Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vinstri græn ræða stjórnarsamstarf sem kjósendur flokksins vildu ekki

Að­eins 3 pró­sent kjós­enda VG vilja Sjálf­stæð­is­flokk­inn í rík­is­stjórn sam­kvæmt könn­un sem var gerð fyr­ir kosn­ing­ar. Skipt­ar skoð­an­ir eru um mál­ið inn­an þing­flokks­ins og mik­il and­staða í gras­rót­inni.

Vinstri græn ræða stjórnarsamstarf sem kjósendur flokksins vildu ekki

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er líklegri til að valda Vinstri grænum tjóni en hinum flokkunum ef marka má skoðanakönnun Gallup á afstöðu stuðningsfólks flokkanna. 

Í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna þriggja er lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra og að Bjarni Benediktsson verði fjármálaráðherra. Fullyrt er í Fréttablaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkurinn geri kröfu um fimm til sex ráðherraembætti.

Á sama tíma hafa Samfylkingin, Píratar og Viðreisn lýst yfir vilja til að ræða við Vinstri græn um myndun ríkisstjórnar, annaðhvort með Framsóknarflokknum eða Flokki fólksins. Píratar telja Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórntækan vegna hneykslismála og Samfylkingin hefur alfarið hafnað tilboði um þátttöku í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

Katrín heldur öllu opnu

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru mjög skiptar skoðanir á hugsanlegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn innan þingflokks Vinstri grænna. Innan grasrótarinnar er mikil andstaða við slíkt. 

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir hafa hins vegar fengið skýrt umboð frá þingflokknum til að kanna mögulega samstarfsfleti. „Katrín er með óskorað umboð til þreifinga sem hún telur skynsamlegar,“ segir einn þeirra þingmanna sem Stundin hefur rætt við.

Viðmælendur blaðsins úr þeim flokkum sem áttu í óformlegum viðræðum við VG eftir kosningar undrast hve opin Katrín Jakobsdóttir virðist hafa verið fyrir myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Fullyrt er að Katrín hafi vakið máls á því meðan viðræður VG, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata stóðu enn yfir að hún væri opin fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokk. Hins vegar mátti túlka þau orð sem útspil til að styrkja samningsstöðu VG fremur en sem raunverulegan vilja Katrínar.

Í kosningabaráttu Vinstri grænna lokaði Katrín ekki á neina samstarfsmöguleika. Óánægjan í baklandi VG flækir hins vegar málin. Sú óánægja er mælanleg og var fyrirsjáanleg. Könnun Gallup á stuðningi við stjórnmálaflokka sem birt var þann 20. september, rúmum mánuði fyrir kosningar, sýndi að einungis þrjú prósent stuðningsfólks Vinstri grænna vildu að Sjálfstæðisflokkur færi í ríkisstjórn. Þetta er í samræmi við áherslur þeirra sem studdu Samfylkinguna og Pírata, en aðeins tvö prósent þess hóps vildu Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn. 

Sjálfstæðismenn voru hins vegar opnari fyrir samstarfi við Vinstri græna og vildu 18 prósent þeirra fá flokkinn í stjórn. Óskamöguleiki stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks var hins vegar Framsóknarflokkurinn, sem 71 prósent þeirra vildu í stjórn.

Í baklandi flokkanna eru línurnar þannig nokkuð skýrar. Samkvæmt þeim yrði ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks meira á forsendum síðarnefndu flokkanna tveggja en Vinstri grænna.  Þannig vildi meirihluti stuðningsmanna Framsóknar, eða 51 prósent, fá Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn. 12 prósent kjósenda Vinstri grænna vildu Framsókn í stjórn.

Samstaða um óbreytt ástand?

Málefnalega eiga Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn sitthvað sameiginlegt. Til að mynda boðar enginn flokkanna róttæka uppstokkun í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hins vegar er skatta- og ríkisfjármálastefna Vinstri grænna að mörgu leyti ólík þeirri sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Framsóknarflokkurinn er sveigjanlegri á sviði ríkisfjármála og skattamála og hefur þar bæði sýnt tilhneigingu til hægri og til vinstri. 

Allir þrír flokkanna vilja halda íslensku krónunni og standa utan Evrópusambandsins. Enginn flokkanna hefur lagt höfuðáherslu á stjórnarskrárbreytingar þótt Vinstri græn hafi þá stefnu að innleiða nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Stóriðjustefna stendur varla í vegi fyrir samstarfi flokkanna í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa mýkst í þeim efnum með árunum.

Eftir standa jafnréttismálin. Þannig vakti athygli að í kosningabaráttu VG fór minna fyrir gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn vegna leyndar- og hagsmunatengsla og kerfislægrar afstöðu með gerendum á kostnað þolenda í kynferðisbrotamálum heldur en hjá t.d. Pírötum sem settu málið sérstaklega á oddinn.

Allir flokkarnir hafa boðað verulega útgjaldaaukningu til styrkingar innviða og heilbrigðiskerfisins. Eru flokkarnir sammála um að fjármagna eigi slíka uppbyggingu að hluta til með óreglulegum arðgreiðslum úr bönkunum vegna lækkunar eigin fjár þeirra. 

Helsta bitbeinið er líklega það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað stórfelldar skattalækkanir samhliða útgjaldaaukningunni, en Vinstri græn vilja hækka skatta á hátekjufólk. Ólíklegt er að VG samþykki skattalækkanir á komandi kjörtímabili nema þær séu sérstaklega í þágu lágtekju- og millitekjuhópa. Að sama skapi verður að teljast ósennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn gefi eftir í andstöðu sinni við hátekjuskatta, auðlegðarskatt og hækkun veiðigjalda.

Líklega verður mun erfiðara fyrir flokkana að ná saman um tekjuöflunarleiðir, skattahækkanir og aðgerðir sem draga úr þenslu heldur en að sættast um aukin ríkisútgjöld og aðrar þensluhvetjandi ráðstafanir. Að þessu leyti gæti það orðið þrautin þyngri fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna að viðhalda efnahagslegum stöðugleika á næstu árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár