Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabóndi rekur hreindýrabúgarð á jörðinni Isortuusua á Suður-Grænlandi sem er um 150.000 hektarar. Fyrir utan að vera þar bóndi rekur hann ferðaþjónustu á búgarðinum auk þess að vera í samstarfi við Lax-á sem rekur veiðibúðir á landinu. Grænlandsjökull og stórbrotin náttúran blasa víða við ferðafólki og veiðimönnum frá öllum heimshornum og eru jafnan í boði á búgarðinum og í veiðibúðunum hreindýrakjöt og nýveiddur silungur.
Hreindýrakjötsspænir
Pottréttur Sama frá Finnmörku, fyrir tvo til þrjá
„Þessi réttur varð til á þann hátt að á veturna þegar menn voru úti í náttúrunni og slátruðu hreindýri þá úrbeinuðu þeir t.d. bógana á meðan dýrið var volgt. Þeir voru kannski í tjaldi í 20 stiga frosti eða höfðust við í gangnakofa eða sæluhúsi og hengdu þá kjötið gjarnan í poka fyrir utan. Þegar þeir ætluðu svo að elda sér matinn eitthvert kvöldið þá náðu þeir í úrbeinaða bóga fyrir utan tjald eða …
Athugasemdir