Hverjir eru hinir dularfullu Groddar? Dagbók frá Kaupmannahöfn XV.

Ill­ugi Jök­uls­son sá leynd­ar­dóms­fullt skilti á Ís­lands­bryggju.

Hverjir eru hinir dularfullu Groddar? Dagbók frá Kaupmannahöfn XV.

Um daginn hjólaði ég niður á Íslandsbryggju hér í Kaupmannahöfn og á leiðinni rakst ég þá á dularfullt skilti.

Þar stóð:

„Hér stigu Groddar á land haustið 1959.“

Tónninn var eins og þarna hefði stigið víkingaflokkur á land, en frekari skýringar á þessu voru engar sjáanlegar.

Þetta gat varla verið algjört rugl úr því skiltið fær að hanga uppi.

Nú hef ég fengið skýringu á þessu hjá starfsmanni íslenska sendiráðsins hér í Kaupmannahöfn, en hún er þó svolítið óljós.

Haustið 1959 mun hafa komið hópur íslenskra námsmanna til að setjast í háskóla í Kaupmannahöfn. Þetta voru allt strákar, þeir voru góðir vinir og ætluðu að læra verkfræði.

Þar sem flestir voru stórir og stæðilegir kölluðu þeir sig í gamni Groddana.

Á þeim stað, þar sem skiltið er núna, þar lagðist Gullfoss að bryggju með Groddana innanborðs.

Þeir lærðu svo sína verkfræði eins og lög gerðu ráð fyrir og héldu heimleiðis á ný.

Fyrir eitthvað um fimm árum eða svo voru þeir svo þarna á ferð í eins konar minningarreisu um námsárin sín í Kaupmannahöfn.

Orðnir rosknir menn, en léttir í lund.

Þeir höfðu látið útvega einskonar límmiða með þessari áletrun, „Hér stigu Groddar á land haustið 1959“, og þennan límmiða límdu þeir yfir einhverja áletrun sem á skiltinu var.

Og hafnaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa að minnsta kosti hingað til ekki séð neina ástæðu til að fjarlægja þennan „minningarskjöld“.

Gaman væri að vita hversu nákvæm þessi útgáfa sögunnar er, og hverjir Groddarnir eru í raun og veru.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár