Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í mansali rann út um síðustu mánaðamót og hefur enn ekki verið endurnýjuð. Í dag er því engin áætlun í gildi. Fyrri áætlun fylgdu litlir fjármunir, og því ógerlegt að fylgja henni eftir, og í fjárlögum þeirrar ríkisstjórnar sem nú er að kveðja var ekki einni krónu varið í málaflokkinn. Á sama tíma hefur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra áhyggjur af því að réttarbót fyrir flóttabörn ýti undir mansal.
Erlendir sérfræðingar í mansalsmálum skora á íslensk stjórnvöld að gera betur í baráttunni gegn mansali. Á ráðstefnu um mansal í síðasta mánuði stigu fjölmargir sérfræðingar á svið og miðluðu sinni reynslu af málaflokknum. Leiðandi stef var að lögregla, saksóknarar og dómarar þyrftu fræðslu í mansalsmálum og að eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að treysta eingöngu á vitnisburð brotaþola í mansalsmálum. Málin þurfi að byggja á öðrum sönnunargögnum. Þá voru yfirvöld harðlega gagnrýnd fyrir að leyfa dæmdum vændiskaupendum að njóta …
Athugasemdir