Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hamsturinn. Dagbók frá Kaupmannahöfn VII.

Ill­ugi Jök­uls­son sann­ar, með hjálp hamst­urs, að heim­ur­inn er agn­ar­lít­ill. Að minnsta kosti Kaup­manna­höfn.

Hamsturinn. Dagbók frá Kaupmannahöfn VII.

Jahá, svo þið haldið að heimurinn sé stór?

Þá skal ég nú sanna fyrir ykkur, héðan frá Kaupmannahöfn, að svo er aldeilis ekki.

Þvert á móti er heimurinn agnarlítill.

Ég þekki ekkert mjög marga hér í Kaupmannahöfn en best þekki ég náttúrlega fósturson minn Gísla og fjölskyldu hans sem hér hafa búið í nokkur ár.

Þegar ég kom til Kaupmannahafnar um daginn voru þau að vísu í sumarheimsókn á Íslandi en komu svo fyrir fáeinum dögum hingað út aftur.

Ég var í heimsókn hjá þeim í fyrrakvöld. Afastelpan Bríet var þá farin að hlakka til að ná í hamsturinn sinn. Meðan þau fóru til Íslands hafði gæludýrið nefnilega verið í pössun hjá einhverju íslensku vinafólki sem ég þekkti nú ekkert, en nú stóð til að ná sem fyrst í hamsturinn.

Nema hvað seint í gærkvöldi fór ég út að hjóla. Ég hjólaði ekkert voðalega langt en alla vega um slóðir sem ég þekkti ekki neitt.

Þá gerðist það að ég fór full hastarlega niður tröppur og keðjan fór af fremra tannhjólinu.

Ég fór að bisa við að koma henni á en það gekk undarlega illa.

Það var eitthvert trix sem ég kunni bersýnilega ekki.

Þá komu tveir karlar hjólandi, annar kannski um þrítugt hinn ívið eldri. 

Þeir buðust strax til að hjálpa mér og sá yngri áttaði sig á trixinu.

Það var að taka keðjuna af báðum tannhjólunum og smeygja henni svo fyrst upp á það fremra. Þá var hægur vandi að þræða það aftara líka.

Þetta er samt ekki sagan, þótt alltaf sé í sjálfu sér gaman að hitta hjálpfúst fólk.

Sagan er sú að ég var þarna semsagt staddur seint um kvöld í ókunnugu hverfi og lítt kunnuglegri borg og yngri maðurinn stoppaði þegar hann sá að ég var í vandræðum og spurði:

„Kan jeg hjælpe?“

Og svo þegar ég leit upp frá því að bogra yfir hjólinu, skipti þá ekki maðurinn yfir í íslensku og sagði glaðlega:

„Nei heyrðu, ég kannast við þig. Hann Gísli var einmitt hjá okkur í heimsókn áðan. Bríet var að ná í hamsturinn sinn.“ 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár