Hólmfríður Ólafsdóttir var ekki nema níu ára gömul þegar eldri bróðir hennar lést með voveiflegum hætti á jóladag, þá fjórtán ára gamall. Hann var á leið til ömmu þeirra og afa, með frænda þeirra, þegar hann lenti í bílslysi og lést. Hólmfríður var heima, að leika sér með nýja Barbie-dótið, þegar hún fékk fréttirnar. „Annað man ég ekki, ekki nema frá jarðarförinni.“
Þetta var árið 1978 og í þá daga var ekki boðið upp á neina áfallahjálp fyrir fjölskylduna. „Mér er minnisstætt að í jarðarförinni hans var ég alltaf að reyna að passa upp á að reyna að vera svo dugleg fyrir mömmu að gráta ekki. Ég horfði aftur í kirkjuna og sá að ég var örugglega sú eina sem var ekki að skæla. Ég var rosalega ánægð með mig. Ég fékk svo skammir frá frænkum mínum út af þessu.“
Sorgin var mikil og stórt skarð höggvið í fjölskylduna. „Hann …
Athugasemdir