Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hvar eru fjárans benínstöðvarnar?! Dagbók frá Kaupmannahöfn XII

Ill­ugi Jök­uls­son var ekki að leita að bens­ín­stöðv­um í Kaup­manna­höfn. Sem var eins gott því hann fann þær hvergi.

Hvar eru fjárans benínstöðvarnar?! Dagbók frá Kaupmannahöfn XII
Ekki er alltaf sólskin í Kaupmannahöfn. Þennan sunnudag hefur verið kuldalegt dumbungsveður. Þá er gott að eiga bæði stígvél og regnhlíf.

Ég segi ekki að ég hafi nú þegar hjólað um alla Kaupmannahöfn, en þó hef ég nú á tveimur og hálfri viku farið um miðbæinn mestallan og víða um Nørrebro og Østerbro, ég hef dólað svolítið um Hellerup og niður í Vesterbro. 

Alls staðar er ýmislegt að sjá, en þó fór fljótlega að læðast að mér sú tilfinning að eitthvað vantaði.

Og loks rann upp fyrir mér hvað það var.

Bensínstöðvar.

Ég hef ennþá hvergi nokkurs staðar séð bensínstöð.

Fyrir Reykvíking sætir það náttúrlega stórri furðu. Þar heima er varla hægt að snúa sér við án þess að rekast á bensínstöð.

Hér má sjá þær sem umkringja miðborgina.

Hér í Kaupmannahöfn eru - eins og öllum gömlum og grónum evrópskum borgum - víða kirkjur. Þær eru ekki einhvers staðar uppi á hól eða úti á túni eins og tíðast er á Íslandi, heldur bara inni í hverfunum.

Mér sýnist að í Reykjavík gegni bensínstöðvarnar að sumu leyti hlutverki þessara hverfiskirkna. Þetta eru yfirleitt tilkomumikil mannvirki, og þar komum við saman og tilbiðjum í sameiningu guðinn BENSÍN.

Hann er eins og við vitum helsti hjálparkokkur æðsta guðsins sem á Íslandi er tilbeðinn, en það er EINKABÍLINN.

Mikið væri gaman að komast alveg hjá því þær vikur sem ég á eftir hér í Kaupmannahöfn að rekast á bensínstöð.

StartFragmentEndFragment
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu