Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Missti bróður sinn á jóladag

Hólm­fríð­ur Ólafs­dótt­ir missti bróð­ur sinn á jóla­dag og föð­ur þeg­ar hún var að hefja fram­halds­skóla­nám. Eft­ir slys varð hún að skipta um starfs­vett­vang og ákvað að verða djákni, þar sem hún reyn­ir nú að nýta reynslu sína til góðs. Hún heim­sæk­ir reglu­lega ein­stæð­inga og seg­ir að marg­ir séu einmana. Hún ráð­legg­ur þeim sem vilja hjálpa öðr­um að ger­ast heim­sókn­ar­vin­ir.

Missti bróður sinn á jóladag

Hólmfríður Ólafsdóttir var ekki nema níu ára gömul þegar eldri bróðir hennar lést með voveiflegum hætti á jóladag, þá fjórtán ára gamall. Hann var á leið til ömmu þeirra og afa, með frænda þeirra, þegar hann lenti í bílslysi og lést. Hólmfríður var heima, að leika sér með nýja Barbie-dótið, þegar hún fékk fréttirnar. „Annað man ég ekki, ekki nema frá jarðarförinni.“

Þetta var árið 1978 og í þá daga var ekki boðið upp á neina áfallahjálp fyrir fjölskylduna. „Mér er minnisstætt að í jarðarförinni hans var ég alltaf að reyna að passa upp á að reyna að vera svo dugleg fyrir mömmu að gráta ekki. Ég horfði aftur í kirkjuna og sá að ég var örugglega sú eina sem var ekki að skæla. Ég var rosalega ánægð með mig. Ég fékk svo skammir frá frænkum mínum út af þessu.“

Sorgin var mikil og stórt skarð höggvið í fjölskylduna. „Hann …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár