Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mansal: „Auðvitað er þetta líka að gerast á Íslandi“

Eng­in áætl­un er í gildi um að­gerð­ir gegn man­sali og eng­um fjár­mun­um er var­ið í mála­flokk­inn í fjár­lög­um þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sem nú kveð­ur. Sér­fræð­ing­ar í man­sals­mál­um segja ekki hægt að byggja mál ein­ung­is á vitn­is­burði þo­lenda vegna við­kvæmr­ar stöðu þeirra, en sú að­ferð hef­ur ver­ið far­in hér á landi. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið sak­fellt fyr­ir man­sal á Ís­landi.

Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í mansali rann út um síðustu mánaðamót og hefur enn ekki verið endurnýjuð. Í dag er því engin áætlun í gildi. Fyrri áætlun fylgdu litlir fjármunir, og því ógerlegt að fylgja henni eftir, og í fjárlögum þeirrar ríkisstjórnar sem nú er að kveðja var ekki einni krónu varið í málaflokkinn. Á sama tíma hefur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra áhyggjur af því að réttarbót fyrir flóttabörn ýti undir mansal. 

Erlendir sérfræðingar í mansalsmálum skora á íslensk stjórnvöld að gera betur í baráttunni gegn mansali. Á ráðstefnu um mansal í síðasta mánuði stigu fjölmargir sérfræðingar á svið og miðluðu sinni reynslu af málaflokknum. Leiðandi stef var að lögregla, saksóknarar og dómarar þyrftu fræðslu í mansalsmálum og að eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að treysta eingöngu á vitnisburð brotaþola í mansalsmálum. Málin þurfi að byggja á öðrum sönnunargögnum. Þá voru yfirvöld harðlega gagnrýnd fyrir að leyfa dæmdum vændiskaupendum að njóta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár