Þriggja hæða fjölbýlishúsið er baðað sólargeislum þennan dag. Það er búið að taka teppið af stigaganginum; það er augljóslega verið að endurnýja. Dyr á íbúð á 3. hæð standa opnar. Það er óþarfi að hringja dyrabjöllunni. Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir stendur fyrir innan; brosandi, ljóshærð og föl. Hún heilsar með handabandi. Höndin er rennandi blaut. Hún býður til sætis við borðstofuborðið. Hún sest og nær fljótlega í servíettur. Þurrkar sér í framan. „Ég svitna svo af sterunum,“ segir hún. „Svo var ég að klára geislameðferð í gær. Ég er nokkuð hress í dag; þetta er besti dagurinn í margar vikur.“
Fráskilin tveggja barna móðir
Hún er fráskilin, tveggja barna móðir og búa börnin, 22 ára sonur og 16 ára dóttir, hjá henni í dag. Hún leigir fjögurra herbergja íbúð á frjálsum markaði. Við skilnað að borði og sæng, sem var í mars 2011, samþykkti Guðrún sameiginlegt forræði yfir börnunum og hún …
Athugasemdir