Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stóra plan GAMMA

Sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið GAMMA hef­ur stækk­að ört síð­ast­lið­in ár og teyg­ir starf­semi sína nú til fjög­urra landa. Starf­sem­in er far­in að líkj­ast starfi banka um margt þar sem fyr­ir­tæk­ið sæk­ir inn á lána­mark­að­inn. GAMMA er með sterk tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og tal­ar fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu og minnk­andi rík­is­af­skipt­um við upp­bygg­ingu inn­viða sam­fé­lags­ins.

Alls 113 fyrirtæki, eignarhaldsfélög og sjóðir hvers konar eru skráðir til heimilis í húsnæðinu sem hýsir höfuðstöðvar sjóðstýringarfyrirtækisins GAMMA í Garðastræti 37 í miðbæ Reykjavíkur. Rekstur GAMMA hefur blásið út í góðærinu á síðustu árum og farið frá því að vera fjögurra manna smáfyrirtæki  í risa á fjármálamarkaðnum á Íslandi. GAMMA stýrir  nú 130 milljörðum króna fyrir óþekkta fjárfesta í gegnum hina ýmsu sjóði sína.

„Þeir eru búnir að vera til á rosalega góðu tímabili. Þeir fljóta áfram á góðu árferði; það er búið að vera nánast stanslaust góðæri frá því GAMMA byrjaði,“ segir ónafngreindur sérfræðingur á fjármálamarkaði sem Stundin ræddi við um GAMMA og fékk til að miðla sýn sinni á fyrirtækið.  Sérfræðingurinn segir að orðspor GAMMA á fjármálamarkaði á Íslandi sé almennt séð mjög gott og starfsmenn þess þyki traustir og faglegir – tekið skal fram að viðkomandi hefur engin tengsl við fyrirtækið.  „Eignafólk er voðalega mikið með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA

Ásgeir mælir gegn opinberu eignarhaldi  leigufélaga: „Hef ekki komið nálægt GAMMA síðan 2014“
Fréttir

Ás­geir mæl­ir gegn op­in­beru eign­ar­haldi leigu­fé­laga: „Hef ekki kom­ið ná­lægt GAMMA síð­an 2014“

Ás­geir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði, hélt fyr­ir­lest­ur um leigu­fé­lög og hús­næð­is­mark­að­inn fyr­ir stærsta leigu­fé­lag lands­ins fyrr í dag. Hann var áð­ur efna­hags­ráð­gjafi GAMMA sem á eitt stærsta leigu­fé­lag lands­ins. Ás­geir seg­ist ekki hafa kom­ið ná­lægt GAMMA frá 2014 og að hann vinni ekki fast fyr­ir neina hags­mun­að­ila á leigu­mark­aðn­um í dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár