Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Matreiðslunema vísað úr landi vegna nýrra laga

Chuong Le Bui hef­ur ver­ið nemi á veit­inga­staðn­um Naut­hól í tvö ár, en Út­lend­inga­stofn­un ætl­ar að vísa henni úr landi á grund­velli nýrra út­lend­ingalaga. Björn Ingi Björns­son, yf­ir­mat­reiðslu­mað­ur á Naut­hól, seg­ir mál­ið út í hött.

Matreiðslunema vísað úr landi vegna nýrra laga
Chuong Le Bui verður vísað úr landi á grundvelli nýrra útlendingalaga sem tóku gildi um síðustu áramót. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það eina sem ég vil er að fá að búa áfram á Íslandi og fá að halda áfram að læra matreiðslu,“ segir Chuong Le Bui, sem hefur verið matreiðslunemi við veitingastaðinn Nauthól í tvö ár, en henni verður vísað úr landi á grundvelli nýrra útlendingalaga sem tóku gildi um síðustu áramót. Nýju útlendingalögin gera ekki ráð fyrir að þeim sem leggi stund á iðnnám hér á landi fái dvalarleyfi vegna náms, líkt og fyrri lög gerðu. 

Inga Lillý Brynjólfsdóttir, lögmaður Chuong, segir námsmannaleyfin þannig að sækja þurfi um nýtt dvalarleyfi fyrir hvert misseri. Það skrítna í málinu sé að Chuong hafi fengið útgefið leyfi í febrúar, eftir að ný lög tóku gildi, en fái synjun núna í október á grundvelli nýrra laga. Ákvörðun Útlendingastofnunar hefur nú verið kærð til kærunefndar útlendingamála. 

„Hún er okkar besti nemi, að öðrum ólöstuðum, og nokkuð ljóst að hér er á ferðinni efni í frábæra matreiðslukonu,“ segir Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthól. Hann segist ekki geta túlkað þessi lög öðruvísi en að þau gengisfelli iðnmenntun og að hún sé minna virði en háskólagráður. Hann hallist hins vegar að því, og segist vona, að um mistök við lagabreytingu sé að ræða. „Mistök sem eru samt grafalvarleg eins og sjá má á þessu máli og geta haft gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem hefur hafið nám sitt hér með réttmætar væntingar um að fá að ljúka því.“

Tvö ár út um gluggann

Chuong er víetnamskur ríkisborgari. Hún er nú hálfnuð með lögbundinn námssamning sinn í matreiðslunámi og er á fyrstu önn í Menntaskólanum í Kópavogi. Björn telur að með ákvörðun sinni sé Útlendingastofnun að neyða Chuong til að kasta tveimur árum af ævi sinni út um gluggann. „Tveimur árum þar sem hún hefur lagt mjög hart að sér við að ná sínum markmiðum og uppfylla sinn draum um að verða matreiðslukona. Það vita allir sem það hafa reynt að það að læra að vera alvöru matreiðslumaður kostar blóð, svita og tár. Starfsnámið er mjög erfitt og krefjandi og margir sem hefja það gefast upp. Svo ekki sé minnst á að Chuong hefur ekki íslensku sem móðurmál og hefur sótt námskeið utan vinnu til að fá betri grunn fyrir bóklega námið sem fer allt fram á íslensku. Stundar hún námið sitt af alúð samkvæmt upplýsingum frá Menntaskólanum í Kópavogi þar sem hún er nú á sinni fyrstu önn. Hún mætir vel og er til fyrirmyndar enda afar einbeitt í sínu námi,“ segir Björn Ingi.

„Hún er okkar efnilegasti nemi og á framtíðina fyrir sér í þessu fagi og því er það glapræði að það skuli vera eyðilagt með þessari brottvísun.“

Hann segir undarlegt að þeim sé gert að rifta lögbundnum námssamningi til fjögurra ára, og um leið missa frábæran starfskraft sem dýrmætur tími og vinna hafi farið í að þjálfa, á sama tíma og nánast ómögulegt sé að fá faglærða starfsmenn í greinina. „Við á Nauthól leggjum mikinn metnað í að útskrifa topp fagmenn frá okkur sem hafa víðtæka reynslu og eru tilbúnir í öll þau verk sem faglærður matreiðslumaður þarf að kunna. Hefur Chuong staðist allar okkar kröfur og væntingar um góða starfshætti og vinnubrögð. Hún er okkar efnilegasti nemi og á framtíðina fyrir sér í þessu fagi og því er það glapræði að það skuli vera eyðilagt með þessari brottvísun og með þessum óréttláta hætti,“ segir hann.

Björn Ingi segir Chuong vera mikilvægan part af liðinu á Nauthóli og að hún hafi átt þátt í að þróa rétti sem prýða matseðil veitingahússins sem hafi vakið mikla lukku. „Hún hefur verið okkur innblástur þegar hún hefur sýnt okkur matreiðslu frá sínu heimalandi sem er okkur framandi. Hún er líka vinur okkar og samstarfsfélagi. Þessi brottvísun Útlendingastofnunnar er okkur öllum því mikið áfall og mikill skaði fyrir okkur og fyrirtækið í heild sinni að missa hana.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár