Kaldakol eftir Þórarin Leifsson, rithöfund og myndlistarmann, er einkar athyglisverð skáldsaga um fjarstæðukennda atburðarás og eitthvað sem hefði getað gerst. Bókin fjallar um eldgos og rýmingu Íslands. Til verður Ísland án Íslendinga.
Peningaöflin spila stóra rullu í bókinni. Bókin er skrifuð í Berlín undir áhrifum frá heimssögulegum atburðum.
Bókin er einkar vel stíluð og á mannamáli. Þórarinn er enda reyndur höfundur og hefur meðal annars skrifað barnabækur þar sem áskorunin er sú að vera skiljanlegur. Það er dökkur undirtónn í bókinni. Það hefur höfundurinn útskýrt með hinu dramatíska efni og þeirri staðreynd að bókin er skrifuð í Berlín þar sem martröð seinni heimsstyrjaldarinnar lauk með dauða Adolfs Hitler.
Útlit Kaldakols er svalt. Kápan er grá og afskaplega stílhrein. Lipur bók og læsileg. Léttleiki í bland við drungann. Það verður enginn svikinn af lestri hennar og auðvelt að láta ímyndunaraflið svífa með sig um yfirgefið Ísland.
Kaldakol er 280 síður. Útgefandi …
Athugasemdir