Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir óráð að fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölu

„Vísi­tal­an yrði gagns­laus sem verð­mæl­ing­ar­tæki bæði fyr­ir lán­veit­end­ur og fyr­ir þá sem semja um kaup og kjör,“ seg­ir Þórólf­ur Matth­ías­son, hag­fræði­pró­fess­or við Há­skóla Ís­lands, um hug­mynd­ir Flokks fólks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins um að af­tengja leigu og verð hús­næð­is frá vísi­tölu­mæl­ing­um Hag­stof­unn­ar.

Segir óráð að fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölu

Þórólfi Matthíassyni, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, líst illa á hugmyndir um að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofunnar og telur að gefin yrði skökk mynd af þróun neyslukostnaðar ef húsnæðiskostnaði yrði haldið utan verðmælinga með slíkum hætti. Hagdeild ASÍ telur að áhrif slíkra aðgerða á vaxtastig séu óljós, enda myndi Seðlabanki Íslands væntanlega halda áfram að taka tillit til þróunar á fasteignamarkaði við ákvörðun stýrivaxta. 

Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt Stundarinnar á kosningaloforðum stjórnmálaflokka, en Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins hafa kallað eftir því að húsnæðisliðurinn verði fjarlægður úr vísitölu neysluverðs. Sömu flokkar, ásamt Miðflokknum og Dögun, vilja jafnframt að verðtrygging á nýjum neytenda- og íbúðalánum verði bönnuð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár