálamarkaðnum á Íslandi. GAMMA stýrir nú 130 milljörðum króna fyrir óþekkta fjárfesta í gegnum hina ýmsu sjóði sína.
„Þeir eru búnir að vera til á rosalega góðu tímabili. Þeir fljóta áfram á góðu árferði; það er búið að vera nánast stanslaust góðæri frá því GAMMA byrjaði,“ segir ónafngreindur sérfræðingur á fjármálamarkaði sem Stundin ræddi við um GAMMA og fékk til að miðla sýn sinni á fyrirtækið. Sérfræðingurinn segir að orðspor GAMMA á fjármálamarkaði á Íslandi sé almennt séð mjög gott og starfsmenn þess þyki traustir og faglegir – tekið skal fram að viðkomandi hefur engin tengsl við fyrirtækið. „Eignafólk er voðalega mikið með …
Athugasemdir