Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hef ég rétt til að fara í dýragarð? Dagbók frá Kaupmannahöfn VIII.

Ill­ugi Jök­uls­son fór í dýra­garð­inn í Kaup­manna­höfn eft­ir hálfa öld.

Hef ég rétt til að fara í dýragarð? Dagbók frá Kaupmannahöfn VIII.

Ég elska dýragarða. Þegar ég var sex ára fór ég í fyrsta sinn í dýragarð, það var dýragarðurinn í Kaupmannahöfn. Ég geymi ennþá í höfðinu mynd af ljónastíunni og ísbjarnarbúrinu. Ég man líka að strax þá fannst mér eitthvað einmanalegt við dýrin.

Var ekki ljónið á svipinn eins og það vissi ósköp vel að það byggi á póstkorti? Og ísbjörn átti auðvitað alls ekki heima í Kaupmannahöfn, meira að segja ég barnið vissi það.

En samt var hrífandi að horfa á styrk þeirra og fegurð, jafnvel þótt þau gerðu nánast ekki neitt.

Og þrátt fyrir þessa óljósu tilfinningu um einmanaleik dýranna hef ég samt elskað dýragarða og geri enn.

Áðan fór ég í dýragarðinn í Kaupmannahöfn, og hálfri öld seinna hrífst ég enn af dýrunum.

En tilfinningin fyrir einmanaleik þeirra er sterk.

Og það er að verða heilmikið siðferðilegt vandamál að fara í dýragarð.

(Þótt ég hafi passað mig á að segja ekki afakrökkunum það.)

Höfum við rétt til að loka inni dýr af öðrum tegundum?

En líka - höfum við rétt til að ímynda okkur að þau hugsi eins og við?

Sem sagt: Hef ég einhvern rétt til að loka inni ísbjörn? Og: Hef ég einhvern rétt til að gera ísbirninum upp einmanaleik, bara af því ég ímynda mér að mér liði þannig í hans sporum?

Gríðarstórt dýr synti með sínum ógnarstóru hrömmum framhjá glerrúðu þar sem fólk stóð og horfði á.

Fram og aftur synti björn, fram og aftur.

Þetta var tignarleg sjón en líka dapurleg.

En svo sá ég að það átti að fara að gefa honum að éta. Og þá mundi ég að flestir ísbirnir úti í náttúrunni deyja að lokum úr hungri.

Ef þeir eru þá ekki skotnir til bana á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu