Um 60 prósent íbúa í Reykjavík eru hlynntir lagningu Borgarlínunnar, nýs kerfis almannasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Maskína vann í samstarfi við Stundina. Á landsvísu eru 52 prósent Íslendinga hlynntir Borgarlínunni, 23 prósent eru í meðallagi hlynntir henni en 25 prósent Íslendinga eru andvígir lagningu Borgarlínu.
Borgarlínan hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar þess að Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hélt því fram í grein að um væri að ræða stóra fjárfestingu sem hefði slæm áhrif á afkomu allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem ferðist í Borgarlínu verði að meðaltali 15 til 20 mínútur lengur að komast leiðar sinnar en þeir sem ferðist í rafbíl og að meðalheimili myndi þurfa að leggja út eina til tvær milljónir króna í stofnkostnað við lagningu Borgarlínunnar. Fjölmargir andmæltu Frosta en aðrir voru á sama máli, og nú er útlit fyrir að komandi borgarstjórnarkosningar muni að verulegu leyti …
Athugasemdir