Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Benedikt: Landsdómsmálið var „popúlismi“ og Bernie Sanders er „dæmigerður vinstri lýðskrumari“

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, fer mik­inn í pistli sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag.

Benedikt: Landsdómsmálið var „popúlismi“ og Bernie Sanders er „dæmigerður vinstri lýðskrumari“

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að stjórnmálamaðurinn Bernie Sanders sé „dæmigerður vinstri lýðskrumari“. Þá gagnrýnir hann réttarhöldin gegn Geir H. Haarde, segir þau vera „eitt versta dæmið um misbeitingu popúlisma í íslenskri pólitík“ og vekur athygli á því að samflokksmenn Geirs hafi „nú leitt fimm af þeim sem stóðu að ákærunni á hendur honum í æðstu valdastóla á Íslandi“. 

Þetta kemur fram í harðorðum pistli sem Benedikt birtir í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann popúlisma og lýðskrum að umtalsefni og setur í samhengi við stjórnmálaástandið á Íslandi. Bendir hann t.d. á að „nánast allir flokkar hafa verið á móti málum í stjórnarandstöðu en tryggja svo innleiðingu þeirra þegar þeir eru komnir í ríkisstjórn eða öfugt“. 

Benedikt segir að popúlistanum finnist „ekkert að því að tala um að skattar skuli vera almennir á sama tíma og hann predikar að „góðar atvinnugreinar“ eins og fjölmiðlar eða ferðaþjónusta borgi lægri skatta en aðrir“. Vísar hann þar líklega til umræðu um skattaívilnanir fyrir fjölmiðla og þess að núverandi ríkisstjórn hefur fallið frá áformum fyrri ríkisstjórnar og hans sjálfs um að færa ferðaþjónustu upp í efra þrep virðisaukaskattsins.

Þá segir Benedikt Landsdómsmálið vera dæmi um popúlisma. Sem kunnugt er var Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra dæmdur í Landsdómi árið 2012 fyrir að hafa sýnt stórkostlegt gáleysi í störfum sínum sem forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins 2008.

Taldi rétturinn að með aðgerðaleysi sínu hefði Geir ekki aðeins brotið gegn formreglu í stjórnarskrá heldur beinlínis vanrækt að marka pólitíska stefnu til að takast á við þann efnahagsvanda sem honum hlaut að vera ljós strax í febrúar 2008 og þannig draga úr því tjóni sem varð við hrun bankanna.

Nýlega úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu um að engin mannréttindi hefðu verið brotin í Landsdómsmálinu. Fram kom í dómi MDE að ekkert benti til þess að dómarar við Landsdóm hefðu verið hlutdrægir í störfum sínum, sætt óeðlilegum þrýstingi eða haft óeðlileg tengsl við stjórnmálamenn. Þá hefði skipun dómstólsins ekki veirð á skjön við kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól. 

Benedikt gerir bandaríska forsetaframbjóðandann Bernie Sanders að umtalsefni og segir hann eiga það sameiginlegt með Donald Trump að vera lýðskrumari. „Þverstæðan er sú að stundum er málpípan hluti af hinum útvöldu, hópnum sem hún talar gegn. Menn sem segjast vera rödd guðs eru yfirleitt taldir galnir, en þeir sem segjast vera rödd fólksins, eins og Trump, tala oft með svipuðum hætti. Bernie Sanders og fylgismönnum hans fyndist eflaust afleitt að vera líkt við Trump, en Sanders er dæmigerður vinstri lýðskrumari,“ skrifar Benedikt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár