Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Einstök saga Önnu

Einstök saga Önnu

Transkonan Anna Kristjánsdóttir varð annar einstaklingurinn á Íslandi til að brjótast út úr líkama sínum sem karl og verða kona. Anna fæddist sem drengur og fékk nafnið Kristján. Snemma uppgötvaði drengurinn að hann væri í rauninni stúlka. Hann hafði yndi af því að klæðast fatnaði sem stúlka.

Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður skráði sögu Önnu í bókinni, Anna, eins og ég er. Þar er lýst bernskuárum Kristjáns og baráttunni við að fá að vera hún. Kristján lærði til vélstjóra og gekk í hjónaband. Börnin urðu þrjú. Kristján var vélstjóri á togara og stundaði sjóinn til að framfleyta fjölskyldu sinni. En undir niðri var alltaf sú vissa að hann, togarajaxlinn, væri í raun kona. Bókin lýsir því þegar hann ákveður loksins að skilja og fara í leiðréttingarferli. Kristján varð Anna og hún settist að í Svíþjóð þar sem áralöng barátta fyrir því að vera af réttu kyni hófst. Eftir að hafa sigrað sænska kerfið sneri Anna heim. Þar beið hennar einelti og ýmsar hindranir. Saga Önnu er einstök. Þetta er baráttusaga einstaklings fyrir þeim rétti sínum að tilheyra réttu kyni. 

Bókaútgáfan Hólar gefur Önnu út.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bókadómar

Sagan um Rúnu
GagnrýniBókadómar

Sag­an um Rúnu

Rúna, ör­laga­saga, er snot­ur bók um sveita­stúlku norð­an úr Húna­vatns­sýslu sem náði mikl­um ár­angri á heims­mæli­kvarða við að temja hross og keppa til glæstra sigra. Sjálf­ur Orri frá Þúfu, verð­mæt­asti stóð­hest­ur Ís­lands, er eitt þeirra hrossa sem Rúna, eða Guð­rún Ein­ars­dótt­ir,  upp­götv­aði. Upp­haf sög­unn­ar er á Mos­felli fyr­ir norð­an þar sem Rúna elst upp í faðmi stór­fjöl­skyld­unn­ar. Þar kynnt­ist hún...
„Goodbye my friend its hard to die“
GagnrýniBókadómar

„Good­bye my friend its hard to die“

Mika­el Torfa­son er ein­stak­lega ein­læg­ur, sum­ir kynnu að segja mis­kunn­ar­laus, í frá­sögn­um sín­um af fjöl­skyldu­mál­um. Synda­fall­ið er bók af svip­uð­um toga og Týnd í para­dís sem kom út fyr­ir tveim­ur ár­um. Um­fjöll­un­ar­efn­ið er sem fyrr fjöl­skylda höf­und­ar og vensla­fólki. Og það er ekk­ert dreg­ið und­an. Mika­el tek­ur fyr­ir öll tabú­in. Þarna er fram­hjá­hald, geð­veiki, sjálfs­vígstilraun, drykkju­skap­ur og trú­arof­stæki.   Synda­fall­ið...

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár