Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bann á umfjöllun Stundarinnar framlengist út árið 2017

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur ákveð­ið að að­al­með­ferð í máli þrota­bús Glitn­is gegn Stund­inni fari fram þann 6. janú­ar 2018. Því verð­ur lög­bann á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar við lýði fram á næsta ár hið minnsta.

Bann á umfjöllun Stundarinnar framlengist út árið 2017
Umfjöllun Stundarinnar Eftir umfjöllun Stundarinnar um viðskipti forsætisráðherra með bréf tengd Glitni, samhliða aðkomu hans að málefnum bankans sem kjörinn fulltrúi, fékk Glitnir samþykkt lögbann á frekari fréttaflutning.

Lögbann á fréttir Stundarinnar upp úr gögnum, sem sögð eru koma úr þrotabúi Glitnis, verður áfram við lýði út þetta ár hið minnsta. Þetta er orðið ljóst eftir að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur boðaði að meðferð dómsmáls um lögbannið yrði ekki haldið áfram fyrr en 6. janúar 2018.

Í dómsmálinu stefnir þrotabú Glitnis, Glitnir Holding, Stundinni fyrir dóm, til að freista þess að fá staðfestingu á lögbanni sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði  á umfjöllun Stundarinnar upp úr tilteknum gögnum sem þrotabúið gerir kröfu til. 

Inngrip í umfjöllun sem varðar ráðherra

Lögbann var sett á Stundina og Reykjavik media mánudaginn 16. október, þegar fulltrúar sýslumannsins í Reykjavík fyrirvaralaust á skrifstofu Stundarinnar ásamt lögmanni Glitnis og tilkynntu að lögbann yrði lagt á áframhaldandi umfjöllun. Fyrirvaralaust dómþing var samþykkt af sýslumanni að kröfu Glitnis með tilvísun um að Stundin hefði annars verið í aðstöðu til að birta meiri upplýsingar upp úr hinum meintu gögnum.

Stundin hafði þá fjallað um að viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra með bréf tengd Glitni, sem og lánamál hans hjá bankanum og boðsferðir, hefðu verið með öðrum hætti en hann hafði sjálfur lýst. Þannig hafði hann til dæmis losnað undan persónulegri ábyrgð á 50 milljóna króna kúluláni, þegar það var flutt yfir á einkahlutafélag í eigu föður hans skömmu fyrir hrun, en félaginu var slitið eftir efnahagshrunið þegar skuldir þess höfðu rokið upp úr öllu valdi. Auk þess fór Bjarni í fleiri boðsferðir í boði bankans en hann hafði greint frá áður, hafði átt 165 milljónir króna í peningamarkaðssjóði Glitnis, sem stangaðist á við fyrri yfirlýsingar, og seldi öll bréf sín í sjóðnum dagana fyrir bankahrunið. Þá fundaði hann með bankastjóra Glitnis um vanda bankans, sem kjörinn fulltrúi, tveimur dögum áður en hann hóf að selja persónuleg hlutabréf sín í bankanum fyrir rúmlega 120 milljónir króna.

Glitnir krafðist þess að Stundin eyddi öllum fréttum sem skrifaðar hefðu verið um málið af internetinu og afhenti tiltekin gögn. Lögmaður þrotabúsins féll hins vegar frá fyrri kröfunni og var síðari kröfunni hafnað, á grundvelli þess að ómögulegt væri að afhenda gögn sem gætu verið til rafrænt.

Sýslumaðurinn í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að með lögbanninu væri verið að „frysta tiltekið ástand“, en þrotabú Glitnis hafði lýst áhyggjum af því að upplýsingar um fjármál þúsunda Íslendinga væri að finna í gögnum sem Stundin hefði undir höndum.

Stundin vildi flýta málinu

Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst ekki á þá vörn Stundarinnar í skyndilegu dómþingi á skrifstofu miðilsins að umfjöllunin ætti erindi til almennings, hefði þýðingu í lýðræðislegu samfélagi og nyti verndar stjórnarbundins tjáningarfrelsis.

Stundin fór fram á að málinu yrði flýtt eins og auðið yrði fyrir héraðsdómi. Beiðni Stundarinnar um flýtimeðferð var ekki formleg í skilningi einkamálalaga, þar sem einungis stefnandi máls getur óskað eftir flýtimeðferð formlega. Hins vegar taldi dómari að dagsetningin samræmdist tímaramma flýtimeðferðamála.

Bæði Kjarninn og Ríkisútvarpið hafa fjallað um upplýsingar um viðskipti innan Glitnis fyrir hrunið á undanförnum vikum. Viðbrögð lögmanns þrotabús Glitnis hafa verið að biðja Kjarnann að upplýsa um hvort frekari umfjöllun væri fyrirhuguð úr gögnunum. Fyrirvaralaus koma á skrifstofur Kjarnans átti sér því ekki stað, líkt og í tilfelli Stundarinnar.

Frá því að Glitnir fékk samþykkt lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media hefur verið greint frá því, upp úr gögnum frá bankanum, að hópur stjórnenda og starfsmanna Glitnis hafði stundað umfangsmikil viðskipti með bréf tengd bankanum eftir að hafa fengið þá vitneskju að stjórnarformaður Glitnis hefði hitt seðlabankastjóra og sóst eftir fyrirgreiðslu Seðlabanka Íslands vegna þess að bankinn væri fyrirsjáanlega ógjaldfær.

Leki á gögnum úr Glitni er til rannsóknar hjá Héraðssaksóknaraembættinu, sem áður hét Sérstakur saksóknari. Ritstjórar Stundarinnar fóru til skýrslutöku hjá embættinu á mánudag og verða samtals tólf blaða- og fréttamenn boðaðir til skýrslutöku hjá embættinu vegna málsins samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.

Fyrirvari vegna hagsmuna: Í fréttinni fjallar Stundin um dómsmál sem varðar Stundina beint og Stundin er aðili að.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár