Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Facebook leyfir áfram nafnlausar áróðursauglýsingar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar

Póli­tísk­ar aug­lýs­ing­ar fjár­magn­að­ar af nafn­laus­um að­il­um verða ekki leyfð­ar í fram­tíð­inni, sam­kvæmt svari Face­book til Stund­ar­inn­ar. Hins veg­ar verð­ur ekki grip­ið til að­gerða fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Nafn­laus­ir að­il­ar fjár­mögn­uðu áróð­urs­efni sem birt­ist meira en millj­ón sinn­um fyr­ir ís­lensk­um kjós­end­um.

Facebook leyfir áfram nafnlausar áróðursauglýsingar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar
Auglýsing gegn Katrínu Jakobsdóttur Lög um fjármál stjórnmálaflokka skylda þá til að gefa upp styrkveitendur þeirra, en þau ná ekki yfir fjármagn sem fer í birtingu nafnlausra niðurrifsauglýsinga gegn andstæðingum flokka. Í auglýsingunni hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verið svert með kolum, vegna samþykkis Vinstri grænna á kísilveri á Húsavík eftir efnahagshrunið. Mynd: Facebook / Kosningar 2017

Í svari samfélagsmiðilsins Facebook við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að ekki verður gripið til neinna aðgerða til að gefa upplýsingar um þá sem fjármagna kaup á neikvæðum, nafnlausum auglýsingum gegn stjórnmálaframboðum á Íslandi fyrir sveitastjórnarkosningarnar næsta vor.

Hins vegar gætu nafnlausir, pólitískir auglýsendur þurft að greina frá því hverjir fjármagna þá í nánustu framtíð, verði fyrirætlanir Facebook að veruleika.

Framundan eru aðgerðir hjá Facebook til að knýja þá sem birta stjórnmálatengdar auglýsingar til þess að gefa upp hverjir greiða fyrir auglýsingarnar. Það er reyndar lögbundið í Bandaríkjunum, en á Íslandi eru ekki slík lög til staðar. Hins vegar eru hérlendis við lýði lög um fjármál stjórnmálaflokka sem knýja þá til að gefa upp hvaða lögaðilar styrkja þá beint. Þau lög ná ekki yfir umfangsmiklar, nafnlausar áróðursauglýsingar sem beint er gegn pólitískum andstæðingum.

Herferð sem hafði áhrif á kosningarnar

Eins og Stundin fjallaði um í síðasta tölublaði sínu hafði umfangsmikil nafnlaus áróðursherferð áhrif á íslensku alþingiskosningar. Einn og sami Facebook-hópurinn, Kosningar 2017, sem gefur ekki upp aðstandendur sína, birti myndbönd í á aðra milljón skipta, sem beindust gegn stjórnmálaframboðum, öðrum en Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þá eru ótaldar ljósmyndir, meðal annars breyttar myndir af stjórnmálamönnum. Helst var herferðinni beitt gegn Pírötum fyrir kosningarnar 2016, sem þá höfðu mælst með mest fylgi á landsvísu, og Vinstri grænum fyrir síðustu kosningar, en þeir höfðu einnig mælst með mest fylgi.

Meðal þeirra sem teknir voru fyrir í áróðursherferðinni voru Katrín Jakobsdóttir, Benedikt Jóhannesson, Smári McCarthy og Helgi Hrafn Gunnarsson. Einnig birti hópurinn efni beint gegn Guðna Th. Jóhannessyni í forsetakosningunum í fyrra.

Inngrip í kosningar rannsakað

Facebook hefur undanfarið þurft að verja verklag sitt í birtingum nafnlausra auglýsinga fyrir leyniþjónustunefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings. Í viðbragði við því hefur Facebook boðað breytingar og aukið gagnsæi. Inngrip, sem rússnesk yfirvöld eru sökuð um að hafa gert í bandarísku forsetakosningarnar með efni og auglýsingum á Facebook, virðist hins vegar vera töluvert minna hlutfallslega en aðkoma nafnlausra aðila að áróðri fyrir íslensku alþingiskosningarnar.

„Pólitískir auglýsendur munu nú þurfa að gefa upp meiri upplýsingar og sýna fram á hverjir þeir eru“

Stundin sendi spurningar á Facebook varðandi aðgerðir til að auka gagnsæi í kosningaauglýsingum sem tengjast Íslandi. Þar er sérstaklega spurt hvort Facebook muni bregðast við gagnrýni vegna ógagnsæis og áhrifa nafnlausra auglýsinga á kosningar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. 

„Pólitískir auglýsendur munu nú þurfa að gefa upp meiri upplýsingar og sýna fram á hverjir þeir eru. Þegar þeir hafa gert það munum við merkja auglýsingar þeirra sérstaklega sem pólitískar og þeir munu þurfa að gefa upp hverjir borguðu fyrir þær. Við byrjum prófanir á þessu í næstu þingkosningum í Bandaríkjunum og færum okkur yfir í aðrar kosningar síðar,“ segir í svari Facebook, sem barst í gegnum sænskt almannatengslafyrirtæki.

ÁróðursauglýsingNafnlausi hópurinn kosningar 2017 hefur birt myndbönd í á aðra milljón skipta til höfuðs helstu andstæðingum Sjálfstæðisflokksins.

 

 

 

Gefa ekki upplýsingar um Kosningar 2017

Facebook svarar hins vegar ekki spurningu um hversu mikið fjármagn var greitt til birtingar á auglýsingum hópsins Kosningar 2017. 

Í nýjasta tölublaði tímaritsins The Economist er meðal annars fjallað um samfélagsmiðla sem ógn við lýðræði, þar sem nafnlausum, markhópamiðuðum og áróðurskenndum auglýsingum er beitt til þess að hafa áhrif á viðhorf kjósenda fyrir kosningar. 

„Við erum að gera allar auglýsingar gagnsærri, ekki bara pólitískar auglýsingar. Við munum fljótlega prufa virkni sem gerir öllum fært að heimsækja hvaða síðu sem er á Facebook og sjá hvaða auglýsingar viðkomandi síða er með í birtingu. Þegar kemur að pólitískum auglýsendum erum við að vinna að tóli sem gerir fólki kleift að leita í gagnabanka auglýsinga sem þeir hafa birt í fortíðinni. Fólk mun líka geta séð hversu mikið auglýsandinn borgaði, hvaða markhópum auglýsingarnar beindust að, hverjir sáu auglýsingarnar og fjölda birtinga. Markmið okkar er að koma þessu út að fullu fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 2018,“ segir í svari Facebook, sem er samhljóða yfirlýsingu Marks Zuckerberg á Facebook 27. október.

Stundin sendi einnig fyrirspurn á Facebook fyrir kosningarnar í fyrra og hafnaði samfélagsmiðillinn því að veita ætti meiri upplýsingar um pólitíska auglýsendur, meðal annars þar sem nafnleynd væri mikilvæg til að gæta öryggis þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár