Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Facebook leyfir áfram nafnlausar áróðursauglýsingar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar

Póli­tísk­ar aug­lýs­ing­ar fjár­magn­að­ar af nafn­laus­um að­il­um verða ekki leyfð­ar í fram­tíð­inni, sam­kvæmt svari Face­book til Stund­ar­inn­ar. Hins veg­ar verð­ur ekki grip­ið til að­gerða fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Nafn­laus­ir að­il­ar fjár­mögn­uðu áróð­urs­efni sem birt­ist meira en millj­ón sinn­um fyr­ir ís­lensk­um kjós­end­um.

Facebook leyfir áfram nafnlausar áróðursauglýsingar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar
Auglýsing gegn Katrínu Jakobsdóttur Lög um fjármál stjórnmálaflokka skylda þá til að gefa upp styrkveitendur þeirra, en þau ná ekki yfir fjármagn sem fer í birtingu nafnlausra niðurrifsauglýsinga gegn andstæðingum flokka. Í auglýsingunni hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verið svert með kolum, vegna samþykkis Vinstri grænna á kísilveri á Húsavík eftir efnahagshrunið. Mynd: Facebook / Kosningar 2017

Í svari samfélagsmiðilsins Facebook við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að ekki verður gripið til neinna aðgerða til að gefa upplýsingar um þá sem fjármagna kaup á neikvæðum, nafnlausum auglýsingum gegn stjórnmálaframboðum á Íslandi fyrir sveitastjórnarkosningarnar næsta vor.

Hins vegar gætu nafnlausir, pólitískir auglýsendur þurft að greina frá því hverjir fjármagna þá í nánustu framtíð, verði fyrirætlanir Facebook að veruleika.

Framundan eru aðgerðir hjá Facebook til að knýja þá sem birta stjórnmálatengdar auglýsingar til þess að gefa upp hverjir greiða fyrir auglýsingarnar. Það er reyndar lögbundið í Bandaríkjunum, en á Íslandi eru ekki slík lög til staðar. Hins vegar eru hérlendis við lýði lög um fjármál stjórnmálaflokka sem knýja þá til að gefa upp hvaða lögaðilar styrkja þá beint. Þau lög ná ekki yfir umfangsmiklar, nafnlausar áróðursauglýsingar sem beint er gegn pólitískum andstæðingum.

Herferð sem hafði áhrif á kosningarnar

Eins og Stundin fjallaði um í síðasta tölublaði sínu hafði umfangsmikil nafnlaus áróðursherferð áhrif á íslensku alþingiskosningar. Einn og sami Facebook-hópurinn, Kosningar 2017, sem gefur ekki upp aðstandendur sína, birti myndbönd í á aðra milljón skipta, sem beindust gegn stjórnmálaframboðum, öðrum en Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þá eru ótaldar ljósmyndir, meðal annars breyttar myndir af stjórnmálamönnum. Helst var herferðinni beitt gegn Pírötum fyrir kosningarnar 2016, sem þá höfðu mælst með mest fylgi á landsvísu, og Vinstri grænum fyrir síðustu kosningar, en þeir höfðu einnig mælst með mest fylgi.

Meðal þeirra sem teknir voru fyrir í áróðursherferðinni voru Katrín Jakobsdóttir, Benedikt Jóhannesson, Smári McCarthy og Helgi Hrafn Gunnarsson. Einnig birti hópurinn efni beint gegn Guðna Th. Jóhannessyni í forsetakosningunum í fyrra.

Inngrip í kosningar rannsakað

Facebook hefur undanfarið þurft að verja verklag sitt í birtingum nafnlausra auglýsinga fyrir leyniþjónustunefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings. Í viðbragði við því hefur Facebook boðað breytingar og aukið gagnsæi. Inngrip, sem rússnesk yfirvöld eru sökuð um að hafa gert í bandarísku forsetakosningarnar með efni og auglýsingum á Facebook, virðist hins vegar vera töluvert minna hlutfallslega en aðkoma nafnlausra aðila að áróðri fyrir íslensku alþingiskosningarnar.

„Pólitískir auglýsendur munu nú þurfa að gefa upp meiri upplýsingar og sýna fram á hverjir þeir eru“

Stundin sendi spurningar á Facebook varðandi aðgerðir til að auka gagnsæi í kosningaauglýsingum sem tengjast Íslandi. Þar er sérstaklega spurt hvort Facebook muni bregðast við gagnrýni vegna ógagnsæis og áhrifa nafnlausra auglýsinga á kosningar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. 

„Pólitískir auglýsendur munu nú þurfa að gefa upp meiri upplýsingar og sýna fram á hverjir þeir eru. Þegar þeir hafa gert það munum við merkja auglýsingar þeirra sérstaklega sem pólitískar og þeir munu þurfa að gefa upp hverjir borguðu fyrir þær. Við byrjum prófanir á þessu í næstu þingkosningum í Bandaríkjunum og færum okkur yfir í aðrar kosningar síðar,“ segir í svari Facebook, sem barst í gegnum sænskt almannatengslafyrirtæki.

ÁróðursauglýsingNafnlausi hópurinn kosningar 2017 hefur birt myndbönd í á aðra milljón skipta til höfuðs helstu andstæðingum Sjálfstæðisflokksins.

 

 

 

Gefa ekki upplýsingar um Kosningar 2017

Facebook svarar hins vegar ekki spurningu um hversu mikið fjármagn var greitt til birtingar á auglýsingum hópsins Kosningar 2017. 

Í nýjasta tölublaði tímaritsins The Economist er meðal annars fjallað um samfélagsmiðla sem ógn við lýðræði, þar sem nafnlausum, markhópamiðuðum og áróðurskenndum auglýsingum er beitt til þess að hafa áhrif á viðhorf kjósenda fyrir kosningar. 

„Við erum að gera allar auglýsingar gagnsærri, ekki bara pólitískar auglýsingar. Við munum fljótlega prufa virkni sem gerir öllum fært að heimsækja hvaða síðu sem er á Facebook og sjá hvaða auglýsingar viðkomandi síða er með í birtingu. Þegar kemur að pólitískum auglýsendum erum við að vinna að tóli sem gerir fólki kleift að leita í gagnabanka auglýsinga sem þeir hafa birt í fortíðinni. Fólk mun líka geta séð hversu mikið auglýsandinn borgaði, hvaða markhópum auglýsingarnar beindust að, hverjir sáu auglýsingarnar og fjölda birtinga. Markmið okkar er að koma þessu út að fullu fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 2018,“ segir í svari Facebook, sem er samhljóða yfirlýsingu Marks Zuckerberg á Facebook 27. október.

Stundin sendi einnig fyrirspurn á Facebook fyrir kosningarnar í fyrra og hafnaði samfélagsmiðillinn því að veita ætti meiri upplýsingar um pólitíska auglýsendur, meðal annars þar sem nafnleynd væri mikilvæg til að gæta öryggis þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár