Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Móðurfölsun og móðurmorð

Um Móð­ur­líf­ið, blönd­uð tækni eft­ir Yrsu Þöll Gylfa­dótt­ur.

Móðurfölsun og móðurmorð

„Það er vissulega auðveldara að vera listamaður þegar maður er móður- og föðurlaus, held ég.“ Þessa setningu les dóttir í bréfi frá löngu látinni móður. En þótt mæður deyi er maður ekki endilega móðurlaus, ekki þegar móðirin er fræg listakona sem ásækir dótturina ítrekað aftur í gegnum forna frægð.

En spólum aðeins til baka. Þetta byrjar allt á dagbók. Einni af þessum ótal dagbókum sem byrjað er á en gleymast svo – í henni er bara ein færsla, óljós æskuminning eða draumur. Það er ekki alveg ljóst, aðalpersónan Kamilla er að lesa þetta löngu seinna og er ekki alveg viss. En strax í byrjun fáum við að smakka á mörgum helstu kostum bókarinnar; hversu vel hún lýsir óreiðukenndum draumum, sem og litlum  hversdagslegum sannleiksmolum sem sjaldan eru orðaðir – eins og allar dagbækurnar og stílabækurnar sem deyja á fyrstu síðunum.

Svona gullfalegar og einfaldar hversdags-stemmur eru víða í bókinni, eins og þegar nývöknuð Kamilla sér nágrannann og er fegin að hann hafi ekki séð hana, „[...] til að þurfa ekki að spjalla strax, svona nývöknuð og koffínlaus.“

„Stundum framkallast þessar stemmur svo og verða eitthvað miklu stærra og meira og fallegra“

Stundum framkallast þessar stemmur svo og verða eitthvað miklu stærra og meira og fallegra, eins og þegar Kamilla sýnir ferðamanni borgina og býr til þessa stórkostlegu tengingu á milli ferðamanns og barns, með sín nýju og óreyndu augu:

„Allt í einu var göngutúrinn upp götuna heim úr leikskólanum orðinn að meiriháttar spennuför, þar sem misfellur í gangstéttinni, lítill fífill í steypusprungu, regndropi á laufblaði eða óvenjuleg lögun á brunahana voru grandskoðuð og rædd í þaula.“

Þá er bókin sannarlega launfyndin á köflum. Froskurinn Sean Connery er fluttur steindauður á milli ísskápa á meðan hann bíður greftrunar, fánar eru settir í hundaskít, gömul kona útskýrir af hverju drekkutíminn klukkan fimm er hápunktur dagsins og maður heilsar ókunnum manni með hund og útskýrir svo eftir á: „Fólk á hunda svo þeim sé heilsað oftar.“

Uppreisnarlata kynslóðin

En þótt það sé húmorinn og einstaklega naskar og mannlegar hversdags-stemmurnar sem fanga mann fyrst þá er það þó plottið sem heldur manni. Það virðist þó frekar hversdagslegt í byrjun. Kamilla er söngkona sem syngur í jarðarförum og virðist sæmilega sátt við sitt, þótt maður skynji á köflum söknuð eftir alvöru blússandi hamingju, hún er sátt en vantar smá flugelda í lífið. Hún á vel gerðan son og virðist hafa náð ágætis frið í gegnum eigin rútínu. Það virðist ekki breyta miklu þegar hún er fengin til að aðstoða við yfirlitssýningu um list Sirríar, látinnar móður sinnar. Ólíkt föður sínum og bróður virðist hún nefnilega búin að vinna í sínum málum og búin að ná sátt við þessa erfiðu móður.

Sirrí er sannarlega ákveðin erkitýpa, listakona af hippakynslóðinni sem yfirgefur börnin og fórnar fjölskyldulífinu fyrir listina. Þetta kynslóðabil er einkennandi fyrir flestallar konurnar í sögunni, eldri konurnar eru iðulega kjaftforar og bersöglar á meðan þær yngri daðra jafnvel stundum við tepruskap – þeim finnst hálfpartinn að það þurfi að ritskoða þessar gömlu kjaftforu kynsystur sínar. Þannig birtir sagan okkur kynslóð sem virðist átakafælnari og uppreisnarlatari en sú sem á undan kom – og tómarúmið sem hún virðist upplifa á köflum þess vegna. Hún deilir vissulega samfélagslegri meðvitund og pólitík móðurinnar í flestu, en hana vantar ástríðuna – þetta brennur ekki á henni. Hún erfði listina en ekki ástríðuna, hún syngur í jarðarförum sem er ekki ólíkt þeim listræna dauða sem móðirin óttaðist mest.

Hlutverk Kamillu virðist þó frekar einfalt. Hún er eini ættinginn sem sýnir þessari sýningu einhvern áhuga og því er hún fengin til að hjálpa til við að nálgast ættingjana og fá frá þeim listgripi og efni tengt Sirrí. Það gengur þó ansi illa – þangað til hún kemst að því að einhverjir kassar séu hjá móður látins elskhuga mömmunnar í Bandaríkjunum. Þegar þangað kemur fer ástin svo að kræla á sér, bæði gömul ást og ný. En það er þó sú gamla sem hefur yfirhöndina.

Í kössunum finnur hún nefnilega ekki bara safngripi, heldur líka gömul bréf móður sinnar til Ingólfs, elskhugans sem virðist hafa verið stóra ástin í lífi hennar. Þetta eru bersögul bréf og Kamilla lærir sitthvað nýtt um móður sína, þótt fátt komi það henni á óvart; bréfin eru svo sannarlega í karakter hinnar kjaftforu listakonu og áhugalausu móður. Þar kemur hins vegar forvitnilegt rof í upplifun lesanda og Kamillu, því þótt lesandinn skemmti sér yfir þessari hömlulausu konu, án þess að hneykslast nein ósköp, þá stingur þetta Kamillu. Því þetta er móðir hennar og flest sem hún finnur í bréfunum eru ítrekuð svik við fjölskylduna og sinnuleysi gagnvart henni. Innst inni leyfði hún sér kannski að vona að móðirin hafi elskað hana – en þessi bréf virðast tortíma þeirri von.

Listin eða listamaðurinn?

„Ég var búin að segja þér það, fullt af fólki hefur eingöngu áhuga á listamanninum Sirrí. Í alvörunni, ég veit ekki á hvaða tímum þú heldur að við lifum, en fólk hefur séð allan andskotann í fjölskylduaðstæðum og er ekki að kippa sér upp við það þótt ein kona sé ekki súpergóð móðir eða hafi haldið framhjá.“

Þessi sena sýnir ágætlega hvernig þessi mál horfa öðruvísi við fjölskyldunni annars vegar og umheiminum hins vegar – og líka það hvernig bók sem líklega hefur verið kláruð á þessu ári er strax að örlitlu leyti orðin söguleg skáldsaga. Kannski voru þessar fullyrðingar Þóreyjar sýningarstjóra líka ósannar síðasta vor – en nú á dögum #metoo lifum við sannarlega á tímum þar sem fólk kippir sér upp við syndir listamanna og klippir þá jafnvel út úr tilbúnum verkum eða frestar frumsýningu út af mögulegum skandölum.

Þannig eru áhyggjur Kamillu skyndilega orðnar áhyggjur listaheimsins alls, þótt tilefnið sé vissulega allt annað. En hér er hins vegar rétt að vara við örlitlu spilliefni fyrir þá sem vilja ekkert vita of mikið fyrirfram:

Kamillu dettur örþrifaráð í hug. Fyrir hálfgerða tilviljun, í hálfgerðu óráði, fer hún að bæta í bréfin – og endar á að endurskrifa þau öll með falsaðri rithönd móður sinnar. Ein lítil hvít lygi stækkar og stækkar – þótt kannski sé hún að gera fólki greiða, heila það jafnvel. Hún finnur sig betur og betur í hlutverki falsarans, hins skapandi ævisagnaritara, og jafnvel þegar hún er búin að falsa bréfin sjálf þá heldur hún áfram að skrifa.

Það  er eins og hún hafi uppgötvað skáldið í sjálfri sér og um leið og hún grefur sig dýpra og dýpra í eigin gröf kvikna með lesanda áhugaverðar spurningar um eðli lista og fræða og mörkin þar á milli.

Listfræði og menningarrýni snýst meðal annars um að reyna að temja hið ótamda, en um leið að reyna að skilja það – en þótt Kamilla sé í raun að reyna að temja móður sína freistast hún til þess að kasta af sér fræðimannshamnum og taka sér ham svindlarans – eða listamannsins. Hún er lygarinn sem má ekki ljúga, hún hefur afsalað sér sínu listræna frelsi með því að ganga inn í  hlutverk skrásetjarans.

En hún vill ekki skrásetja móður sína eða skilja hana, hún er búin að gera nóg af því, búin að reyna það nógu lengi. Hún vill einfaldlega semja hana upp á nýtt, það er hennar móðurmorð. Svo er spurningin bara hvort listfræðingarnir leyfi það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
5
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.
Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
6
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár