Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fyrrverandi starfsmenn gagnrýna Stígamót fyrir eigin rannsókn á einelti

Fimm nafn­greind­ir fyrr­ver­andi starfs­menn Stíga­móta óska eft­ir fag­legri rann­sókn á ásök­un­um um einelti. Þær segja óheil­brigða vinnu­stað­ar­menn­ingu ríkja á Stíga­mót­um og telja að eig­in rann­sókn Stíga­móta hafi ver­ið ófag­leg, þar sem ekki var rætt við brota­þola.

Fyrrverandi starfsmenn gagnrýna Stígamót fyrir eigin rannsókn á einelti
Thelma Ásdísardóttir Er ein fimm nafngreindra kvenna í stærri hópi fyrrverandi starfsmanna sem greina frá óheilbrigðri vinnustaðarmenningu á Stígamótum. Mynd: Kristinn Magnússon

Fimm nafngreindar konur og fleiri ónafngreindar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau harma viðbrögð Stígamóta við fram komnum frásögnum af einelti innan samtakanna. Stígamót rannsökuðu málið án þess að ræða við þolendur í málinu, þær sem kvartað höfðu undan einelti og andlegu ofbeldi. Að mati hópsins eru viðbrögð Stígamóta alls ekki í anda þess sem Stígamót starfar eftir.

„Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert,“ segir í yfirlýsingunni.

Helga Baldvins Bjargar steig upphaflega fram í júní og kvaðst vera í „ofbeldissambandi við vinnustaðinn“, Stígamót, þar sem hún kvaðst hafa upplifað einelti og andlegt ofbeldi. Nokkrar konur, þar á meðal Thelma Ásdísardóttir, tóku undir með Helgu og kváðust hafa sambærilega reynslu af starfi hjá samtökunum. Það er endurtekið í yfirlýsingunni rétt í þessu. „Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá.“

Stígamót svöruðu fyrir sig, en á endanum fór Guðrún Jónsdóttir, sem tengdist mest málinu, í leyfi frá störfum. Það varði hins vegar stutt og er Guðrún komin aftur til starfa í kjölfar eigin rannsóknar Stígamóta á málunum. Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir þolendur þess. Meginmarkmið samtakanna er að vera vettvangur fyrir þolendur slíks ofbeldis til að fá stuðning og deila reynslu sinni, en samkvæmt yfirlýsingu fyrrverandi starfsmanna gildir það ekki um slæma framkomu sem þeir upplifa á vinnustaðnum.

Yfirlýsing frá hópi starfsmanna

 

Niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta olli okkur miklum vonbrigðum. Ekki var rætt við neina okkar eða gerð tilraun til þess að ná í okkur, þó var það vegna yfirlýsingar frá okkur sem Stígamót ákváðu að fara í áðurnefnt mat.

Við viljum ítreka að við trúum frásögn Helgu Baldvins Bjargar þar sem við eigum sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára.  Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá.  

Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert. Því förum við eindregið fram á að annað og viðameira mat verði gert þar sem rætt verður við brotaþola en ekki eingöngu þá sem eiga hagsmuna að gæta. Við reiknum að sjálfsögðu með því að Stígamót skilji nauðsyn og réttmæti þess að ræða við brotaþola, enda hefur slíkt verið eitt af stóru baráttumálum samtakanna í mörg ár. 

Auk Helgu Baldvins Bjargar skrifa eftirfarandi undir yfirlýsinguna:

Thelma Ásdísardóttir

Guðrún Ebba Ólafsdóttir

Ingibjörg Kjartansdóttir

Guðný Hafliðadóttir

Við erum fleiri en  aðrar kusu að koma ekki fram undir nafni að sinni af ýmsum ástæðum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu