Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vinstri græn ræða stjórnarsamstarf sem kjósendur flokksins vildu ekki

Að­eins 3 pró­sent kjós­enda VG vilja Sjálf­stæð­is­flokk­inn í rík­is­stjórn sam­kvæmt könn­un sem var gerð fyr­ir kosn­ing­ar. Skipt­ar skoð­an­ir eru um mál­ið inn­an þing­flokks­ins og mik­il and­staða í gras­rót­inni.

Vinstri græn ræða stjórnarsamstarf sem kjósendur flokksins vildu ekki

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er líklegri til að valda Vinstri grænum tjóni en hinum flokkunum ef marka má skoðanakönnun Gallup á afstöðu stuðningsfólks flokkanna. 

Í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna þriggja er lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra og að Bjarni Benediktsson verði fjármálaráðherra. Fullyrt er í Fréttablaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkurinn geri kröfu um fimm til sex ráðherraembætti.

Á sama tíma hafa Samfylkingin, Píratar og Viðreisn lýst yfir vilja til að ræða við Vinstri græn um myndun ríkisstjórnar, annaðhvort með Framsóknarflokknum eða Flokki fólksins. Píratar telja Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórntækan vegna hneykslismála og Samfylkingin hefur alfarið hafnað tilboði um þátttöku í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

Katrín heldur öllu opnu

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru mjög skiptar skoðanir á hugsanlegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn innan þingflokks Vinstri grænna. Innan grasrótarinnar er mikil andstaða við slíkt. 

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir hafa hins vegar fengið skýrt umboð frá þingflokknum til að kanna mögulega samstarfsfleti. „Katrín er með óskorað umboð til þreifinga sem hún telur skynsamlegar,“ segir einn þeirra þingmanna sem Stundin hefur rætt við.

Viðmælendur blaðsins úr þeim flokkum sem áttu í óformlegum viðræðum við VG eftir kosningar undrast hve opin Katrín Jakobsdóttir virðist hafa verið fyrir myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Fullyrt er að Katrín hafi vakið máls á því meðan viðræður VG, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata stóðu enn yfir að hún væri opin fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokk. Hins vegar mátti túlka þau orð sem útspil til að styrkja samningsstöðu VG fremur en sem raunverulegan vilja Katrínar.

Í kosningabaráttu Vinstri grænna lokaði Katrín ekki á neina samstarfsmöguleika. Óánægjan í baklandi VG flækir hins vegar málin. Sú óánægja er mælanleg og var fyrirsjáanleg. Könnun Gallup á stuðningi við stjórnmálaflokka sem birt var þann 20. september, rúmum mánuði fyrir kosningar, sýndi að einungis þrjú prósent stuðningsfólks Vinstri grænna vildu að Sjálfstæðisflokkur færi í ríkisstjórn. Þetta er í samræmi við áherslur þeirra sem studdu Samfylkinguna og Pírata, en aðeins tvö prósent þess hóps vildu Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn. 

Sjálfstæðismenn voru hins vegar opnari fyrir samstarfi við Vinstri græna og vildu 18 prósent þeirra fá flokkinn í stjórn. Óskamöguleiki stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks var hins vegar Framsóknarflokkurinn, sem 71 prósent þeirra vildu í stjórn.

Í baklandi flokkanna eru línurnar þannig nokkuð skýrar. Samkvæmt þeim yrði ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks meira á forsendum síðarnefndu flokkanna tveggja en Vinstri grænna.  Þannig vildi meirihluti stuðningsmanna Framsóknar, eða 51 prósent, fá Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn. 12 prósent kjósenda Vinstri grænna vildu Framsókn í stjórn.

Samstaða um óbreytt ástand?

Málefnalega eiga Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn sitthvað sameiginlegt. Til að mynda boðar enginn flokkanna róttæka uppstokkun í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hins vegar er skatta- og ríkisfjármálastefna Vinstri grænna að mörgu leyti ólík þeirri sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Framsóknarflokkurinn er sveigjanlegri á sviði ríkisfjármála og skattamála og hefur þar bæði sýnt tilhneigingu til hægri og til vinstri. 

Allir þrír flokkanna vilja halda íslensku krónunni og standa utan Evrópusambandsins. Enginn flokkanna hefur lagt höfuðáherslu á stjórnarskrárbreytingar þótt Vinstri græn hafi þá stefnu að innleiða nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Stóriðjustefna stendur varla í vegi fyrir samstarfi flokkanna í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa mýkst í þeim efnum með árunum.

Eftir standa jafnréttismálin. Þannig vakti athygli að í kosningabaráttu VG fór minna fyrir gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn vegna leyndar- og hagsmunatengsla og kerfislægrar afstöðu með gerendum á kostnað þolenda í kynferðisbrotamálum heldur en hjá t.d. Pírötum sem settu málið sérstaklega á oddinn.

Allir flokkarnir hafa boðað verulega útgjaldaaukningu til styrkingar innviða og heilbrigðiskerfisins. Eru flokkarnir sammála um að fjármagna eigi slíka uppbyggingu að hluta til með óreglulegum arðgreiðslum úr bönkunum vegna lækkunar eigin fjár þeirra. 

Helsta bitbeinið er líklega það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað stórfelldar skattalækkanir samhliða útgjaldaaukningunni, en Vinstri græn vilja hækka skatta á hátekjufólk. Ólíklegt er að VG samþykki skattalækkanir á komandi kjörtímabili nema þær séu sérstaklega í þágu lágtekju- og millitekjuhópa. Að sama skapi verður að teljast ósennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn gefi eftir í andstöðu sinni við hátekjuskatta, auðlegðarskatt og hækkun veiðigjalda.

Líklega verður mun erfiðara fyrir flokkana að ná saman um tekjuöflunarleiðir, skattahækkanir og aðgerðir sem draga úr þenslu heldur en að sættast um aukin ríkisútgjöld og aðrar þensluhvetjandi ráðstafanir. Að þessu leyti gæti það orðið þrautin þyngri fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna að viðhalda efnahagslegum stöðugleika á næstu árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár