Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svara ekki fyrirspurn um Þjóðkirkjuna

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið svar­ar ekki fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar um end­ur­skoð­un kirkjujarða­sam­komu­lags­ins. Henni átti að vera lok­ið í fe­brú­ar 2016.

Svara ekki fyrirspurn um Þjóðkirkjuna

Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar um endurskoðun kirkjujarðasamkomulagsins svokallaða. Fyrirspurnin var send þann 6. júlí síðastliðinn og hefur margoft verið ítrekuð síðan þá.

Við hækkun á rekstrarframlagi til Þjóðkirkjunnar við endurskoðun fjárlaga í nóvember 2015, um 370 milljónir, gerði ríkið það að skilyrði að kirkjan skuldbindi sig til að hefja samningaviðræður um endurskoðun kirkjujarðasamkomulagsins með einföldun og hagræðingu að leiðarljósi. Þeirri endurskoðun átti að vera lokið fyrir lok febrúar árið 2016, en þetta skilyrði ríkisins var meðal annars kallað „lögleysa“ og „ofbeldi“ af kirkjunnar mönnum. 

Engar fréttir hafa hins vegar borist af samningaviðræðunum frá því fjallað var um skilyrði ríkisins í nóvember 2015. Stundin sendi því fyrirspurn í sumar þar sem spurt var; a) hvernig og hvenær fóru þessar samningaviðræður fram? b) hver var niðurstaða þessara samningaviðræðna? Hefur hún verið birt? og c) ef engin niðurstaða er komin, hvar stendur málið í dag?

Fyrirspurninni hefur enn ekki verið svarað.

Fjárframlög til Þjóðkirkjunnar hafa hins vegar haldið áfram að hækka, en samkvæmt síðasta fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 var gert ráð fyrir um 8,8 prósent hækkun á framlögum ríkisins til Þjóðkirkjunnar og nema þau nú rúmlega tveimur milljörðum króna. Þar að auki hækkuðu sóknargjöld um tæplega 2,5 prósent og framlag ríkisins til Kirkjumálasjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna hækkaði einnig um 2,5 prósent. Þess má geta að innan við sjötíu prósent Íslendinga eru skráð í Þjóðkirkjuna og fer hlutfallið hratt lækkandi.

Innheimta ríkisins á sóknargjöldum hefur lengi verið umdeild, sérstaklega vegna þess að þeir sem ekki eru skráðir í trúfélag greiða samt sem áður sóknargjald sem rennur í ríkissjóð. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna er meðal þeirra sem hefur gert athugasemd við að allir Íslendingar greiði trúfélagsskattinn, óháð því hvort þeir séu skráðir í félag eða ekki.

Kirkjujarðasamkomulagið var undirritað árið 1997 en það má rekja aftur til ársins 1907, þegar ríkið tók yfir stærstan hluta af jörðum kirkjunnar. Þjóðkirkjan álítur að ríkið sé að greiða arð af þessum eignum sem það fékk frá kirkjunni fyrir rúmum hundrað árum. Á móti myndi ríkissjóður greiða laun biskups Íslands, vígslubiskupa, 138 starfandi presta og prófasta kirkjunnar og 18 starfsmanna Biskupsstofu, annan rekstrarkostnað prestsembætta og Biskupsstofu. Einnig skyldi greiða árlegt framlag í Kristnisjóð sem svaraði til 15 fastra árslauna presta. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár