Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hvar eru fjárans benínstöðvarnar?! Dagbók frá Kaupmannahöfn XII

Ill­ugi Jök­uls­son var ekki að leita að bens­ín­stöðv­um í Kaup­manna­höfn. Sem var eins gott því hann fann þær hvergi.

Hvar eru fjárans benínstöðvarnar?! Dagbók frá Kaupmannahöfn XII
Ekki er alltaf sólskin í Kaupmannahöfn. Þennan sunnudag hefur verið kuldalegt dumbungsveður. Þá er gott að eiga bæði stígvél og regnhlíf.

Ég segi ekki að ég hafi nú þegar hjólað um alla Kaupmannahöfn, en þó hef ég nú á tveimur og hálfri viku farið um miðbæinn mestallan og víða um Nørrebro og Østerbro, ég hef dólað svolítið um Hellerup og niður í Vesterbro. 

Alls staðar er ýmislegt að sjá, en þó fór fljótlega að læðast að mér sú tilfinning að eitthvað vantaði.

Og loks rann upp fyrir mér hvað það var.

Bensínstöðvar.

Ég hef ennþá hvergi nokkurs staðar séð bensínstöð.

Fyrir Reykvíking sætir það náttúrlega stórri furðu. Þar heima er varla hægt að snúa sér við án þess að rekast á bensínstöð.

Hér má sjá þær sem umkringja miðborgina.

Hér í Kaupmannahöfn eru - eins og öllum gömlum og grónum evrópskum borgum - víða kirkjur. Þær eru ekki einhvers staðar uppi á hól eða úti á túni eins og tíðast er á Íslandi, heldur bara inni í hverfunum.

Mér sýnist að í Reykjavík gegni bensínstöðvarnar að sumu leyti hlutverki þessara hverfiskirkna. Þetta eru yfirleitt tilkomumikil mannvirki, og þar komum við saman og tilbiðjum í sameiningu guðinn BENSÍN.

Hann er eins og við vitum helsti hjálparkokkur æðsta guðsins sem á Íslandi er tilbeðinn, en það er EINKABÍLINN.

Mikið væri gaman að komast alveg hjá því þær vikur sem ég á eftir hér í Kaupmannahöfn að rekast á bensínstöð.

StartFragmentEndFragment
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár