Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hverjir eru hinir dularfullu Groddar? Dagbók frá Kaupmannahöfn XV.

Ill­ugi Jök­uls­son sá leynd­ar­dóms­fullt skilti á Ís­lands­bryggju.

Hverjir eru hinir dularfullu Groddar? Dagbók frá Kaupmannahöfn XV.

Um daginn hjólaði ég niður á Íslandsbryggju hér í Kaupmannahöfn og á leiðinni rakst ég þá á dularfullt skilti.

Þar stóð:

„Hér stigu Groddar á land haustið 1959.“

Tónninn var eins og þarna hefði stigið víkingaflokkur á land, en frekari skýringar á þessu voru engar sjáanlegar.

Þetta gat varla verið algjört rugl úr því skiltið fær að hanga uppi.

Nú hef ég fengið skýringu á þessu hjá starfsmanni íslenska sendiráðsins hér í Kaupmannahöfn, en hún er þó svolítið óljós.

Haustið 1959 mun hafa komið hópur íslenskra námsmanna til að setjast í háskóla í Kaupmannahöfn. Þetta voru allt strákar, þeir voru góðir vinir og ætluðu að læra verkfræði.

Þar sem flestir voru stórir og stæðilegir kölluðu þeir sig í gamni Groddana.

Á þeim stað, þar sem skiltið er núna, þar lagðist Gullfoss að bryggju með Groddana innanborðs.

Þeir lærðu svo sína verkfræði eins og lög gerðu ráð fyrir og héldu heimleiðis á ný.

Fyrir eitthvað um fimm árum eða svo voru þeir svo þarna á ferð í eins konar minningarreisu um námsárin sín í Kaupmannahöfn.

Orðnir rosknir menn, en léttir í lund.

Þeir höfðu látið útvega einskonar límmiða með þessari áletrun, „Hér stigu Groddar á land haustið 1959“, og þennan límmiða límdu þeir yfir einhverja áletrun sem á skiltinu var.

Og hafnaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa að minnsta kosti hingað til ekki séð neina ástæðu til að fjarlægja þennan „minningarskjöld“.

Gaman væri að vita hversu nákvæm þessi útgáfa sögunnar er, og hverjir Groddarnir eru í raun og veru.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu