Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hverjir eru hinir dularfullu Groddar? Dagbók frá Kaupmannahöfn XV.

Ill­ugi Jök­uls­son sá leynd­ar­dóms­fullt skilti á Ís­lands­bryggju.

Hverjir eru hinir dularfullu Groddar? Dagbók frá Kaupmannahöfn XV.

Um daginn hjólaði ég niður á Íslandsbryggju hér í Kaupmannahöfn og á leiðinni rakst ég þá á dularfullt skilti.

Þar stóð:

„Hér stigu Groddar á land haustið 1959.“

Tónninn var eins og þarna hefði stigið víkingaflokkur á land, en frekari skýringar á þessu voru engar sjáanlegar.

Þetta gat varla verið algjört rugl úr því skiltið fær að hanga uppi.

Nú hef ég fengið skýringu á þessu hjá starfsmanni íslenska sendiráðsins hér í Kaupmannahöfn, en hún er þó svolítið óljós.

Haustið 1959 mun hafa komið hópur íslenskra námsmanna til að setjast í háskóla í Kaupmannahöfn. Þetta voru allt strákar, þeir voru góðir vinir og ætluðu að læra verkfræði.

Þar sem flestir voru stórir og stæðilegir kölluðu þeir sig í gamni Groddana.

Á þeim stað, þar sem skiltið er núna, þar lagðist Gullfoss að bryggju með Groddana innanborðs.

Þeir lærðu svo sína verkfræði eins og lög gerðu ráð fyrir og héldu heimleiðis á ný.

Fyrir eitthvað um fimm árum eða svo voru þeir svo þarna á ferð í eins konar minningarreisu um námsárin sín í Kaupmannahöfn.

Orðnir rosknir menn, en léttir í lund.

Þeir höfðu látið útvega einskonar límmiða með þessari áletrun, „Hér stigu Groddar á land haustið 1959“, og þennan límmiða límdu þeir yfir einhverja áletrun sem á skiltinu var.

Og hafnaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa að minnsta kosti hingað til ekki séð neina ástæðu til að fjarlægja þennan „minningarskjöld“.

Gaman væri að vita hversu nákvæm þessi útgáfa sögunnar er, og hverjir Groddarnir eru í raun og veru.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár