Mikill stuðningur meðal almennings við Borgarlínu

Ríf­lega 52 pró­sent Ís­lend­inga eru hlynnt­ir Borg­ar­línu, en að­eins fjórð­ung­ur and­víg­ur. Íbú­ar í höf­uð­borg­inni styðja hana að meiri­hluta, en lands­byggð­in er and­víg. Kjós­end­ur Mið­flokks­ins eru and­snún­ir Borg­ar­línu, en Pírat­ar eru lík­leg­ast­ir til að vera hlynnt­ir henni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er klof­inn í mál­inu.

Mikill stuðningur meðal almennings við Borgarlínu
Núverandi almenningssamgöngur Ungt fólk, menntað og búsett á höfuðborgarsvæðinu er helst fylgjandi Borgarlínu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Um 60 prósent íbúa í Reykjavík eru hlynntir lagningu Borgarlínunnar, nýs kerfis almannasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Maskína vann í samstarfi við Stundina. Á landsvísu eru 52 prósent Íslendinga hlynntir Borgarlínunni, 23 prósent eru í meðallagi hlynntir henni en 25 prósent Íslendinga eru andvígir lagningu Borgarlínu.

Borgarlínan hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar þess að Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hélt því fram í grein að um væri að ræða stóra fjárfestingu sem hefði slæm áhrif á afkomu allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem ferðist í Borgarlínu verði að meðaltali 15 til 20 mínútur lengur að komast leiðar sinnar en þeir sem ferðist í rafbíl og að meðalheimili myndi þurfa að leggja út eina til tvær milljónir króna í stofnkostnað við lagningu Borgarlínunnar. Fjölmargir andmæltu Frosta en aðrir voru á sama máli, og nú er útlit fyrir að komandi borgarstjórnarkosningar muni að verulegu leyti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár