Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sænskar konur lýsa rótgróinni menningu ofbeldis og kynjamisréttis innan sænsks dómskerfis

Yf­ir fjög­ur þús­und kon­ur lýsa kyn­ferð­isof­beldi inn­an sænska rétt­ar­kerf­is­ins og þar­lend­um lög­manns­stof­um.

Sænskar konur lýsa rótgróinni menningu ofbeldis og kynjamisréttis innan sænsks dómskerfis

Alls stíga 4.445 konur innan úr sænska réttarkerfinu fram í dag og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, áreitni og mismunun innan dómskerfisins þar ytra. Yfirlýsing kvennanna var birt í Svenska Dagbladed í morgun. Yfirlýsingin, sem er innblásin af #metoo byltingunni, kemur í kjölfar yfirlýsingar 578 sænskra leikkvenna sem lýstu kynferðisofbeldi innan síns geira í síðustu viku. 

Sögurnar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Ein konan segir frá því að saksóknari hafi hringt í hana ítrekað að nóttu til og beðið hana að hitta sig. Þegar hún afþakkaði segir hún að hann hafi haldið áfram að hringja, sent henni SMS og lesið inn skilaboð á símsvarann hennar, þar sem hann kallaði hana meðal annars „helvítis hóru“, hann geti eyðilagt feril hennar og að hann muni sjá til þess að hún fái aldrei vinnu sem lögmaður. 

Að minnsta kosti ein þessara kvenna segist hafa verið nauðgað af dómara. Önnur segir að dómari, sem var henni sem lærifaðir, hafi beðið hana um að greiða fyrir ráðleggingar og stuðning með því að veita honum munnmök. Enn önnur lýsir því þegar hún var að dæma í nauðgunarmáli og karlkyns samdómari hafi sýnt henni myndir af þremur sakborningum í málinu og spurt hvern af þessum þremur hún myndi helst vilja láta nauðga sér. 

Margar lýsa mismunun, áreitni og valdaójafnvægi á sænskum lögmannsstofum. Ein þeirra segir að það hafi til að mynda verið „mikilvæg óskrifuð regla“ að þegar von var á bandarískum viðskiptavinum þá ættu ungu starfsmennirnir að klæðast stuttum pilsum. 

Krefjast breytinga

„Kannski er ekki skrítið að ekkert breytist. Þeir sem hafa valdið til að breyta kerfinu, þeir sem hafa völd til þess að veita stöðuhækkanir, atvinnutækifæri, hækka laun og útdeila verkefnum, eru þeir sem sem græða á núverandi ástandi, og það gæti reynst þeim dýrkeypt að tala fyrir breytingum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu kvennanna. 

Tilgangurinn sé ekki að ráðast á ákveðna einstaklinga, heldur að standa vörð um traust og trúverðugleika sænsk réttarkerfis. „Við höfum sýnt ábyrgð með því að sýna ykkur hvernig raunveruleikinn lítur út. Nú er komið að öðrum að bregðast við. Við krefjumst þess að konur verði ekki lengur kyngerðar, jaðarsettar, niðurlægðar og beittar ofbeldi í okkar geira. Við þörfnumst þess að þið sem hafið völd innan réttarkerfisins - eigendur á lögmannsstofum, dómarar, háttsettir ríkisstarfsmenn og fleiri - takið ábyrgð. Að þið sýnið aðgát, hættið að líta framhjá ofbeldi og látið þann sem ber ábyrgð svara til saka. Við viljum að bæði konur og karlar geti brotist út úr þögninni um þessa menningu og að þeim sem þora að hafa hátt verði ekki refsað,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár