Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þúsund þakkir, Jóga

Þúsund þakkir, Jóga

Þúsund kossar er að mörgu leyti einstök bók. Þar ber fyrst að telja að þar skrifar Jón Gnarr sögu Jógu, konu sinnar. Það út af fyrir sig hlýtur að hafa verið snúið verkefni fyrir svo nákomið fólk að skrifa saman bók um svo persónulega reynslu sem raun ber vitni. En þetta heppnaðist vel og úr verður sterk saga sem lýsir konu sem fer ótroðnar slóðir í lífinu og hrekst inn í aðstæður sem eru líkari mögnuðum og úthugsuðum söguþræði í glæpasögu en raunverulegri upplifun ungrar konu sem í sakleysi sínu treystir fólki.

Alvarlegt bílslys

Jóga hefur lítið sem ekkert gert af því að koma fram opinberlega; hálfgerð huldukona. Í borgarstjóratíð Jóns, manns hennar, var hún sveipuð dulúð. Hún virtist ekkert kæra sig um athyglina sem fylgdi því að vera maki borgarstjóra. En nú kveður við nýjan tón. Jón taldi hana inn á það að segja sögu sína og þá sérstaklega af alvarlegu bílslysi sem Jóga lenti í í Bandaríkjunum og eftirmálum þess. Jóga stórslasaðist og þurfti að berjast fyrir bótum alla leið upp í Hæstarétt Bandaríkjanna.

Þúsund kossar lýsir barnæsku Jógu í Kópavogi. Hún fór gjarnan í heimsóknir á Kópavogshælið til að heimsækja vistkonurnar í því skyni að gleðja þær. Þessi hluti bókarinnar lýsir mikilli manngæsku sögupersónunnar sem finnur upp á alls konar skemmtilegheitum til að gleðja konurnar sem dvöldu á heimilinu við dapurlegar aðstæður. Hún kenndi þeim að dansa og söng fyrir þær og spilaði á píanó. Svo datt henni í hug að koma upp bókasafni fyrir þær. Hún sótti bunka af bókum á bókasafnið í Kársnesskóla og kom þeim haganlega fyrir í hillu á Kópavogshæli. Vistkonurnar urðu himinlifandi.

Þarna er lýst algjörlega einstakri atburðarás. 

Ein kvennanna hafði einlægan áhuga á brúðkaupum og safnaði úrklippum tengdum þannig viðburðum í möppu. Önnur átti kærasta, Jóa á hjólinu, og þráði ekkert heitar en að giftast honum, sem var óhugsandi. Jóga fann til með konunni og fann leið til að gleðja hana. Kærastinn var kallaður til og Jóga gaf þau saman með pomp og prakt sem endaði með stóru amen. Svo settu þau upp gardínuhringa og brúðguminn hjólaði sína leið; einn.

Einstök bókSterk saga konu sem fer ótroðnar slóðir í lífinu og hrekst inn í aðstæður sem líkjast söguþræði glæpasögu.

11 milljónir í bætur

Merkilegasti hluti bókarinnar fjallar um dómsmálið í Bandaríkjunum sem stóð um árabil. Jóga vann málið að lokum, Henni voru dæmdar 110 þúsund dollarar í bætur, eða rúmlega 11 milljónir íslenskra króna. En þá hófst atburðarás sem reyndist henni dýrkeypt. Jóga dregur ekkert undan í þeirri frásögn sinni. Lesandinn verður gjörsamlega agndofa. Þarna er lýst algjörlega einstakri atburðarás. Í eftirmála bókarinnar rifjar Jóga upp atburðinn og reynir að varpa ljósi á ástæður þess að svona fór.

Huldukonan Jóga

Þúsund kossar er hlý og góð bók. Huldukonan Jóga gefur fólki fágæta innsýn í líf sitt. Það er ekki einfalt að opna mál eins og það sem kemur fram í lok bókarinnar. Þessu máli fylgir skömm, þótt Jóga sé þolandinn. Það þarf svo sannarlega kjark til að lýsa því sem gerðist í lífi hennar eftir að Hæstiréttur hafði dæmt henni í hag. Einstök frásögn og opinská. 

Þúsund þakkir, Jóga og Jón, fyrir sterka sögu.

Þúsund þakkir, Jóga og Jón, fyrir sterka sögu. Hún er ein þeirra bestu sinnar gerðar í jólabókaflóðinu. Það verður enginn svikinn af því að lesa sér til ánægju og betrunar um Jógu sem varpar af sér huliðshjúpnum með eftirminnilegum hætti. 

Kápa bókarinnar er í senn sérstök, látlaus og falleg. Titillinn hittir beint í mark. Bókin er öllum aðstandendum til sóma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bókadómar

Sagan um Rúnu
GagnrýniBókadómar

Sag­an um Rúnu

Rúna, ör­laga­saga, er snot­ur bók um sveita­stúlku norð­an úr Húna­vatns­sýslu sem náði mikl­um ár­angri á heims­mæli­kvarða við að temja hross og keppa til glæstra sigra. Sjálf­ur Orri frá Þúfu, verð­mæt­asti stóð­hest­ur Ís­lands, er eitt þeirra hrossa sem Rúna, eða Guð­rún Ein­ars­dótt­ir,  upp­götv­aði. Upp­haf sög­unn­ar er á Mos­felli fyr­ir norð­an þar sem Rúna elst upp í faðmi stór­fjöl­skyld­unn­ar. Þar kynnt­ist hún...
Einstök saga Önnu
GagnrýniBókadómar

Ein­stök saga Önnu

Trans­kon­an Anna Kristjáns­dótt­ir varð ann­ar ein­stak­ling­ur­inn á Ís­landi til að brjót­ast út úr lík­ama sín­um sem karl og verða kona. Anna fædd­ist sem dreng­ur og fékk nafn­ið Kristján. Snemma upp­götv­aði dreng­ur­inn að hann væri í raun­inni stúlka. Hann hafði yndi af því að klæð­ast fatn­aði sem stúlka. Guðríð­ur Har­alds­dótt­ir blaða­mað­ur skráði sögu Önnu í bók­inni, Anna, eins og ég er....
„Goodbye my friend its hard to die“
GagnrýniBókadómar

„Good­bye my friend its hard to die“

Mika­el Torfa­son er ein­stak­lega ein­læg­ur, sum­ir kynnu að segja mis­kunn­ar­laus, í frá­sögn­um sín­um af fjöl­skyldu­mál­um. Synda­fall­ið er bók af svip­uð­um toga og Týnd í para­dís sem kom út fyr­ir tveim­ur ár­um. Um­fjöll­un­ar­efn­ið er sem fyrr fjöl­skylda höf­und­ar og vensla­fólki. Og það er ekk­ert dreg­ið und­an. Mika­el tek­ur fyr­ir öll tabú­in. Þarna er fram­hjá­hald, geð­veiki, sjálfs­vígstilraun, drykkju­skap­ur og trú­arof­stæki.   Synda­fall­ið...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár