Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þúsund þakkir, Jóga

Þúsund þakkir, Jóga

Þúsund kossar er að mörgu leyti einstök bók. Þar ber fyrst að telja að þar skrifar Jón Gnarr sögu Jógu, konu sinnar. Það út af fyrir sig hlýtur að hafa verið snúið verkefni fyrir svo nákomið fólk að skrifa saman bók um svo persónulega reynslu sem raun ber vitni. En þetta heppnaðist vel og úr verður sterk saga sem lýsir konu sem fer ótroðnar slóðir í lífinu og hrekst inn í aðstæður sem eru líkari mögnuðum og úthugsuðum söguþræði í glæpasögu en raunverulegri upplifun ungrar konu sem í sakleysi sínu treystir fólki.

Alvarlegt bílslys

Jóga hefur lítið sem ekkert gert af því að koma fram opinberlega; hálfgerð huldukona. Í borgarstjóratíð Jóns, manns hennar, var hún sveipuð dulúð. Hún virtist ekkert kæra sig um athyglina sem fylgdi því að vera maki borgarstjóra. En nú kveður við nýjan tón. Jón taldi hana inn á það að segja sögu sína og þá sérstaklega af alvarlegu bílslysi sem Jóga lenti í í Bandaríkjunum og eftirmálum þess. Jóga stórslasaðist og þurfti að berjast fyrir bótum alla leið upp í Hæstarétt Bandaríkjanna.

Þúsund kossar lýsir barnæsku Jógu í Kópavogi. Hún fór gjarnan í heimsóknir á Kópavogshælið til að heimsækja vistkonurnar í því skyni að gleðja þær. Þessi hluti bókarinnar lýsir mikilli manngæsku sögupersónunnar sem finnur upp á alls konar skemmtilegheitum til að gleðja konurnar sem dvöldu á heimilinu við dapurlegar aðstæður. Hún kenndi þeim að dansa og söng fyrir þær og spilaði á píanó. Svo datt henni í hug að koma upp bókasafni fyrir þær. Hún sótti bunka af bókum á bókasafnið í Kársnesskóla og kom þeim haganlega fyrir í hillu á Kópavogshæli. Vistkonurnar urðu himinlifandi.

Þarna er lýst algjörlega einstakri atburðarás. 

Ein kvennanna hafði einlægan áhuga á brúðkaupum og safnaði úrklippum tengdum þannig viðburðum í möppu. Önnur átti kærasta, Jóa á hjólinu, og þráði ekkert heitar en að giftast honum, sem var óhugsandi. Jóga fann til með konunni og fann leið til að gleðja hana. Kærastinn var kallaður til og Jóga gaf þau saman með pomp og prakt sem endaði með stóru amen. Svo settu þau upp gardínuhringa og brúðguminn hjólaði sína leið; einn.

Einstök bókSterk saga konu sem fer ótroðnar slóðir í lífinu og hrekst inn í aðstæður sem líkjast söguþræði glæpasögu.

11 milljónir í bætur

Merkilegasti hluti bókarinnar fjallar um dómsmálið í Bandaríkjunum sem stóð um árabil. Jóga vann málið að lokum, Henni voru dæmdar 110 þúsund dollarar í bætur, eða rúmlega 11 milljónir íslenskra króna. En þá hófst atburðarás sem reyndist henni dýrkeypt. Jóga dregur ekkert undan í þeirri frásögn sinni. Lesandinn verður gjörsamlega agndofa. Þarna er lýst algjörlega einstakri atburðarás. Í eftirmála bókarinnar rifjar Jóga upp atburðinn og reynir að varpa ljósi á ástæður þess að svona fór.

Huldukonan Jóga

Þúsund kossar er hlý og góð bók. Huldukonan Jóga gefur fólki fágæta innsýn í líf sitt. Það er ekki einfalt að opna mál eins og það sem kemur fram í lok bókarinnar. Þessu máli fylgir skömm, þótt Jóga sé þolandinn. Það þarf svo sannarlega kjark til að lýsa því sem gerðist í lífi hennar eftir að Hæstiréttur hafði dæmt henni í hag. Einstök frásögn og opinská. 

Þúsund þakkir, Jóga og Jón, fyrir sterka sögu.

Þúsund þakkir, Jóga og Jón, fyrir sterka sögu. Hún er ein þeirra bestu sinnar gerðar í jólabókaflóðinu. Það verður enginn svikinn af því að lesa sér til ánægju og betrunar um Jógu sem varpar af sér huliðshjúpnum með eftirminnilegum hætti. 

Kápa bókarinnar er í senn sérstök, látlaus og falleg. Titillinn hittir beint í mark. Bókin er öllum aðstandendum til sóma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bókadómar

Sagan um Rúnu
GagnrýniBókadómar

Sag­an um Rúnu

Rúna, ör­laga­saga, er snot­ur bók um sveita­stúlku norð­an úr Húna­vatns­sýslu sem náði mikl­um ár­angri á heims­mæli­kvarða við að temja hross og keppa til glæstra sigra. Sjálf­ur Orri frá Þúfu, verð­mæt­asti stóð­hest­ur Ís­lands, er eitt þeirra hrossa sem Rúna, eða Guð­rún Ein­ars­dótt­ir,  upp­götv­aði. Upp­haf sög­unn­ar er á Mos­felli fyr­ir norð­an þar sem Rúna elst upp í faðmi stór­fjöl­skyld­unn­ar. Þar kynnt­ist hún...
Einstök saga Önnu
GagnrýniBókadómar

Ein­stök saga Önnu

Trans­kon­an Anna Kristjáns­dótt­ir varð ann­ar ein­stak­ling­ur­inn á Ís­landi til að brjót­ast út úr lík­ama sín­um sem karl og verða kona. Anna fædd­ist sem dreng­ur og fékk nafn­ið Kristján. Snemma upp­götv­aði dreng­ur­inn að hann væri í raun­inni stúlka. Hann hafði yndi af því að klæð­ast fatn­aði sem stúlka. Guðríð­ur Har­alds­dótt­ir blaða­mað­ur skráði sögu Önnu í bók­inni, Anna, eins og ég er....
„Goodbye my friend its hard to die“
GagnrýniBókadómar

„Good­bye my friend its hard to die“

Mika­el Torfa­son er ein­stak­lega ein­læg­ur, sum­ir kynnu að segja mis­kunn­ar­laus, í frá­sögn­um sín­um af fjöl­skyldu­mál­um. Synda­fall­ið er bók af svip­uð­um toga og Týnd í para­dís sem kom út fyr­ir tveim­ur ár­um. Um­fjöll­un­ar­efn­ið er sem fyrr fjöl­skylda höf­und­ar og vensla­fólki. Og það er ekk­ert dreg­ið und­an. Mika­el tek­ur fyr­ir öll tabú­in. Þarna er fram­hjá­hald, geð­veiki, sjálfs­vígstilraun, drykkju­skap­ur og trú­arof­stæki.   Synda­fall­ið...

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár