Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hallærisleg þessi hafmeyja! Dagbók frá Kaupmannahöfn XIII

Ill­ugi Jök­uls­son braut lof­orð við sjálf­an sig og fór að skoða Litlu haf­meyj­una í Kaup­manna­höfn

Hallærisleg þessi hafmeyja! Dagbók frá Kaupmannahöfn XIII
Litla hafmeyjan rétt áðan.

Að því marki sem ég hef haft skoðun á Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn í gegnum tíðina, þá hefur mér ævinlega fundist hún heldur fáfengilegt og hallærislegt verk.

Og ótrúlegt að svona lítil og umkomulaus stytta skyldi einhvern veginn ná því að verða táknmynd heillar þjóðar, þeirrar dönsku.

Eða alla vega táknmynd stórborgarinnar Kaupmannahafnar.

Hlægilegt! Og er það rétt að hún sé ekki nema 60 sentímetra há!

Ég hef oft komið til Kaupmannahafnar en aldrei farið að sjá Litlu hafmeyjuna, og var raunar löngu búinn að lofa sjálfum mér að það ætlaði ég aldrei að gera.

Maður lætur nú ekki hafa sig í hvaða túristastöff sem er!

En áðan átti ég erindi í Tollbúðina á Löngulínu og vissi að Litla hafmeyjan var í næsta nágrenni.

Og þar sem ég hjólaði burt, þá ákvað ég að brjóta nú þetta loforð - og líta aðeins á Hafmeyjuna.

Og svei mér þá, þar sem ég horfði á hana umkringda ferðamönnum sem voru að taka myndir af henni - eins og ég - þá fannst mér hún allt í einu bara svo ágæt.

Örlítið undirleit, kurteis og kyrrlát situr hún þarna á steini.

Ekki með gassagang, læti, belging eða hroka.

Bara hyggelig.

Og yfirlætislaus.

Er nú ekki bara betra og mannúðlegra og fallegra að eiga svoleiðis lítilþægt, friðsælt tákn heldur en táknmyndir sumra annarra þjóða og borga?

Til dæmis okkar?

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár