Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fyrrverandi starfsmenn gagnrýna Stígamót fyrir eigin rannsókn á einelti

Fimm nafn­greind­ir fyrr­ver­andi starfs­menn Stíga­móta óska eft­ir fag­legri rann­sókn á ásök­un­um um einelti. Þær segja óheil­brigða vinnu­stað­ar­menn­ingu ríkja á Stíga­mót­um og telja að eig­in rann­sókn Stíga­móta hafi ver­ið ófag­leg, þar sem ekki var rætt við brota­þola.

Fyrrverandi starfsmenn gagnrýna Stígamót fyrir eigin rannsókn á einelti
Thelma Ásdísardóttir Er ein fimm nafngreindra kvenna í stærri hópi fyrrverandi starfsmanna sem greina frá óheilbrigðri vinnustaðarmenningu á Stígamótum. Mynd: Kristinn Magnússon

Fimm nafngreindar konur og fleiri ónafngreindar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau harma viðbrögð Stígamóta við fram komnum frásögnum af einelti innan samtakanna. Stígamót rannsökuðu málið án þess að ræða við þolendur í málinu, þær sem kvartað höfðu undan einelti og andlegu ofbeldi. Að mati hópsins eru viðbrögð Stígamóta alls ekki í anda þess sem Stígamót starfar eftir.

„Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert,“ segir í yfirlýsingunni.

Helga Baldvins Bjargar steig upphaflega fram í júní og kvaðst vera í „ofbeldissambandi við vinnustaðinn“, Stígamót, þar sem hún kvaðst hafa upplifað einelti og andlegt ofbeldi. Nokkrar konur, þar á meðal Thelma Ásdísardóttir, tóku undir með Helgu og kváðust hafa sambærilega reynslu af starfi hjá samtökunum. Það er endurtekið í yfirlýsingunni rétt í þessu. „Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá.“

Stígamót svöruðu fyrir sig, en á endanum fór Guðrún Jónsdóttir, sem tengdist mest málinu, í leyfi frá störfum. Það varði hins vegar stutt og er Guðrún komin aftur til starfa í kjölfar eigin rannsóknar Stígamóta á málunum. Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir þolendur þess. Meginmarkmið samtakanna er að vera vettvangur fyrir þolendur slíks ofbeldis til að fá stuðning og deila reynslu sinni, en samkvæmt yfirlýsingu fyrrverandi starfsmanna gildir það ekki um slæma framkomu sem þeir upplifa á vinnustaðnum.

Yfirlýsing frá hópi starfsmanna

 

Niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta olli okkur miklum vonbrigðum. Ekki var rætt við neina okkar eða gerð tilraun til þess að ná í okkur, þó var það vegna yfirlýsingar frá okkur sem Stígamót ákváðu að fara í áðurnefnt mat.

Við viljum ítreka að við trúum frásögn Helgu Baldvins Bjargar þar sem við eigum sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára.  Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá.  

Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert. Því förum við eindregið fram á að annað og viðameira mat verði gert þar sem rætt verður við brotaþola en ekki eingöngu þá sem eiga hagsmuna að gæta. Við reiknum að sjálfsögðu með því að Stígamót skilji nauðsyn og réttmæti þess að ræða við brotaþola, enda hefur slíkt verið eitt af stóru baráttumálum samtakanna í mörg ár. 

Auk Helgu Baldvins Bjargar skrifa eftirfarandi undir yfirlýsinguna:

Thelma Ásdísardóttir

Guðrún Ebba Ólafsdóttir

Ingibjörg Kjartansdóttir

Guðný Hafliðadóttir

Við erum fleiri en  aðrar kusu að koma ekki fram undir nafni að sinni af ýmsum ástæðum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár