Mikill stuðningur meðal almennings við Borgarlínu

Ríf­lega 52 pró­sent Ís­lend­inga eru hlynnt­ir Borg­ar­línu, en að­eins fjórð­ung­ur and­víg­ur. Íbú­ar í höf­uð­borg­inni styðja hana að meiri­hluta, en lands­byggð­in er and­víg. Kjós­end­ur Mið­flokks­ins eru and­snún­ir Borg­ar­línu, en Pírat­ar eru lík­leg­ast­ir til að vera hlynnt­ir henni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er klof­inn í mál­inu.

Mikill stuðningur meðal almennings við Borgarlínu
Núverandi almenningssamgöngur Ungt fólk, menntað og búsett á höfuðborgarsvæðinu er helst fylgjandi Borgarlínu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Um 60 prósent íbúa í Reykjavík eru hlynntir lagningu Borgarlínunnar, nýs kerfis almannasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Maskína vann í samstarfi við Stundina. Á landsvísu eru 52 prósent Íslendinga hlynntir Borgarlínunni, 23 prósent eru í meðallagi hlynntir henni en 25 prósent Íslendinga eru andvígir lagningu Borgarlínu.

Borgarlínan hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar þess að Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hélt því fram í grein að um væri að ræða stóra fjárfestingu sem hefði slæm áhrif á afkomu allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem ferðist í Borgarlínu verði að meðaltali 15 til 20 mínútur lengur að komast leiðar sinnar en þeir sem ferðist í rafbíl og að meðalheimili myndi þurfa að leggja út eina til tvær milljónir króna í stofnkostnað við lagningu Borgarlínunnar. Fjölmargir andmæltu Frosta en aðrir voru á sama máli, og nú er útlit fyrir að komandi borgarstjórnarkosningar muni að verulegu leyti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár