Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hallærisleg þessi hafmeyja! Dagbók frá Kaupmannahöfn XIII

Ill­ugi Jök­uls­son braut lof­orð við sjálf­an sig og fór að skoða Litlu haf­meyj­una í Kaup­manna­höfn

Hallærisleg þessi hafmeyja! Dagbók frá Kaupmannahöfn XIII
Litla hafmeyjan rétt áðan.

Að því marki sem ég hef haft skoðun á Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn í gegnum tíðina, þá hefur mér ævinlega fundist hún heldur fáfengilegt og hallærislegt verk.

Og ótrúlegt að svona lítil og umkomulaus stytta skyldi einhvern veginn ná því að verða táknmynd heillar þjóðar, þeirrar dönsku.

Eða alla vega táknmynd stórborgarinnar Kaupmannahafnar.

Hlægilegt! Og er það rétt að hún sé ekki nema 60 sentímetra há!

Ég hef oft komið til Kaupmannahafnar en aldrei farið að sjá Litlu hafmeyjuna, og var raunar löngu búinn að lofa sjálfum mér að það ætlaði ég aldrei að gera.

Maður lætur nú ekki hafa sig í hvaða túristastöff sem er!

En áðan átti ég erindi í Tollbúðina á Löngulínu og vissi að Litla hafmeyjan var í næsta nágrenni.

Og þar sem ég hjólaði burt, þá ákvað ég að brjóta nú þetta loforð - og líta aðeins á Hafmeyjuna.

Og svei mér þá, þar sem ég horfði á hana umkringda ferðamönnum sem voru að taka myndir af henni - eins og ég - þá fannst mér hún allt í einu bara svo ágæt.

Örlítið undirleit, kurteis og kyrrlát situr hún þarna á steini.

Ekki með gassagang, læti, belging eða hroka.

Bara hyggelig.

Og yfirlætislaus.

Er nú ekki bara betra og mannúðlegra og fallegra að eiga svoleiðis lítilþægt, friðsælt tákn heldur en táknmyndir sumra annarra þjóða og borga?

Til dæmis okkar?

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár