„Ég hafði gaman af því að klæða mig í kjóla sem barn. Æskufélagi minn hafði þessa sömu þörf. Hann var sendur til geðlæknis á unglingsárunum. Ég fékk sjálf viðvörun um að ég yrði að leita lækninga. Það hefur enga þýðingu. Þetta er ekki sjúkdómur,“ segir Anna Kristjánsdóttir transkona, sem varð annar Íslendingurinn til að láta leiðrétta kyn sitt og ruddi brautina fyrir þeim sem á eftir komu. Í dag hafa um 40 Íslendingar látið leiðrétta kyn sitt. Fæstir þeirra hafa sagt sögur sínar opinberlega. Þótt mestu fordómarnir séu að baki eru þeir þó enn til staðar. Anna hefur svo sannarlega fengið að finna fyrir þekkingarleysinu og aðkasti fólks sem telur hana vera afbrigðilega. En þetta hefur þó breyst í seinni tíð.
Anna segir baráttusögu sína í bókinni Anna, eins og ég er, sem Guðríður Haraldsdóttir skráði.
Stúlka í líkama drengs
Anna fæddist sem drengur og var skírð Kristján. Hún segir …
Athugasemdir