Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sænskar konur lýsa rótgróinni menningu ofbeldis og kynjamisréttis innan sænsks dómskerfis

Yf­ir fjög­ur þús­und kon­ur lýsa kyn­ferð­isof­beldi inn­an sænska rétt­ar­kerf­is­ins og þar­lend­um lög­manns­stof­um.

Sænskar konur lýsa rótgróinni menningu ofbeldis og kynjamisréttis innan sænsks dómskerfis

Alls stíga 4.445 konur innan úr sænska réttarkerfinu fram í dag og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, áreitni og mismunun innan dómskerfisins þar ytra. Yfirlýsing kvennanna var birt í Svenska Dagbladed í morgun. Yfirlýsingin, sem er innblásin af #metoo byltingunni, kemur í kjölfar yfirlýsingar 578 sænskra leikkvenna sem lýstu kynferðisofbeldi innan síns geira í síðustu viku. 

Sögurnar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Ein konan segir frá því að saksóknari hafi hringt í hana ítrekað að nóttu til og beðið hana að hitta sig. Þegar hún afþakkaði segir hún að hann hafi haldið áfram að hringja, sent henni SMS og lesið inn skilaboð á símsvarann hennar, þar sem hann kallaði hana meðal annars „helvítis hóru“, hann geti eyðilagt feril hennar og að hann muni sjá til þess að hún fái aldrei vinnu sem lögmaður. 

Að minnsta kosti ein þessara kvenna segist hafa verið nauðgað af dómara. Önnur segir að dómari, sem var henni sem lærifaðir, hafi beðið hana um að greiða fyrir ráðleggingar og stuðning með því að veita honum munnmök. Enn önnur lýsir því þegar hún var að dæma í nauðgunarmáli og karlkyns samdómari hafi sýnt henni myndir af þremur sakborningum í málinu og spurt hvern af þessum þremur hún myndi helst vilja láta nauðga sér. 

Margar lýsa mismunun, áreitni og valdaójafnvægi á sænskum lögmannsstofum. Ein þeirra segir að það hafi til að mynda verið „mikilvæg óskrifuð regla“ að þegar von var á bandarískum viðskiptavinum þá ættu ungu starfsmennirnir að klæðast stuttum pilsum. 

Krefjast breytinga

„Kannski er ekki skrítið að ekkert breytist. Þeir sem hafa valdið til að breyta kerfinu, þeir sem hafa völd til þess að veita stöðuhækkanir, atvinnutækifæri, hækka laun og útdeila verkefnum, eru þeir sem sem græða á núverandi ástandi, og það gæti reynst þeim dýrkeypt að tala fyrir breytingum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu kvennanna. 

Tilgangurinn sé ekki að ráðast á ákveðna einstaklinga, heldur að standa vörð um traust og trúverðugleika sænsk réttarkerfis. „Við höfum sýnt ábyrgð með því að sýna ykkur hvernig raunveruleikinn lítur út. Nú er komið að öðrum að bregðast við. Við krefjumst þess að konur verði ekki lengur kyngerðar, jaðarsettar, niðurlægðar og beittar ofbeldi í okkar geira. Við þörfnumst þess að þið sem hafið völd innan réttarkerfisins - eigendur á lögmannsstofum, dómarar, háttsettir ríkisstarfsmenn og fleiri - takið ábyrgð. Að þið sýnið aðgát, hættið að líta framhjá ofbeldi og látið þann sem ber ábyrgð svara til saka. Við viljum að bæði konur og karlar geti brotist út úr þögninni um þessa menningu og að þeim sem þora að hafa hátt verði ekki refsað,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár