Ég fer í Gucci-búð á Strikinu. Dagbók frá Kaupmannahöfn XIX

Ill­ugi Jök­uls­son og átta ára ol­íu­prins hitt­ust á Strik­inu

Ég fer í Gucci-búð á Strikinu. Dagbók frá Kaupmannahöfn XIX

Um daginn var ég staddur í Gucci-búð á Strikinu hér í Kaupmannahöfn.

Þetta var svona búð þar sem gallajakki með kínversku drekamynstri kostaði 200.000 íslenskar krónur og strigaskór 250.000.

Ég er vel að merkja ekki að fara að skipta um fatastíl.

En sem ég dólaði þarna í búðinni kom arkandi inn átta ára strákur, eða níu ára í allra mesta lagi.

Og hann vék sér óhikað að einni afgreiðslustúlkunni og sagði að sig vantaði skó.

Hún tók honum með alúð og byrjaði að sýna honum strigaskóna. 

Hann talaði góða ensku með þykkum hreim og var nokkuð dökkur á hörund og svipsterkur, svo ég hugsa að það hafi hvarflað að afgreiðslustúlkunni rétt eins og mér að þetta væri ungur olíuprins frá Miðausturlöndum.

Og mér datt í hug að hann hefði stokkið út af Hotel d'Angleterre, sem var handan við næsta horn, og skotist þarna inn til að fá sér nýja skó.

Drengurinn var ósköp látlaust klæddur í bol og stuttar buxur, en var greinilega handviss um erindi sitt og hafði minnstan áhuga á verðinu á þeim skóm sem stúlkan tók nú til að láta hann máta þarna í búðinni.

Hann vildi bara skó sem pössuðu vel, heyrði ég að hann sagði við stúlkuna. Hann væri nefnilega með ansi háa rist.

Loks heyrðist mér að hann væri orðinn sáttur við eitt skóparið og það vantaði bara að hann teygði sig í litlu handtöskuna sem hann var með og geymdi sjálfsagt gull- og platínukortin.

Þá stóð allt í einu dökkleitur maður á miðju gólfi í Gucci-búðinni með eitt eða tvö minni börn með sér.

Þetta var ósköp venjulegur ungur faðir, prýðilega til hafður, sem og börnin hans - en þetta var samt alveg augljóslega EKKI fjölskylda sem hafði efni á að versla í Gucci-búðum.

Og maðurinn sagði á spænsku við þann átta ára með háu ristina:

„Þarna ertu þá. Mamma þín er farin að bíða eftir okkur í ísbúðinni.“

Það datt ekki af drengnum né draup, þegar hann hoppaði niður úr sæti sínu þar sem afgreiðslustúlkan hafði komið honum fyrir meðan hún bar honum skóna, og hann rétti stúlkunni skóparið og sagði kurteislega:

„Thank you. I will think about it.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár