Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svona dreifist hækkun fjármagnstekjuskattsins

Tekju­há­ir á aldr­in­um 50 til 70 ára standa að mestu leyti und­ir hækk­un fjár­magn­s­tekju­skatts­ins. Að­gerð­in er „leið til að gera skatt­byrð­ina rétt­lát­ari og auka jöfn­uð“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir í ára­móta­ávarpi sínu.

Hækkun fjármagnstekjuskattsins leggst að langmestu leyti á tekjuhæstu 10 prósent landsmanna, einkum ríkasta eina prósentið og fólk á aldrinum 50 til 70 ára. 

Umræddur skattur – sem leggst á vaxtatekjur, arð, söluhagnað og leigutekjur utan rekstrar – hækkaði úr 20 prósentum upp í 22 prósent um áramótin í samræmi við nýsamþykkt fjárlög ársins 2018.

Um leið hækkaði frítekjumark vaxtatekna einstaklinga úr 125 þúsundum í 150 þúsund krónur. Fyrir vikið munu langflestir greiðendur fjármagnstekjuskatts ekki taka á sig þyngri byrðar þrátt fyrir hækkun skatthlutfallsins. 

Gert er ráð fyrir að hækkunin skili samtals 2,6 milljörðum í ríkissjóð. Eins og Stundin hefur áður greint frá kemur þar af meira en milljarður frá tekjuhæsta eina prósentinu, þeim hópi sem tók til sín um 45 prósent prósent allra fjármagnstekna á síðasta ári. 

Í gögnum sem efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fékk frá fjármálaráðuneytinu þegar fjárlagafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi er að finna myndrænt yfirlit yfir dreifingu skattahækkunarinnar á tekju- og aldurshópa. 

Byggt er á skattgrunnskrá frumálagningar á einstaklinga á árinu 2017 og þannig sýndur munurinn á álagningu fjármagnstekjuskatts eins og hún var árið 2017 og hvernig álagning fjármagnstekjuskatts hefði verið á sama ári ef skatthlutfallið hefði verið 22 prósent. Á fyrri myndinni er íslenskum skattgreiðendum raðað niður í 10 hópa eftir heildartekjum, þeim tekjulægstu fyrst og þeim tekjuhæstu síðast. Síðari myndin sýnir eingöngu hækkun skattbyrðinnar eftir aldursbilum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vék að hækkun fjármagnstekjuskattsins í áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld.

„Eitt af því sem blasir við er hið gríðarlega mikilvæga verkefni að sjá til þess að allir fái notið velmegunar á Íslandi. Vaxandi ójöfnuður í heiminum er af ýmsum alþjóðastofnunum metinn ógn við hagsæld en líka ógn við frið og lýðræði. Þó að jöfnuður á Íslandi hafi mælst hlutfallslega mikill í alþjóðlegum samanburði er full ástæða til að gera betur,“ sagði hún.

„Þegar glímt er við ójöfnuð er mikilvægt að líta til þess hvar ójöfnuðurinn er mestur en á Íslandi er það í eignatekjum. Þess vegna er hækkun fjármagnstekjuskatts sem samþykkt var nú fyrir áramót leið til að gera skattbyrðina réttlátari og auka jöfnuð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár