Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vinstri græn ræða stjórnarsamstarf sem kjósendur flokksins vildu ekki

Að­eins 3 pró­sent kjós­enda VG vilja Sjálf­stæð­is­flokk­inn í rík­is­stjórn sam­kvæmt könn­un sem var gerð fyr­ir kosn­ing­ar. Skipt­ar skoð­an­ir eru um mál­ið inn­an þing­flokks­ins og mik­il and­staða í gras­rót­inni.

Vinstri græn ræða stjórnarsamstarf sem kjósendur flokksins vildu ekki

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er líklegri til að valda Vinstri grænum tjóni en hinum flokkunum ef marka má skoðanakönnun Gallup á afstöðu stuðningsfólks flokkanna. 

Í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna þriggja er lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra og að Bjarni Benediktsson verði fjármálaráðherra. Fullyrt er í Fréttablaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkurinn geri kröfu um fimm til sex ráðherraembætti.

Á sama tíma hafa Samfylkingin, Píratar og Viðreisn lýst yfir vilja til að ræða við Vinstri græn um myndun ríkisstjórnar, annaðhvort með Framsóknarflokknum eða Flokki fólksins. Píratar telja Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórntækan vegna hneykslismála og Samfylkingin hefur alfarið hafnað tilboði um þátttöku í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

Katrín heldur öllu opnu

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru mjög skiptar skoðanir á hugsanlegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn innan þingflokks Vinstri grænna. Innan grasrótarinnar er mikil andstaða við slíkt. 

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir hafa hins vegar fengið skýrt umboð frá þingflokknum til að kanna mögulega samstarfsfleti. „Katrín er með óskorað umboð til þreifinga sem hún telur skynsamlegar,“ segir einn þeirra þingmanna sem Stundin hefur rætt við.

Viðmælendur blaðsins úr þeim flokkum sem áttu í óformlegum viðræðum við VG eftir kosningar undrast hve opin Katrín Jakobsdóttir virðist hafa verið fyrir myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Fullyrt er að Katrín hafi vakið máls á því meðan viðræður VG, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata stóðu enn yfir að hún væri opin fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokk. Hins vegar mátti túlka þau orð sem útspil til að styrkja samningsstöðu VG fremur en sem raunverulegan vilja Katrínar.

Í kosningabaráttu Vinstri grænna lokaði Katrín ekki á neina samstarfsmöguleika. Óánægjan í baklandi VG flækir hins vegar málin. Sú óánægja er mælanleg og var fyrirsjáanleg. Könnun Gallup á stuðningi við stjórnmálaflokka sem birt var þann 20. september, rúmum mánuði fyrir kosningar, sýndi að einungis þrjú prósent stuðningsfólks Vinstri grænna vildu að Sjálfstæðisflokkur færi í ríkisstjórn. Þetta er í samræmi við áherslur þeirra sem studdu Samfylkinguna og Pírata, en aðeins tvö prósent þess hóps vildu Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn. 

Sjálfstæðismenn voru hins vegar opnari fyrir samstarfi við Vinstri græna og vildu 18 prósent þeirra fá flokkinn í stjórn. Óskamöguleiki stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks var hins vegar Framsóknarflokkurinn, sem 71 prósent þeirra vildu í stjórn.

Í baklandi flokkanna eru línurnar þannig nokkuð skýrar. Samkvæmt þeim yrði ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks meira á forsendum síðarnefndu flokkanna tveggja en Vinstri grænna.  Þannig vildi meirihluti stuðningsmanna Framsóknar, eða 51 prósent, fá Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn. 12 prósent kjósenda Vinstri grænna vildu Framsókn í stjórn.

Samstaða um óbreytt ástand?

Málefnalega eiga Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn sitthvað sameiginlegt. Til að mynda boðar enginn flokkanna róttæka uppstokkun í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hins vegar er skatta- og ríkisfjármálastefna Vinstri grænna að mörgu leyti ólík þeirri sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Framsóknarflokkurinn er sveigjanlegri á sviði ríkisfjármála og skattamála og hefur þar bæði sýnt tilhneigingu til hægri og til vinstri. 

Allir þrír flokkanna vilja halda íslensku krónunni og standa utan Evrópusambandsins. Enginn flokkanna hefur lagt höfuðáherslu á stjórnarskrárbreytingar þótt Vinstri græn hafi þá stefnu að innleiða nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Stóriðjustefna stendur varla í vegi fyrir samstarfi flokkanna í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa mýkst í þeim efnum með árunum.

Eftir standa jafnréttismálin. Þannig vakti athygli að í kosningabaráttu VG fór minna fyrir gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn vegna leyndar- og hagsmunatengsla og kerfislægrar afstöðu með gerendum á kostnað þolenda í kynferðisbrotamálum heldur en hjá t.d. Pírötum sem settu málið sérstaklega á oddinn.

Allir flokkarnir hafa boðað verulega útgjaldaaukningu til styrkingar innviða og heilbrigðiskerfisins. Eru flokkarnir sammála um að fjármagna eigi slíka uppbyggingu að hluta til með óreglulegum arðgreiðslum úr bönkunum vegna lækkunar eigin fjár þeirra. 

Helsta bitbeinið er líklega það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað stórfelldar skattalækkanir samhliða útgjaldaaukningunni, en Vinstri græn vilja hækka skatta á hátekjufólk. Ólíklegt er að VG samþykki skattalækkanir á komandi kjörtímabili nema þær séu sérstaklega í þágu lágtekju- og millitekjuhópa. Að sama skapi verður að teljast ósennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn gefi eftir í andstöðu sinni við hátekjuskatta, auðlegðarskatt og hækkun veiðigjalda.

Líklega verður mun erfiðara fyrir flokkana að ná saman um tekjuöflunarleiðir, skattahækkanir og aðgerðir sem draga úr þenslu heldur en að sættast um aukin ríkisútgjöld og aðrar þensluhvetjandi ráðstafanir. Að þessu leyti gæti það orðið þrautin þyngri fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna að viðhalda efnahagslegum stöðugleika á næstu árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár